Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1982, Síða 49

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1982, Síða 49
ISL. LANDBÚN. J. AGR. RES. ICEL. 1982 14, 1-2: 47-54 Beitarálag metið með mælingum á gróðri Friðrik Pálmason Rannsóknarstofnun landbúnaðarins, Keldnaholti Reykjavík. YFIRLIT Með mælingum á uppskeru af gróðri og hrápróteíni í gróðri á ábornu landi og óábornum mýrum á láglendi virðist mega meta beitarálag við sauðfjárbeit. Sett hafa verið upp ákveðin mörk fyrir beitargróður með ákveðið hrápróteínmagn í gróðri, sem skilji á milli mikils beitarálags og miðlungs- beitarálags. Niðurstöður eru fengnar af beitartilraunum á fimm stöðum árin 1975-1979. Mörk milli þungrar beitar og hóflegrar hafa verið áætluð 0,6-1,6 tonn af þurrefni í gróðri á hektara, misjafnt eftir jarðvegi, áburði og þroska gróðurs. Þroskinn er metinn eftir hrápróteíni í gróðri. Stuðzt var við þá flokkun beitarþunga, sem notuð hefur verið á hverjum tilraunastað. Má vera, að þörf sé á nákvæmari skilgreiningu á beitarálagi en í þeirri flokkun felst. Einnig er ljóst, að óvissa er um slík mörk milli hóflegrar og mikillar beitar. Það er því ekki ætlazt til þess, að þær tölur, sem hér koma fram, séu notaðar til annars en hliðsjónar við frekari rannsóknir á mati beitarþunga með mælingum á gróðri. INNGANGUR Með beitarrannsóknum þeim, sem gerðar hafa verið víða um land í tengslum við landgræðsluáætlun ‘), hafa opnazt nýjar leiðir til þess að meta beitarálag með gróðurrannsóknum. Við athugun á mælingum á hrápróteíni í gróðri kom í ljós, að hrápróteín, % í þurrefni, fer aðjafnaði vaxandi með beitar- þunga á landinu. Gróður á landinu, mæld- ur sem þurrefni í hkg/ha, fer hins vegar minnkandi eftir því, sem beitarálag vex, eins og vænta má. Mælingin nær ekki til þess, sem bitið er. Því þótti vænlegt að kanna, hvort meta megi beitarálag með mælingum á beitargróðri og hrápróteíni í gróðri. Hugmyndin er þá jafnframt sú, að hrápróteínið komi í stað dagsetninga á mælingum sem betri mælikvarði á þroska- stig gróðurs. Að sjálfsögðu er Ijóst, að hrápróteínmagnið er einnig háð niturlosun í jarðvegi og niturgjöfí áburði. Aðhvarfs- líkingin eða fylgni beitargróðurs við hrá- próteínið er notuð til þess að kanna notagildi þessara mælinga við mat á beitarálagi. Beitargróður eða gróður er í þessari grein látinn tákna þann gróður, sem er á beitilandinu hverju sinni, þegar mælt er. Beitargróður eða gróður er þá sömu merk- ingar og enska heitið Standing herbage. Þegar talað er um mælingar á beitargróðri eða orðalag sýnir, að átt sé við magn af beitargróðri, þá er um að ræða þurrefni af flatareiningu, t. d. hkg/ha.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.