Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1981, Side 71
ÍSL. LANDBÚN.
j. agr. res. icel. 1981 13, 1-2: 69-77
Heymæði í íslenskum hestum
Rannsóknir á fellimótefnum og aðrar athuganir*
Þorkell Jóhannesson læknir
Rannsóknarstofu Háskóla Islands í lyfjafrœbi,
Eggert Gunnarsson dýralæknir
Tilraunastöð Háskóla Islands í meinafrÆði, Keldum
°g
Tryggvi Ásmundsson læknir
Vífilsstaðaspítala.
ÚTDRÁTTUR
Heymæði er algengur ofnæmissjúkdómur í hestum og mönnum af völdum örvera í mygluðu heyi.
Teknir voru til rannsóknar 18 heilbrigðir hestar, 15 hestar, sem haldnir voru heymæði, og 23 skyldleika-
ræktaðir hestar. Könnuð voru mótefni í sermi gegn hitaáæknu geislasveppunum Micropolyspora faeni og
Thermoactinomyces vulgaris og sveppunum Aspergillus fumigatus, Alternaria, Penicillium og Rhizopus. Auk þess
voru gerð fellipróf fyrir M. faeni, T. vulgaris og A. fumigatus í sermi úr 82 ættbókarfærðum stóðhestum.
Rannsóknir þessar taka þannig samtals til 138 hesta.
Fellimótefni gegn M.faeni fundust í sermi allra hesta með heymæði, en aðjafnaði ekki í sermi heilbrigðra
hesta. Bendir það til þess, að M.faeni sé, eins og í mönnum, ein aðalorsök heymæði í hestum. Niðurstöður
þessara rannsókna benda fremur til þess, að samhengi sé milli aðbúnaðar og fellimótefna gegn M.faeni í
sermi en milli skyldleikaræktar og fellimótefna.
INNGANGUR
í hesthúsi Hrossabóls í Glaðheimum í
Kópavogi bar við veturna 1977—1978 og
1978—1979, að tveir hestar urðu „lung-
naveikir“. Var hinn fyrri dæmdur hafa
heymæði, en hinn síðari talinn hafa lung-
nabólgu. Báðir höfðu hestar þessir and-
nauð (dyspnoe). Þeir önduðu að sér með
flæstum nösum (þöndum nösum) og frá
sér með nárasogi, einkum þó hinn fyrri.
Við hlustun var talið, að slímhljóð (crep-
itant rales) væru í lungum beggja hesta.
Fyrri hesturinn fékk ýmsa lyfjagjöf og var
síðan alinn á gegnvættu heyi og varð
þannig einkennalaus eða einkennalítill.
Síðari hesturinn fékk sýklalyf (benzýl-
penicillín) og varð albata á fáurn dögum.
Það vakti athygli okkar, hve óviss sjúk-
dómsgreining þessi væri. Mátti raunar
segja, að sjúkdómsgreining réðist af
árangri meðferðar. í þessu sambandi má
ekki gleyma því, að hlustun á lungum
hesta í vetrarhárum er oftast mjög erfið og
óviss og öndunartíðni heilbrigðra hesta í
hvíld og leik mjög breytileg (Tryggvi
Útdráttur úr þessari grein og kynning á henni hefur áður birst í EIÐFAXA 1982 (2), 4_6.