Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1982, Qupperneq 22
20 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
ligena Bres. (Hákon Bjarnason, 1979) og
Cytospora rubescens Fr.ex. Fr. (Jörstad,
1963, Ingólgur Davíðsson 1962). Flestir
hafa talið, að óhagstæð vaxtarkjör og
frostkal ættu mikinn þátt í barkskemmd-
um, og Jörstad telur, að kal sé oftast
frumorsök skemmda, sem Cytospora
finnst í.
Þar sem heimildum virtist ekki bera
saman um orsakir reyniátu og erlendar
heimildir eru fáar, var talin ástæða til þess
að leita svara við eftirfarandi spurningum:
II. EFNI OG AÐFERÐIR
Til þess að kanna barkskemmdir var reynt
að athuga allmörg tré á aðgengilegum
stöðum og flokka skemmdir. Athugað var,
hvort sár voru á stofni og hve margar
særðar og dauðar greinar fundust á hverju
tré. Auk þess voru athuguð ýmis önnur
atriði, svo sem aldur trjáa, sem áætlaður
var út frá ummáli stofns, hæð, næringará-
stand, fjöldi rótarskotao. fl. Þarsem ekkert
augljóst samband virtist á milli þessara
þátta og skemmda á stofni og greinum, er
einungis getið um fjölda sára og dauðra
greina í niðurstöðum. Flest tré voru athug-
uð í kirkjugarðinum við Suðurgötu í
Reykjavík og í lystigarðinum á Akureyri.
Sýnum var safnað af skemmdum berki
og reynt að hreinrækta skaðvaldinn á
sveppaæti (kartöflu-dextrósa-agar, KDA)
á ræktunarskálum, eftir að börkurinn hafði
verið sótthreinsaður að utan með 70%
etanóli, sem brennt var af. Þar sem
gróhirzlur (pykniður) fundust, var svepp-
urinn ræktaður út frá gróum.
Alls var safnað 22 sveppaeinstaklingum
(ísólötum) og einni bakteríu, og gerð var
Hvaða sveppir geta valdið átusárum á
reyni? Er munur á sveppunum, að því er
varðar sýkingarhæfni (pathogenicity)? Er
munur á mótstöðu (resistens) einstakra
trjáa, og af hverju stafar sá munur? Hversu
alvarlegur er sjúkdómurinn? Er útbreiðsla
og tíðni reyniátu eins háð veðurfari og
margir hafa talið?
Könnunin var að mestu gerð sumarið
1980.
tilraun til að sýkja lifandi börk með þeim til
þess að ákvarða sýkingarhæfni ísólatanna.
Ungar greinar (7—13 mm í þvermál) af
sama tré voru klipptar niður í um 5 cm
langa búta og þeir særðir með H-laga
skurði nærri miðju, svo að tveir barkflipar
mynduðust. Endar voru sótthreinsaðir
með 70% etanóli. Sveppþráðum úr agar-
ræktun var síðan komið fyrir í sárinu undir
flipunum. Þrír bútar með sama ísólati voru
látnir saman í petriskál og skálarnar settar í
plastpoka og geymdar við stofuhita.
Skemmd í berki var mæld fjórum og níu
dögum eftir smitun. Tilraunin var endur-
tekin með þeim ísólötum, sem sýndu vöxt í
fyrri tilrauninni, og nú hafðir fjórir bútar í
hverjum lið og mælt eftir sex og tíu daga.
Til þess að komast að því, hvort munur
væri á mótstöðu ólíkra reynitrjáa, var
safnað greinum af tíu trjám í kirkjugarðin-
um við Suðurgötu og tveimur í Elliðaár-
hólma. Smitun fór fram á sama hátt og
áður, en nú var aðeins smitað með því
ísólati, sem áður hafði sýnt hraðastan vöxt.