Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1982, Page 25

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1982, Page 25
REYNIÁTA Á ÍSLANDI 23 ínurauðum grólengjum mynduðust oft á smituðum greinabútum. Oll þessi ísólöt voru talin vera af tegundinni Cytospora rubescens. Fr.ex.Fr., þar sem C. leucost- oma, sem einnig myndar rauðleitar gró- lengjur og hefur verið ruglað saman við C. rubescens, hefur hvíta gróhirzlutoppa (Jörstad, 1963). Larsen (1932) taldi sig finna hér tegundirnar C. massariana og C. microspora, en Jörstad telur greiningu hans ranga og að hér hnnist aðeins C. rubescens. Aðrir sveppir, sem prófaðir voru, reyndust ekki geta vaxið á lifandi berki, þar á meðal Nectria cinnabarina Tode ex Fr., sem er annars algengur sveppur á dauðum greinum. Nectria galligena Bres., sem 3. TAFLA. Mótstaða í berki tólf ólíkra einstaklinga af reyni gegn Cytospora rubescens (ísólat S5). Tabia 3. Resistens in bark of 12 different individuals of rowan (S. aucuparia) to Cytospora rubescens (isolate S5). Dagar eftir smitun Days after inoculation 11 18 28 36 Lítið sem ekkert skemmd 7 4 3 1 Number of bark samples with little or no damage Nokkuð (mismikið) skemmd 4 6 2 1 Number of bark samples slightly damage Algjörlega skemmd 1 2 7 10 Number of bark samples completely damaged sumir hafa talið aðalorsök reyniátu (Há- kon Bjarnason, 1979), fannst ekki. Eina bakterían, sem prófuð var, virtist engin áhrif hafa. Síðar var gerð nákvæmari mæling á vaxtarhraða 11 Cytospora - ísólata, þar sem smitaðir voru hmm bútar af sömu grein 7-11 mm í þvermál, með hverju ísólati og vöxtur mældur eftir sex og tíu daga. Niðurstöðurnar sjást í 2. töhu. 4. Prófun á mótstöðu (resistens) ólíkra einstakl- inga af reyni Isólat S5 var valið til þess að smita greinar af ólíkum einstaklingum af reyni. Safnað var greinum af ellefu trjám í kirkjugarðin- um v/Suðurgötu og einu í Elliðaárhólma snemmaíjúní 1981. Reyntvaraðveljasýni af ólíkum einstaklingum. Ætlunin var að mæla vöxt eins og áður, en nú brá svo við, að vöxtur fór hægt af stað í mörgum tilfellum og var mjög mismikill í bútum af sama einstaklingi, og sums staðar leit út fyrir, að smitun hefði mistekizt. í öðrum bútum kom vöxtur frá endanum frá smiti í skurðsárinu. Hætt var því við mælingu, en skemmdar metnar í staðinn (sjá 3. töhu). Eftir ellefu daga frá smitun voru sjö af tólf sýnum lítið sem ekkert skemmd og aðeins eitt sýni algjörlega sýkt. Eftir 18 daga voru fjögur sýni alveg óskemmd og tvö algjörlega sýkt; önnur voru mismikið skemmd. Eftir 28 daga voru þrjú sýnanna næstum óskemmd enn, og eftir 36 daga var eitt sýni eftir mjög lítið skemmt, annað var ekki alveg rotið, en öll hin voru þá algerlega rotin. Niðurstaða þessarar athugunar er því sú, að reynibörkur veiti mjög mismikið viðnám við vexti Cytospora. Eitt tré af þessum tólf bar af, en það var úr Elliðaár- hólma. Ekki verður fullyrt, að hér sé um

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.