Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1981, Blaðsíða 22

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1981, Blaðsíða 22
20 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR á fjósbás, því allar kýr í sömu röð verða að bíða á meðan. Eitt atriði, sem að lokum mætti minnast á mjaltabásum til fram- dráttar, er það, að auðveldara er að virkja unglinga og óvanan vinnukraft til að ann- ast mjaltir á mjaltabás en á fjósbás. Umrœður og ályktanir Við skipulag útihúsa ráða oft ýmsir byggingartæknilegir þættir fyrirkomulagi bygginga fremur en menn hugleiði alvar- lega, hvað tiltekið skipulag hafi í för með sér varðandi vinnumagn og vinnuaðstöðu. Oft er þetta vegna þess að hefð er orðin í vinnuaðferðum og menn því ekki gjarnir til breytinga eða ekki eru tiltækar nægar upplýsingar um þær vinnuaðferðir aðrar, sem til greina koma við að leysa einstök verkefni. í þeirri athugun, sem hér er til umræðu, er reynt að varpa nokkru ljósi á tvær að- ferðir við mjaltir. A kúabúum skiptir vinnuaðstaða við mjaltir mjög miklu máli, vegna þess að vinnumagn við mjöltun er mjög snar þáttur í heildarvinnu á búinu. Sem dæmi um það má nefna, að vinna við mjaltir, þar sem 30 kýr eru að jafnaði mjólkaðar dag hvern, svarar til um 80% af venjulegu ársstarfi í dagvinnu. Ber því sterklega að taka til athugunar aðgerðir, sem miða að því að bæta vinnuaðstöðu, þó að þeim fylgi nokkur aukakostnaður. Mjaltavinna á fjósbásum er hið alda- gamla fyrirkomulag, en hefur að ýmsu leyti breyst til verri vegar, að því er vinnu- álag varðar. Að vísu hafa menn að mestu losað sig við haldmjaltirnar sjálfar með tilkomu mjaltavéla, en þess í stað hefur komið bogurvinna og aukið álag á fætur. Þegar mjólkað er á fjósbásum, þarf að ganga þrefalt lengra að jafnaði en þegar mjólkað er á mjaltabásum. Þetta aukna álag við mjaltir á fjósbásum kemur greinilega fram, þegar tíðni hjartsláttar er látin túlka vinnuálagið, en hún fellur úr um 110 sl/mínútur í um 85, þegar mjólkað er á mjaltabás. Af því, sem fram hefur komið í þessari ritsmíð, er ljóst, að mjaltabás er það, sem hentar, leggi menn áherslu á að búa sér góða vinnuaðstöðu við mjaltir og gott vinnuumhverfi. Að því er varðar vinnu- magn, er hinn eiginlegi mjaltatími (nettó) minni, þegar mjaltabás er notaður, en honum fylgir aftur meiri vinna við hreinsun og þvotta. Sá munur jafnast þó út, þegar kýr eru um og yfir 40. Það er því líklegt, þegar staðið er frammi fyrir því að velja eða hafna mjalta- bás í hefðbundin básafjós, að valið fari í stórum dráttum eftir mati á vinnuaðstöðu annars vegar og hins vegar þeim auka- kostnaði, sem mjaltabás hefur í för með sér. Erfitt er um beinan samanburð þessara tveggja þátta, þ. e. að meta vinnu- aðstöðu í krónum og öfugt. Hér er því valin sú leið að meta kostnað við bætta vinnuaðstöðu á þann hátt, að honum er jafnað á unnar klukkustundir. Þannig má hugsa sér, að unnið sé fyrir lægra tíma- kaupi við góða vinnuaðstöðu og að kostn- aður við framkvæmd vinnunnar verði þá hinn sami í báðum dæmum. Með þetta í huga kemur í ljós, að munur á tímakaupi er 24—28%, sé vinnumagn sem svarar 20 mjólkandi kúm, við 40 mjólkandi kýr 11—14% og 6—8 % við 60 kýr. Áður hefur komið fram í þessari grein, að mjöltun í mjaltabásum fylgja ýmsir ókostir. Má þar nefna aukakostnað við bás- lokur og milligerðir, en aftur á móti gætu þær hindrað spenastig frá nágrannakúm. Gönguferðum kúnna fram í mjaltabás fylgir nokkur hætta, ef stéttar eru hálar, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.