Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1981, Blaðsíða 43
ÍSL. LANDBÚN.
j. agr. res. icel. 1981 13, 1-2: 41-47
Tengsl beinna áhrifa og móðuráhrifa á haustþunga lamba
JÓN VlÐAR JÓNMUNDSSON
Búnaðarfélag Island.
YFIRLIT
Rannsókn er gerð eftir upplýsingum úr skýrslum fjárræktarfélaganna um 3325 hrúta, sem höfðu átt hið
fæsta 10 afkvæmi skýrslufærð og 10 afkvæmi hjá dætrum. Erfðafylgni þessi reyndist -0.43, þegar gert er ráð
fyrir, að arfgengi beinna áhrifa og móðuráhrifa sé 0.20.
INNGANGUR
Við kynbætur sauðfjár er reynt að bæta
fjölda eiginleika í stofninum samtímis. I
íslenskri sauðfjárrækt eru mikilvægustu
eiginleikar án efa frjósemi, vænleiki lamba
og gæðaeiginleikar (kjöt, ull, gærur).
Eiginleiki eins og haustþungi lamba
ræðst bæði af umhverfls- og erfðaþáttum.
Þessi eiginleiki ræðst bæði af eðli lambsins
sjálfs til vaxtar, — því, sem hér eru kölluð
bein áhrif, — og eiginleikum móðurinnar
til að sjá lambinu fyrir næringu, sem hér er
nefnt móðureiginleikar. Að sjálfsögðu er
hugsanlegt, að þessir tveir þættir erfist
ekki óháðir, heldur séu einhver erfðatengsl
milli þeirra. I ritgerð þessari er skýrt frá
niðurstöðum rannsóknar á þessu atriði.
Fyrri rannsóknir.
I ræktunarstarfi hér á landi er haustþungi
lamba notaður sem mælikvarði bæði á
vaxtagetu lamba og móðuráhrif (JÓN
ViðarJónmundsson, 1979).
Nokkrar athuganir hafa verið gerðar á
arfgengi bæði beinna áhrifa og móðurá-
hrifa á haustþunga lamba hér á landi, og
má draga þær niðurstöður saman í eftir-
farandi yfirlit:
Bein áhrif.
Sveinn Hallgrímsson (1971):
Þungi á fæti, einlembingar 0.44
Þungi á fæti, tvílembingar 0.18
Jón ViðarJónmundsson (1971):
Þungi á fæti, hrútar 0.19
Þungi á fæti, gimbrar 0.29
Stefán Sch. Thorsteinsson og
HólmgeirBjörnsson (1971):
Fallþungi, tvílembingshrútar 0.30
Jón Viðar Jónmundsson (1977a):
Þungi á fæti 0.20
Fallþungi 0.13
Móðuráhrif
Stefán Aðalsteinsson (1966):
Fallþungaeinkunn 0.34
Stefán Aðalsteinsson (1971):
Þungi lamba á fæti 0.21
JÓN Viðar Jónmundsson (1977b):
Þungi lamba á fæti 0.22
Fallþungi 0.21
Jón Viðar Jónmundsson et al. (1977):
Þungi lamba á fæti 0.23
Rannsóknir Sveins Hallgrímssonar
(1971) og Jóns Viðars Jónmundssonar