Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1982, Side 65

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1982, Side 65
SPRING GRAZING 63 lands fæst með því að sleppa búpeningi á landið á réttum tíma, 3. að frekari rannsóknirþessara þátta ættu að njóta forgangs til að fá áreiðanleg svör varðandi umrædd atriði. Það liggur nokkurn veginn ljóst fyrir, að vöxtur og viðgangur tiltekinnar plöntu í tilteknu umhverfi er háður, fjórum grund- vallarþáttum, sem raunar hafa innbyrðis- áhrif hver á annan: 1. hæfni plöntunnar til að framleiða og geyma orku til viðhalds lífsstarfsemi sinni, 2. hæfni til að endurnýja vöxt stönguls og blaða, 3. hæfni til að viðhalda hraustu rótarkerfi, 4. hæfni til endurnýjunar. Þættir þessir eru hver öðrum háðir innbyrðis svo og því atriði, að plantan hafi nægilega mikið afgrænum blöðum til þess að safna þeirri orku, sem nauðsynleg er plöntunni til vaxtar og viðgangs. Vegna þess að plöntur þola mjög mis- jafnlega, að þær séu rændar hinum grænu blöðum, er nauðsynlegt að kanna efnaferli tiltekinna mikilvægra beitarplantna til þess að öðlast þekkingu á skynsamlegri nýtingu haglendis. En þekkingarskortur á þessum vettvangi torveldar mönnum að segja fyrir um framleiðslugetu beitilanda eða beitarþol. Beit búpenings raskar eðlilegum vexti og viðgangi gróðurs. Minnkandi blaðflötur vegna beitar dregur úr getu plöntunnar til að framleiða næringu sem er nauðsynleg lífsstarfsemi og framleiðslu fræja eða forða- næringar til viðhalds plöntunni. í fjölærum gróðri getur svo farið, að uppsöfnuð forða- næring eyðist tiltölulega fljótt, á meðan plantan er að ná sér eftir áhrif beitar. Slíkt dregur úr þroska og kann að seinka þeim líffræðilegu efnaferlum, er sinna viðhaldi gróðurs. Á þennan hátt getur bei t haft áhrif á grósku og framleiðni plöntunnar. Plönt- ur, sem misst hafa blöð vegna beitar, breyta innri starfsemi í því skyni að endurnýja blöðin, sem búfé fjarlægði, en slík endurnýjun verður oftast á kostnað rótarkerfisins. Minnkandi rótarvöxtur og rótarstarfsemi dregur úr hæfni plöntunnar til að taka til sín vatn og næringarefni úr jarðvegi, og þar sem skortur er á slíkum næringarefnum, getur skert rótarkerfi valdið meiri skaða en skertur flötur grænna blaða. Líkur plantna til að þola beit eru háðar hæfni þeirra til að framleiða fæðu með tillífun (photosynthesis) og til að afla vatns og næringarefna jarðvegs gegnum rótar- kerfið. Heildarblaðflötur, er nýtur ljóss, er sá þáttur, sem mestu veldur um fæðufram- leiðslu (tillífun), enda sá þáttur, sem beit hefur megináhrif á. Beit snemma vors, áður en plantan hefur öðlast lágmarks- blaðflöt, getur auðveldlega tafið og minnkað fæðuframleiðsluna það, sem af er sumars, og þannig dregið úr beitarþoli og afrakstri hlutaðeigandi lands. ÁHRIF KOLVETNAFORÐA Á ÞRIF PLANTNA Sú fæða, sem blöð plantna framleiða, kann að verða nýtt samstundis til vaxtar og öndunar ellegar geymd til nýtingar síðar. Fjölærar plöntur geyma fæðuframleiðslu tillífunar aðallega sem kolvetni. Er slíkur kolvetnaforði geymdur í rótum og stöngl-

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.