Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1981, Qupperneq 72
70 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
ÁSMUNDSSON et al., 1981). Varð því að
ráði, að við leituðum fyrir okkur, hvort
greina mætti þessa sjúkdóma sundur með
einföldu greiningarprófi. Fljótlega
beindist áhugi okkar að felliprófum
(precipitin tests), er nota mætti til þess að
greina heymæði frá öðrum lungnasjúk-
dómum í hestum.
Heymæði í mönnum (farmer’s lung)
var fyrst lýst snemma á 18. öld. Hér á
landi var sjúkdóms þessa fyrst getið 1790
(Sveinn Pálsson) og 1794 Qón Péturs-
son) . Orsök sjúkdómsins var hins vegar
óþekkt þar til fyrir um það bil 20 árum.
PepySí’/' al. (1961, 1962) sýndu fram á, að í
sermi sjúklinga með heymæði væru felli-
mótefni (precípítín) gegn extrakti úr
mygluðu heyi. Gregory & Lacey (1962,
1963) rannsökuðu sveppagróður í
mygluðu heyi og bentu á, að hitasæknir
geislasveppir (thermophilic actinomycet-
es) í heymyglu gætu valdið heymæði í
mönnum. Meðal þessara geislasveppa var
Micropolyspora faeni. Pepys et al. (1963) og
Pepys & Jenkins (1965) fundu síðan, að
fellimótefni í sermi manna með heymæði
AÐFERÐARLÝSING
Blóðsýni voru tekin úr hálsæð með nál,
venjulega um það bil 30 ml. Sýnunum var
skipt í tvennt. Fellipróf í sermi voru gerð í
ofnæmissjúkdómadeild Sahlgrens-spítala
í Gautaborg (Lars Belin) og í Tilrauna-
stöð Háskólans í meinafræði, Keldum
(Eggert Gunnarsson). Voru á þessum
stöðum gerð fellipróf í sermi fyrir eftir-
töldum geislasveppum og sveppum:
Micropolyspora faeni, Thermoactinomyces vulg-
aris, Aspergillus fumigatus, Alternaria, Penicill-
ium og Rhigopus. Áreiti, sem notuð voru
væru umfram allt gegn M.faeni, enda þótt
aðrir sveppir kæmu einnig við sögu. Nú
eru menn oftast sammála um, að heymæði
sé ofnæmissjúkdómur, þar sem áreitið er
M.faeni eða aðrir sveppir í mygluðu heyi.
Heymæði í hestum minnir mjög á hey-
mæði í mönnum. Heymæði í hestum var
fyrst lýst hér á landi árið 1837 (Jón
Hjaltalín) og er aftur getið 1930
(Magnús Einarsson). Rannsóknir á
fellimótefnum gegn M. faeni eða öðrum
sveppum í sermi íslenskra hesta hafa ekki
verið gerðar áður. Hliðstæðar rannsóknir
hafa hins vegar verið gerðar erlendis
(Pauli etal., 1972, Lawson et al., 1979).
Rannsóknir okkar beindust fyrst að því
að kanna fellimótefni gegn M. faeni og
nokkrum öðrum sveppum í sermi
heilbrigðra hesta (hópur A) og hesta, er
sannanlega höfðu heymæði (hópur B). Pví
næst tókum við til rannsóknar skyldleika-
ræktaða og innræktaða (kynræktaða)
hesta (hópar C og D) og að síðustu ættbók-
arfærða graðhesta (hópur E) *.
Rannsóknir þessar hófust haustið 1979,
og þeim lauk í árslok 1981.
við fellipróf á Keldum, voru keypt frá Gre-
er Laboratories, Norður-Karólínu,
Bandaríkjunum. Verður felliprófum
þessum lýst nánar síðar.
Ef fellipróf var jákvætt, var það sýnt
með + . ++ merkir, að fellipróf hafi verið
kröftuglega jákvætt, og + + + merkir, að
svörun hafi verið afar kröftuglega jákvæð.
( + ) merkir, að svörun hafi verið lítt já-
kvæð eða vafasöm. — merkir, að svörun
hafi verið neikvæð.
Svaranir frá Keldum og Gautaborg
Blóðsýni úr graðhestum voru tekin í tengslum við aðra rannsókn, er beinist að athugunum á ýmsum
eríðaþáttum íslenskra hrossa (sbr. Stefán Aðalsteinsson: Blóðrannsóknir á stóðhestum og afkvæmum
undan þeim. Hesturinn okkar 1981, 22, 110—111).