Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1981, Qupperneq 13
MJALTAVINNA f BÁSAFJÓSUM 11
3. TAFLA. Niðurstöður athugana á gerlamagni mjólkur frá bæjum með ólík mjaltakerfi. (Jón Table 3. Results of a survey on the bacterial count of milk fromfarms with differing milking systems. Finnsson, 1979).
Bær nr. Farm nr. Mjaltabásakerfi Parlour system Bær Fjósabásakerfi Cubicle system
Gerlafjöldi í Mjólkurmagn, kg ml. mjólkur mng quantity Bacterial counts/ml of milk kg Farm nr. Gerlafjöldi í ml. mjólkur Mjólkurmagn, kg
i 131073 148297 8 34069 115134
2 17789 218313 9 187600 158220
3 66314 150183 10 49692 118080
4 140711 49953 11 190974 50114
5 47179 130140 12 79000 108374
6 203049 235110 13 26210 220120
7 52622 175220 14 37515 180407
Meðaltal . 94105 158174 86437 135778
eins og mjólkurmagni, vinnuaðstöðu, þar
sem mjaltirnar fara fram, tölu mjaltatækja
á mann og mjaltaeiginleikum kúnna.
Vinnumagn við undirbúning og frágang
er að mestu háð því, hvort kýrnar eru
mjólkaðar á fjósbás eða í mjaltabás, svo og
aðferð við þvott mjaltatækja og aðstöðu
þar að lútandi.
Til að afla nánari vitneskju um vinnu-
magn og skiptingu vinnu við kúahirðingu
og þar á meðal mjaltavinnu voru gerðar
vinnumælingar á vegum bútæknideildar í
20 fjósum. Niðurstöður þessara athugana
birtust í Islenzkum landbúnaðarrann-
sóknum (Grétar Einarsson, 1976).
Þessar niðurstöður, er varða mælingar á
mjaltavinnunni, verða hér teknar til um-
ræðu frá sjónarhóli samanburðar á mjölt-
un í fjósbásum og á mjaltabásum. Auk
þeirra mælinga gerði Olafur Jóhannesson
vinnumælingar í fjórum fjósum í rann-
sóknum sínum (Ólafur Jóhannesson,
1979). Ekki verður hér nánar lýst fram-
kvæmd mælinganna, en bent á áður-
nefnda grein í Islenzkum landbúnaðar-
rannsóknum.
I 4. og 5. töflu eru sýndar niðurstöður
vinnumælinga við mjaltir, skipt í svo-
nefndan nettótíma og brúttótíma. Nettó-
tími er sá tími, sem varið er í hina reglu-
bundnu mjaltavinnu, þ. e. að þvo júgur,
setja spenahylkin á, vélhreytur, ef um þær
er að ræða, taka spenahylkin af, færa tækin
milli kúa o. s. frv.
Brúttótími felur í sér nettómjaltatíma
ásamt vinnu við undirbúning, frágang og
ýmsa snúninga, sem eru nauðsynlegir
þættir í starfmu. Til undirbúnings telst
t. d. tími, sem varið er í burð mjaltatækja
og þvottavatns og gangsetningu dælu. Til
frágangs telst t. d. tími, sem fer í burð
mjaltatækja á geymslustað, svo og
hreingerningar bæði mjaltatækja og
mjaltabáss, þar sem hann er, enn fremur
önnur þvottavinna, sem afmjöltum leiðir.
Af niðurstöðum mælinganna (4. töflu)
má sjá, að við mjaltir á fjósbásum var
meðalfjöldi mjólkurkúa 36,5, mjaltatækja
á bilinu 2—6 og mjaltatæki 2 að meðaltali
á mjaltamann. I fjósum með mjaltabásum
var kúafjöldi á hverju búi að meðaltali 42,
tala mjaltatækja á bilinu 2—6, en sam-