Fréttablaðið - 05.12.2020, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 05.12.2020, Blaðsíða 20
Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Vonandi unna menn sér ekki hvíldar á þeim bæjum fyrr en gefa má út heim- ild til bólu- setningar. Jón Þórisson jon@frettabladid.is Breyting á Aðalskipulagi Eyja-og Miklaholtshrepps Miðhraun 2 Hreppsnefnd Eyja-og Miklaholtshrepps samþykkti á fundi sínum 3. desember 2020 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi í landi Miðhrauns 2, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipu- lagstillagan felur í sér heimild til byggingar á náttúrulegri baðlaug og lóni auk þjónustubyggingu. Tillaga þessi er í samræmi við breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem er í auglýsingu. Tillagan liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Hofsstöðum, 342 Stykkishólmi frá 5. desember til 16. janúar 2021 og á heimasíðu Eyja-og Miklaholtshrepps www.eyjaogmikla.is Athugasemdir eða ábendingar skulu berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 16.janúar 2021 á heimilisfangið Hjallatanga 34, 340 Stykkishólmi eða á netfangið: bygg@eyjaogmikla.is Stykkishólmi 4.12.2020 Ragnar Már Ragnarsson Skipulags-og byggingarfulltrúi Eyja-og Miklaholtshrepps Heimsfaraldurinn yfirskyggir allt í þessum heimi um þessar mundir. Veirunni hefur tekist að leggja í eyði meira en nokkurn óraði fyrir. Bókstaf-lega allt er nú með öðru sniði en við áður þekktum. Þetta er og verður meginviðfangsefni jarðarbúa. Fram að þessu og enn um hríð að verjast smiti, fletja kúrfur og laga sig að verulega íþyngjandi takmörk- unum á daglegu lífi. En líka að stíga þann darraðar- dans að halda lífi í starfsemi fyrirtækja og verja þannig eins mörg störf og frekast er unnt. Það hefur þó ekki tekist sérlega vel, enda við ofurefli að etja þegar tekjur fyrirtækja gufa upp eins og morgundögg á blómi. Þessa dagana eru um ellefu prósent vinnufærra manna án atvinnu og í hverjum mánuði bætist í hóp þeirra. Atvinnuleysi er böl og er fallið til að hafa langvinnar, alvarlegar afleiðingar fyrir þá sem í því lenda, hvort tveggja hinn atvinnulausa og hina sem að honum standa. Í fréttum hefur verið sagt frá alls kyns öðrum afleiðingum ástandsins, vaxandi einmanaleika vegna einangrunar, ýmist sjálfskipaðrar eða valdboðinnar. Í Fréttablaðinu í vikunni var til dæmis greint frá rann- sókn sem leiddi í ljós að samskiptum ungmenna við foreldra á heimilum hér á landi hefði hrakað verulega frá því þriðja bylgja faraldursins gaus upp og jafnframt að ungmenni upplifðu aukinn kvíða. „Við höfum lagt mikla áherslu á samverustundir foreldra og barna og unglinga, en í þessu ástandi eru vísbendingar um að samveran valdi meira álagi á heimilinu, sem er kannski eðlilegt. Það eru allir að reyna að vinna og fá vinnu- frið,“ segir Inga Dóra Sigfúsdóttir prófessor í fréttinni. Áhrifin eru því margvísleg og viðbúið að þau þurrkist ekki út í einni svipan óðara þegar faraldurinn er liðinn hjá. Um efnahagsleg áhrif á heiminn þarf ekki að fjöl- yrða. Þar er umhorfs eins og á sviðinni jörð. Ísland er þar ekki undanskilið, nema síður væri. Hagstofan birti frétt í upphafi viku um að íslenska hagkerfið hefði dregist saman um ríflega tíu prósent á þriðja ársfjórðungi og að samdrátturinn sé sá mesti af þeim Evrópulöndum sem birt hafa áætlanir sínar um þróun landsframleiðslu á fjórðungnum. Þetta bendir eindregið til að fleiri atvinnugreinar en ferðaþjónusta hafi orðið fyrir alvarlegum skakka- föllum á árinu. Þá kom fram að einn undirþátta lands- framleiðslunnar, samneysla, sem er í grófum dráttum kaup ríkis og sveitarfélaga á vörum og þjónustu, aukist um nær 4,5 prósent. Nú er að vona að þeirri aukningu hafi verið skynsamlega varið og að dregið verði saman í þessum lið eins fljótt og verða má. Og nú hefja Bretar bólusetningu gegn þaulsetna óboðna gestinum í komandi viku. Það er athyglisvert að þeim skuli takast að klára eftirlitsfarganið á undan systurfarganinu bæði í Evrópu og Ameríku. Vonandi unna menn sér