Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1981, Síða 71

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1981, Síða 71
ÍSL. LANDBÚN. j. agr. res. icel. 1981 13, 1-2: 69-77 Heymæði í íslenskum hestum Rannsóknir á fellimótefnum og aðrar athuganir* Þorkell Jóhannesson læknir Rannsóknarstofu Háskóla Islands í lyfjafrœbi, Eggert Gunnarsson dýralæknir Tilraunastöð Háskóla Islands í meinafrÆði, Keldum °g Tryggvi Ásmundsson læknir Vífilsstaðaspítala. ÚTDRÁTTUR Heymæði er algengur ofnæmissjúkdómur í hestum og mönnum af völdum örvera í mygluðu heyi. Teknir voru til rannsóknar 18 heilbrigðir hestar, 15 hestar, sem haldnir voru heymæði, og 23 skyldleika- ræktaðir hestar. Könnuð voru mótefni í sermi gegn hitaáæknu geislasveppunum Micropolyspora faeni og Thermoactinomyces vulgaris og sveppunum Aspergillus fumigatus, Alternaria, Penicillium og Rhizopus. Auk þess voru gerð fellipróf fyrir M. faeni, T. vulgaris og A. fumigatus í sermi úr 82 ættbókarfærðum stóðhestum. Rannsóknir þessar taka þannig samtals til 138 hesta. Fellimótefni gegn M.faeni fundust í sermi allra hesta með heymæði, en aðjafnaði ekki í sermi heilbrigðra hesta. Bendir það til þess, að M.faeni sé, eins og í mönnum, ein aðalorsök heymæði í hestum. Niðurstöður þessara rannsókna benda fremur til þess, að samhengi sé milli aðbúnaðar og fellimótefna gegn M.faeni í sermi en milli skyldleikaræktar og fellimótefna. INNGANGUR í hesthúsi Hrossabóls í Glaðheimum í Kópavogi bar við veturna 1977—1978 og 1978—1979, að tveir hestar urðu „lung- naveikir“. Var hinn fyrri dæmdur hafa heymæði, en hinn síðari talinn hafa lung- nabólgu. Báðir höfðu hestar þessir and- nauð (dyspnoe). Þeir önduðu að sér með flæstum nösum (þöndum nösum) og frá sér með nárasogi, einkum þó hinn fyrri. Við hlustun var talið, að slímhljóð (crep- itant rales) væru í lungum beggja hesta. Fyrri hesturinn fékk ýmsa lyfjagjöf og var síðan alinn á gegnvættu heyi og varð þannig einkennalaus eða einkennalítill. Síðari hesturinn fékk sýklalyf (benzýl- penicillín) og varð albata á fáurn dögum. Það vakti athygli okkar, hve óviss sjúk- dómsgreining þessi væri. Mátti raunar segja, að sjúkdómsgreining réðist af árangri meðferðar. í þessu sambandi má ekki gleyma því, að hlustun á lungum hesta í vetrarhárum er oftast mjög erfið og óviss og öndunartíðni heilbrigðra hesta í hvíld og leik mjög breytileg (Tryggvi Útdráttur úr þessari grein og kynning á henni hefur áður birst í EIÐFAXA 1982 (2), 4_6.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.