Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1982, Qupperneq 28

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1982, Qupperneq 28
26 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR beri gró langa veg. Einnig virðist afar oft leynast dulin sýking (latent infection) í berki, sem virðist heilbrigður, og þá oftast nær í yztu frumulögunum. Slíkt er algengt um margar trjátegundir erlendis, þar sem vægir (non-aggressive) sjúkdómsvaldar eigaíhlut (WENEOgSCHOENEWEISS, 1980). Pegar bútaðar voru greinar af trjám, sem höföu ekki gróhirzlur, til notkunar í smit- unartilraununum (sjá III 4), var algengt, að sýking kæmi í endana á bútunum. Þar virtist smitefnið vera í berkinum. Svipað hlýtur að geta gerzt, þegar tré eru snyrt til í görum. 3. Hugsanlegar varnaraðgerðir Sjálfsagt er að saga sjúkar og dauðar greinar af reynitrj ám í görðum, bæði vegna sýkingarhættu af slíkum greinum og svo af fagurfræðilegum ástæðum. Þessu fylgír þó hætta, vegna þess að opið sár mvndast í börkinn, þar sem átusveppurinn getur náð fótfestu. Sé sárið á stofni og hafi greinin verið sniðin af alveg við stofn, er hættan lítil, þar sem slík sár lokast oftast fijótt. A greinum er hættan mun meiri, einkum ef skilinn er eftir stubbur af greininni. Algengast er að loka sárum með olíu- málningu, en erfitt er að þekja sárið fullkomlega með henni, og auk þess binzt hún oft illa við vefinn vegna raka. Onnur leið er að smyrja eða úða sveppa- lyfi á sárið eða jafnvel að úða heil tré með slíku lyfi. Samkvæmt erlendum athugun- um (Jailloux og Froidefond, 1979) eiga captan-lyf (Orthocide) og benomyl (Ben- late) að verka vel á Cytospora, en öll sveppalyf með vítt verkunarsvið ættu að hafa áhrif. Tilraunir hafa verið gerðar í Þýzkalandi með lífrænar varnaraðgerðir gegn Cytosp- ora-tegundum á ferskjutrjám (Schulz, 1980). Mjög góður árangur fékkst, ef sár voru smituð með Trichoderma viride (spansgrænusvepp) eftir klippingu. Sveppur þessi vex yfir sárið og framleiðir efni, sem verkar hindrandi á Cytospora og getur þannig varið það, þar til tréð hefur náð að mynda frumulög (periderm) til varnar við sníkjusveppum. Þegar til langs tíma er litið, er æskileg- asta varnaraðgerðin sú að rækta einungis tré, sem hafa til að bera verulega mótstöðu gegn sveppnum. Þau reynitré, sem nú eru ræktuð hér, eru afmjög ólíkum kvæmum og gífurlega breytileg að vaxtarformi og ýms- um eiginleikum. Ég tel, að talsverður munur sé á mótstöðu kvæma eða einstakl- inga gegn Cytospora rubescens. Ætti því framvegis að leggja áherzlu á að velja aðeins fræ af trjám, sem sýna mikla mótstöðu gegn sveppnum. Segja má, þegar fræ er valið af fallegum trjám, að það sé nokkur trygging fyrir því, að þeir einstak- lingar séu ekki mjög viðkvæmir fyrir reyni- átu. Ég tel samt, að slík tré þyrfti að prófa sérstaklega með tilliti til þess, hve mikla mótstöðu þau veiti gegn sveppasýkingu. Mætti gera það með smitunartilraunum í líkingu við þær, sem fyrr var greint frá.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.