Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1981, Blaðsíða 7
MJALTAVINNA í BÁSAFJÓSUM 5
og fötum, en upp úr stríðsárum komu
jafnhliða svonefndar lausavélar. Pær
höfðu ekki fasta soglögn, heldur var
sogdæla og mótor á vagni, sem ekið var
um fjósið (Árni G. Eylands, 1950).
Lítið er um samstæðar heimildir um
þróun mjaltatækni árin 1950—1960, en í
blaðaviðtali við bændur í Þrándarholti í
Gnúpverjahreppi (Gísli Kristjánsson,
1961) kemur fram, að þar hafi verið reist
lausagöngufjós árið 1956. I því fjósi var
mjaltabás. I viðtalinu kemur fram, að þar
og í fjósi á Laugarvatni voru einu fjósin á
landinu með mjaltabás.
Árið 1961 var sett upp rörmjaltakerfi í
fjósinu að Helgavatni í Þverárhlíð (DlÐR-
ik Vilhjálmsson, 1979), og mun það
hafa verið með hinum fyrstu hér á landi.
Ekki er með vissu vitað, hvenær fyrst var
gerður mjaltabás við venjulegt básafjós
hér á landi, en 1962 var slíkur bás settur
upp í Hvanneyrarfjósi að tilhlutan Guð-
mundar Jóhannessonar bústjóra.
Innflutningur rörmjaltakerfa eykst
verulega árin 1966—’68 og er þá um
30—35% afinnfluttum mjaltakerfum, en
árin 1975—1978 um og yfir 90% (Har-
aldur Árnason, 1979), en þar í eru tæki
bæði fyrir mjaltir á fjósbásum og á mjalt-
abásum.
Áhugi bænda á mjaltabásum við
venjuleg básafjós verður ekki verulegur
fyrr en um og eftir 1970. Síðan hafa verið
gerðir allmargir mjaltabásar við venjuleg
básafjós, en ekki eru tiltækar tölur um
fjölda þeirra.
Hlutdeild mjaltavinnu við kúahiðringu
Vinnumagn við kúahirðingu er mjög
breytilegt milli búa. Samkvæmt búreikn-
ingum (1978) er verulegur munur á
vinnumagni eftir bústærð. Þannig er árs-
vinna að meðaltali um 129 klst. á kúgildi,
þegar bústærð samsvarar 20 kúgildum, en
93 klst., þegar um 40 kúgildi eru á býlinu.
Þennan mun má væntanlega að hluta
rekja til meiri tækjabúnaðar og betri vinn-
uaðstöðu á stærri búunum. Þá er einnig
munur á vinnumagni eftir árstíma. Mest
er vinnan í maí, um 17 mín/kúgildi á dag,
en minnst í ágúst, um 13 mín. (ÁRS-
skýrsla Búreikningastofu Landbún-
aðarins, 1978). Beinar tímamælingar,
sem gerðar hafa verið í fjósum (Grétar
Einarsson, 1976), benda til þesss, að
dagleg vinna sé á bilinu 8—12 mín. á kú
(ekki kúgildi) á dag eftir bústærð og öðr-
um aðstæðum.
Af eðlilegum ástæðum ber nokkuð á
milli niðurstaðna úr búreikningum og
tímamælingum. I síðara dæmi er einungis
mæld hin reglubundna vinna, þ. e. sú
vinna, sem daglega þarf að inna af hendi
um innistöðutímann, en ekki sú vinna,
sem unnin er utan venjulegs fjósatíma.
Af hinni reglubundnu vinnu tóku
mjaltirnar í áðurnefndum tímamælingum
að meðaltali um 64% af tímanum, en
hlutdeild mjaltanna var mjög breytileg
eftir búum (meðalfrávik um 9,5%) eftir
mjaltaaðstöðu og hlutdeild annarra verk-
þátta. Þá var einnig mikill munur eftir
búum á vinnumagni við mjaltir, frá um 5
mín/kú á dag upp í 10 mín. Þennan mun
má rekja til ólíkra vinnubragða, tækja-
búnaðar og vinnuaðstöðu við mjaltirnar.
I 1. töflu eru sýndar einfaldir útreikn-
ingar á ársvinnu við mjaltir með breyti-
legum forsendum. Þar kemur t. d. fram,
að ársvinna er um 1460 klukkustundir,
þar sem 30 kýr eru að jafnaði mjólkandi,
og mjaltatíminn um 8 mannmín/kú á dag.
Nemur það um 80% af venjulegu ársstarfi
í dagvinnu. I töflunni má einnig sjá, hve