ekki hvíldar á þeim bæjum fyrr en gefa má út heimild til bólusetningar. Þá getum við af alvöru farið að glíma við hvernig við leysum úr ógnarvandanum sem viðbrögð við fúla vágestinum hafa valdið. Veiruvetur  Ljós vísindanna skein skært í vikunni. Bretar urðu fyrstir þjóða til að heimila notkun Pfizer/BioN-Tech bóluefnisins gegn COVID-19. Vonir eru bundnar við að uppgötvunin sé leiðarstjarnan sem muni vísa okkur veginn út úr hremmingum heims- faraldurs – svona eins og Betlehemsstjarnan beindi vitringunum að jötu frelsarans forðum þótt ekki náist það að þessu sinni fyrir jól. En sigurganga vísindanna ríður ekki við einteyming. Í vikunni tilkynnti fyrirtækið DeepMind að með gervigreind hefði það leyst eina af stærstu áskorunum líffræðinnar: Að spá fyrir um lögun próteina. Talið er að uppgötvunin muni leiða af sér gríðarlegar fram- farir á sviði læknavísinda, lyfjaþróunar og veirufræði svo að eitthvað sé nefnt. Vísindalegum heljarstökkum vikunnar hefur verið lýst sem kraftaverkum. Afrekin eiga hins vegar betra skilið. Í þrjú þúsund ár stundaði maðurinn blóðtökur í lækningaskyni. Á Íslandi voru blóðtökur algengar fram til ársins 1870. Siðurinn olli ómældum skaða. Á 19. öld tók hin vísindalega aðferðafræði að ryðja sér til rúms. Þegar einn hópur sjúklinga var með- höndlaður með blóðtöku og annar sambærilegur hópur sjúklinga hlaut enga meðferð blasti hrotta- legur sannleikurinn við. Öldum saman höfðu læknar óvart banað sjúklingum sínum; fleiri sjúklingar lifðu af í hópnum sem hlaut enga meðferð en í þeim sem beittur var blóðtöku. Vísindaframfarir síðustu mánaða eru ekki krafta- verk. Bóluefnið og prótínin eru afrakstur viðleitni mannkyns til að afla sér þekkingar með kerfisbundn- um hætti. Um er að ræða uppskeru vísindalegrar aðferðafræði þar sem staðreyndir varða veginn fram á við og ályktanir sem reyndust rangar eru skildar eftir í vegkantinum á villigötum fortíðar. Mistök til einskis Á meðan veröldin baðaði sig í ljósi framfara ríg- héldu íslensk stjórnvöld í aðferðafræði hinna myrku miðalda. Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í vikunni dóm réttarins í Landsréttarmál- inu. Niðurstaðan var einróma: Ólöglega var staðið að skipan dómara við Landsrétt þegar þáverandi dómsmálaráðherra, Sigríður Andersen, tók fjögur dómaraefni af lista hæfnisnefndar og valdi fjögur önnur í staðinn. „Mistök bjarga mannslífum,“ ritaði þekktur töl- fræðingur, Nassim Taleb. „Í hvert sinn sem flugvél hrapar minnka líkurnar á að flugvél hrapi aftur. Farþegaskipið Títanik bjargaði mannslífum því nú smíðum við stærri og stærri skip. Fjöldi fólks lést en í kjölfarið jukum við öryggi kerfisins – mistökin voru ekki til einskis.“ Sjálfstæðisflokkurinn, sem enn býr um sig í dóms- málaráðuneytinu, hyggst hvorki læra af mistökunum né nýta þau til að „auka öryggi kerfisins“. Í stað þess að sækja innblástur til vísindanna, innleiða nýja þekkingu og kasta gömlum kenningum fyrir róða stendur flokkurinn fast á sjálfsákvörðunarréttinum til heimóttarháttar. „Það er engin ástæða til að hafa uppi stór orð um svartan dag í réttarsögunni, eða hafa áhyggjur af orðspori Íslands,“ sagði for- maðurinn, Bjarni Benediktsson. Sigríður Andersen sagði dóminn ekki hafa neina merkingu fyrir íslensk stjórnvöld. Blóðtökur fortíðar eru augljós óhæfa. Afleiðingar athæfisins endurspegla þó ekki ásetninginn. Þeim gekk gott eitt til sem beittu blóðtökum. Það var ein- faldlega skuggi vanþekkingar sem olli skaðanum. Ekkert skal fullyrt um ásetning Sjálfstæðisflokks- ins, sem heldur til streitu fornfálegum siðum. En stað- reyndirnar liggja fyrir; dómur er fallinn. En í lok viku sem einkennst hefur af bóluefnis- bjartsýni er rétt að líta til þess jákvæða: Það er happ Íslendinga að Sjálfstæðisflokkurinn fari ekki fyrir heilbrigðisráðuneytinu. Því væri sú raunin mættu landsmenn senn eiga von á boði í COVID-19 blóðtöku. Blóðtaka Sjálfstæðisflokksins 5 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R18 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.