Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1981, Síða 9

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1981, Síða 9
MJALTAVINNA í BÁSAFJÓSUM 7 \ KfR \ NR verk\ þÆttuk\ ð ð ð ð i ð ð ð ð ð ð ð UNDIRB. K*R «) 1 7 2 10 3 13 16 25 19 28 22 31 SETJA VÉLAR K V 4 9 5 12 6 15 18 27 21 30 24 33 TAKA VÉLAR AF d 8 17 11 20 14 23 26 29 32 1. mynd: Dæmi um vinnuskipulag við mjaltir á fjósbásum með 3 mjaltatæki á mann (Niclscn, 1972). Fig. 1. An example of work planning during cubicle milking with 3 milking units per man. Work operations are a) cow preparation, b) attachment of machine, and c) remove machine. en oft nokkuð flóknar vegna þvottabúnað- ar fyrir mjaltatækin. Mjaltabásar eru af ýmsum gerðum, en hér verður einungis fjallað um dálkabása, vegna þess að sú gerð hefur náð mestri útbreiðslu við þá bústærð og búskaparhætti, sem algeng- astir eru hér á landi. I dálkabásum standa kýrnar þétt saman án milligerða og á ská miðað við mjaltagryfju. Það er kostur, því að á þann hátt er gott að komast að júgr- unum og styttir um leið vegalengdir við mjaltirnar. Kýrnar eru mjólkaðar í ,,hópum“, þ. e. önnur röðin í einu, og er það nokkur ókostur, einkum í stórum mjaltabásum, þar sem kýr, sem eru sein- mjalta, tefja alla röðina. Pað er því veru- legt hagræðingaratriði að flokka kýrnar eftir mjólkurmagni og mjaltaeiginleikum. Dálkabásarnir eru ýmist með eitt mjaltatæki á hvern bás eða eitt tæki á tvo bása. I eftirfarandi umfjöllun eru notaðar styttingarnar 2B/1M, sem þýðir 2 básar á hvert mjaltatæki, eða ÍB/IM, sem táknar 1 bás á mjaltatæki. Einnig eru básarnir misstórir. Séu t. d. 4 stæði hvorum megin er það táknað með 2x4; séu fimm básar, er talað um 2X5 o. s. frv. Oftast liggja mjaltalagnir fyrir ofan básgryfjuna, og verður þá að lyfta mjólkinni í þá hæð með soginu. Hjá þessu má komast með því að hafa lagnir undir gryfjubrún. Sé það gert, er betra að hafa lB/lM-kerfi, til að slöngur verði mjaltamanni síður til tafala. A 2. mynd er sýnt vinnuskipulag í dálka- bás með eitt mjaltatæki á tvö stæði (2B/ 1M). Fjórum kúm er hleypt inn í einu og þær undirbúnar. Kýrnar hinum megin í básnum eru þá fullmjólkaðar, og mjalta- tækin eru flutt yfir og sett á, eitt í einu. Þegar síðasta tæki hefur verið sett á, er mjólkuðu kúnum hleypt út, og verkþætt- irnir endurtaka sig. Þá á einnig að vera stund í vinnuhlé og ýmsa vinnu, þó að einn maður standi að mjöltunum. Að jafnaði er þó heppilegra, að tveir menn séu að verki, einkum vegna tilfærslu á kúm í fjósinu. Fá má ýmsan aukabúnað til að létta vinnu við mjaltir. Má þar nefna sjálf- virkan búnað, sem tekur spenahylkin af kúnum, er þær hætta að selja. Einnig er unnt að fá kjarnfóðursskammtara í mjalta- básana, og til að ákvarða mjólkurmagn úr einstökum kúm eru stundum notaðir glerkútar með mælikvarða, og eru þeir þá hluti mjaltakerfisins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.