Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1982, Síða 45

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1982, Síða 45
LANDSNYTJAKORT Á ÍSLANDI 43 barrskóga (42), sem greinast í tvo 3. stigs flokka, og þar að auki er blandaður flokkur (43). Skógræktarsvæði eru þar með talin, jafnvel þótt trén þekji ekki nema lítinn hluta landsins. Erlendis eru bæði skógi vaxin beitilönd og skógarhöggssvæði í þessum flokkum, og svo getur einnig verið hér, að svo miklu leyti sem þess konar land er til á íslandi. Vótnum (5) er aðeins skipt í þrjá 2. stigs flokka, en hinum fjórða, sem talinn er í 1. töflu, óshólmasvæðum og ármynnum, er sleppt. í skilgreiningu Andersons o. fl. kemur varla fram sannfærandi rökstuðn- ingur fyrir nauðsyn þess að hafa slíkan flokk, og sýnist oft harla erfitt að draga mörk milli ár og ármynnis. Að vísu segja höfundar flokkunarinnar í 1. töflu að mörk milli flokks 51 og einhvers hinna flokkanna (52, 53, 54 í 1. töflu) skuli setja, þar sem vatnsfall verður breiðara en ein sjómíla (1852 m), en hvers vegna svo skuli gera, nefna þeir ekki, og verður að ætla að þeir séu einungis að setja fram „heppilega tölu“. Peir skurðir, sem teljast til flokks 512, geta verið áveituskurðir, framræslu- skurðir, vatnsveituskurðir, t. d. vegna virkjana, ogjafnvel siglingaleiðir. Efþurfa þykir má viðhafa 3. stigs flokkun í nr. 52 og gera fiskeldistjarnir og vatnsvegi, sem þeim fylgja að sérstökum undirflokki, og sama má e. t. v. segja um vatnsból. Votlendi (6) er þarflaust að fara um mörgum orðum. Flokkur 61 er fáséður á íslandi. Sums staðar má finna gróður- hverfi, þar sem mýrastör og birki eru ríkjandi tegundir. (Sjá t. d. gróðurhverfið U 14 á Gróður- ogjarðakorti Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins, bl. 111 SA, sem kom út 1977). En væntanlega er réttara að telja það gróðurhverfi til runnamýrar en skóglendis. Gróðurlaust land (auðnir, nr. 7) skiptist í allmarga 2. stigs flokka, þ. á m. 61, saltauðnir, sem hér eru aðeins hafðar með til samræmis við flokkun í öðrum löndum. í 1. töflu er einn afaðalflokkunum túndra og orkar slík flokkun nokkurs tvímælis. Túndru má e. t. v. hafa með, efeinungis er átt við sífrerasvteði. Hér á landi a. m. k. gæti orðið erfitt að greina á milli túndru Andersons og votlendis, mólendis og ýmiss konar ógróins lands á gervihnattamyndum og loftmyndum. Og hætt er við, að erfitt reynist að gera skýran greinarmun á graslendi (31) og grasi vaxinni túndru (81) eða skóglausu votlendi (62) og votlendistúndru (84). Reyndar er þessi flokkun rökstudd í grein- argerð höfundanna, en þar er t. a. m. helzti munur á flokkum 31 og 81 sá, að grasteg- undir eru sagðar ríkjandi í fyrrnefnda flokknum, en hálfgrös og mosar í hinum síðarnefnda (Anderson, J. R. o. fl., 1976, 15. og 20. bls.). Heppilegast þykir því að tiltaka, að 8. flokkur sé sífrerasvteði, og skipta honum í þurrlendi, votlendi og blönduð svæði (2. tafla). Aðalflokkar í 2. töflu eru tíu, af því að friðlýstir staðir og svteði eru í sérstökum flokki, en slíkur aðalflokku er ekki í 1. töflu. Þessi tíundi flokkur er merktur með 0 (fremur en 10), og er það gert til að talnarunur verði ekki of langar og aðeins einn tölustafur fyrir hvern aðalflokk. Nöfn 2. og 3. stigs flokka eru hin sömu og notuð hafa verið í náttúruverndarlögum og víðar um staði og lönd af þessu tagi. Rétt er að taka fram, að í þeirri flokkun lands og landsnytja, sem hér er birt, verður ekki að öllu leyti unnt að flokka eftir loftmyndum einum, heldur þarf a. m. k. vettvangskönnun til viðbótar til að greina 1. og2. stigsflokka. Séflokkunmargþætt (3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.