Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1981, Side 39
MEÐGÖNGUTÍMI ÍSLENSKRA KÚA 37
Oftast nær skortir allar upplýsingar í
skýrslur nautgi'iparæktarfélaganna um
fangdag fyrsta kálfs kvígna. Þær upplýs-
ingar voru sóttar í sæðingarskýrslur
Nautastöðvar Búnaðarfélags Islands.
Könnuð voru áhrif eftirtalinna þátta á
lengd meðgöngutíma: ára, búa, lands-
hluta, aldurs móður, burðarmánaðar,
kyns kálfsins og fjölda fóstra. Þá var
NIÐUSTÖÐUR.
Meðalmeðgöngutími.
Meðalmeðgöngutími samkvæmt 4034
mælingum á bilinu 273—295 dagar
reyndist 286.05 dagar og meðalfrávik
mælinga á því bili 4.41 dagur. Væri leyfi-
legt bil lengt í 300 daga, fjölgaði mæ-
lingum í 4223, og meðaltalið reyndist
286.53 dagar og meðalfrávik mælinga á
því bili 4.86 dagar. Á þessu víðara bili féllu
mælingar mjög vel að normaldreifingu
(teygni og toppun nánast 0).
Áhrif ára, búa og landshluta.
Ekki reyndist neinn munur á lengd með-
göngutíma þau þrjú ar, sem rannsóknin
náði til.
Raunhæfur munur (P<0.05) reynist
milli landshluta og búa (Ol=0.04,
öb = 0.56), en áhrif þessara þátta eru svo
lítil, landshluta 0,2% og búa 3% af
heildarbreytileika, að ekki virðist þörf á að
taka tillit til þeirra.
Áhrif burðarmánaðar
Áhrif burðarmánaðar voru metin með því
að bera saman meðaltöl einstakra burð-
armánaða við meðaltal kúnna, sem bera í
apríl, en í þeim mánuði bera langsamlega
flestar kýr. Meðalmeðgöngutími apr-
reiknað arfgengi meðgöngutíma sem
eiginleika fósturs annars vegar og móður
hins vegar svo og tvímælingargildi.
Reikningar voru gerðir eftir saman-
burði hópmeðaltala og fervikagreiningu.
Var þar stuðst við góðkunnar handbækur
(Becker 1975, Snedecor og Cochran,
1980), þar sem aðferðum er nánar lýst.
ílbæru kúnna var 285,7 dagar. Aðeins kýr,
sem báru í október, gengu skemur með, en
þó ekki raunhæft (P>0.05) lengri með-
göngutíma en aprílbærar. Febrúarbærur
gengu til jafnaðar með í 286.9 daga. Áhrif
burðartímans voru á engan hátt regluleg
eftir árstímum.
Áhrif aldurs kúnna.
I 2. töflu eru sýnd meðaltöl meðgöngu-
tíma einstakra aldursflokka kúa. Þar kom í
ljós, að yngri kýrnar ganga skemur með en
fullorðnu, og er munur á fyrstakálfskvíg-
um og fullorðnum kúm rúmir tveir dagar.
Kyn kálfs ogfjöldi fóstra.
Meðgöngutími 2184 nautfóstra var 287.1
dagur, en 1842 kvígufóstra 286,0 dagar.
Þessi munur er raunhæfur (P<0.05).
Skráðar voru í þessum gögnum 68 með-
göngur tvíkelfinga. Meðalmeðgöngutími
þeirra reyndist 281.3 dagar og raunhæft
(P<0.05) styttri en þegar kýr ganga með
eitt fóstur.
Arfgengi.
Arfgengi metið sem eiginleiki móðurinnar
reyndist 0.13±04, og studdust þeir út-