Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1981, Blaðsíða 6

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1981, Blaðsíða 6
4 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR INNGANGUR Með auknum kröfum tímans um vinnuaf- köst, hagkvæmni og góðan aðbúnað á vinnustöðum hafa menn leitað nýrra leiða við landbúnaðarstörf ekki síður en í öðrum atvinnugreinum. Þetta á einnig við þau störf, er tengjast gripahirðingu, og sér- staklega þann hluta þeirra, sem vinna verður alla daga ársins og taka drjúgan tíma af vinnudegi bænda. Mjaltavinna er einmitt slíkt starf, en auk þess er mikið í húft, að við mjaltir séu viðhöfð vönduð vinnubrögð. Algengast er nú orðið, að notuð séu rörmjaltakeríi við mjaltir, og aðeins 6—8% af seldum mjaltakerfum eru vélfotukerfí. Þá er einnig algengast, að kýr séu mjólkaðar á básum í hefðbundnum básafjósum. I lausagöngufjósum verður að koma upp sérstakri aðstöðu til mjalta, svo- nefndum mjaltabásum. Með slíkri aðstöðu má oft ná meiri afköstum við mjaltir, meira hreinlæti og fá betri vinnu- aðstöðu. Hins vegar er smíði mjaltabása nokkuð dýr, og oft og tíðum er erfíðara að veita kúm einstaklingsbundna meðhöndl- un við mjaltir. Þróunin á undanförnum árum, bæði hér á landi og erlendis, er sú, að menn hafa æ meira komið sér upp slíkri mjalta- aðstöðu við hefðbundin básafjós og telja þá væntanlega kosti hennar vega þyngra en annmarka. Þar sem mjaltir eru snar þáttur í dag- legum störfum á kúabúi og líklega sá verkþáttur á framleiðsluferli mjólkur, þar sem vönduð vinnubrögð skipta hvað mestu máli, þótti við hæfí að gera nokkra úttekt og samanburð á þessum tveimur aðferðum við mjaltir. Efniviðurinn er að hluta til innlendur og styðst við vinnumælingar, sem gerðar voru á vegum Bútæknideildar. Þá er einnig stuðst við athuganir Olafs Jóhann- essonar, nemanda í búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri. Erlendar heimildir eru af ýmsum toga, bæði vinnu- mælingar og athuganir á vinnuaðstöðu. Höfundum er ljóst, að athugun sem þessi veitir ekki tæmandi vitneskju, m. a. vegna þess að aðstæður á búum eru mjög breytilegar. Athugunin getur þó vonandi komið þeim að gagni, er velta fyrir sér endurskipulagningu á mjaltaaðstöðu eða hyggja á byggingu nýrra fjósa. Stutt ágrip af sögu mjaltavéla á Islandi Fyrstu hugmyndir um gerð mjaltavéla munu hafa hnigið að því að líkja eftir handmjöltun. Fyrir rúmum 100 árum kom mjaltavél fyrst fram á sjónarsviðið, og var hún gerð eftir sömu grundvallar- hugmynd og nútíma-mjaltavélar. En mjaltavélar voru ekki svo tæknilega vand- aðar í upphafi, að bændur færu að veita þeim verulega athygli. Það var ekki fyrr en árið 1927, að fyrstu mjaltavélarnar voru fluttar til landsins (Árni G. Eylands, 1950). Á árunum 1927—1933 voru lagðar mjaltavélalagnir í 28 fjós, en notkun vél- anna lagðist niður eftir fárra ára notkun nema í einu fjósi. Árni taldi, að innflutn- ingur þessara véla hefði verið ótímabær og skortur á fjósmenningu hefði valdið því, að notkun þeirra lagðist af. Taldi hann, að þessar fyrstu vélar hefðu verið eins að öllu leyti og vélar sömu tegundar, sem fluttar voru inn eftir síðari heimstyrjöld, að einu smáatriði undanskildu. Fyrstu vélarnar voru með fastri soglögn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.