Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1981, Blaðsíða 47

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1981, Blaðsíða 47
TENGSL BEINNA ÁHRIFA OG MÓÐURÁHRIFA 45 bráðþroska lömb, gefl í einstaka lilfellum dætur, sem af einhverri ástæðu hafa skerta mjólkurframleiðslu. Robinson (1979) ræðir aðra skýringu og styðst þá við reynslu sína í svínarækt. Afkvæmi mæðra, sem mjólka illa, fara fyrr að éta annað fóður, og kemur þetta ják- vætt fram hjá þeim síðar á vaxtarskeiðinu. Þessa hliðstæðu virðist einnig mega færa yfir á sauðfé. Ljóst er, að þetta neikvæða samband hefur veruleg áhrifá framkvæmd úrvals til aukins vænleika sauðfjár. Afleiðingar þessa hafa verið kannaðar í erlendum mó- deiútreikningum (Hanrahan, 1976, Nitter og Schlote, 1979). Niðurstöður þeirra benda til, að afkvæmarannsóknir séu ekki eins álitlegur valkostur í kynbóta- starfi og menn ella hafa ályktað, ef um sterkt, neikvætt samband er að ræða. Hlutfallslega meiri áhersla verður lögð á einstaklingsúrval og nýtingu ætternisup- plýsinga á móðurhlið. Þá má einnig hugleiða, hvort haga megi úrvali á annan veg en nú er gert. Við hérlendar aðstæður virðast þeir kostir helst bundnir því, að þar, sem um mikla haustbeit lamba er að ræða, megi nýta þyngdarbreytingar að hausti á einhvern hátt til mats á einstaklingsbundinni vax- targetu. Erlendis, t. d. í Noregi, eru móð- ureiginleikar metnir með því að vega lömbin fárra vikna gömul að vori. Slíkt virðist tæpast framkvæmanlegt hér á landi almennt af vinnuaflsástæðum. í sauðfjárbúskap eins og hér á landi hljóta móðureiginleikar ánna að skipta verulegu máli. Eins og Willham (1979) bendir á, eru ýmis vandamál bundin kynbótum móðureiginleika. Að jafnaði blandast móðuráhrifin beinum áhrifum móðurinnar fyrir eiginleikann. Líkur á erfðatengslum beinna áhrifa og móðurá- hrifa koma með í dæmið, eins og hér hefur verið fjallað um. Móðureiginleikar eru að mestu leyti kynbundnir, koma fram til- tölulega seint á æviskeiði gripanna og eru kynslóð síðar en bein áhrif. Ljóst er, að þessi mál þarfnast nánari rannsókna, en neikvæð tengsl beinna áhrifa og móðuráhrifa á þunga lamba, ætla ég, að leiði m. a. til, að vænleiki fjár- ins fái hlutfallslega minna vægi miðað við aðra eiginleika en ef þessir þættir væru óháðir. Slíkt neikvætt erfðasamband kann einnig að vera skýring þess, að í fljótu bragði virðist erfiðara að koma auga á verulegan mælanlegan árangur af rækt- unarstarfi til að auka vænleika en af kyn- bótastarfi fyrir ýmsa aðra eiginleika í sauðfjárræktinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.