Fréttablaðið - 05.12.2020, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 05.12.2020, Blaðsíða 26
Hvað felst nákvæm-lega í star fsemi Spreng judei ld a r L a nd helg isg æsl-u n n a r ? Va ng a -velt u r u m slík t í vinahóp blaðamanns urðu til þess að tölvupóstur var sendur og nokkrum dögum síðar fékk grein- arhöfundur, í eilífri leit að góðum sögum, að mæta í kaffispjall með þremur af sex starfsmönnum deild- arinnar. Þeim Sigurði Ásgríms- syni, yfirmanni deildarinnar, og sprengjusérfræðingunum Ásgeiri Jónssyni og Jónasi Þorvaldssyni. Viðtalið fór fram í skúr á bak við höfuðstöðvar Landhelgis- gæslunnar í Skógarhlíð þar sem aðsetur deildarinnar er og það var vel við hæfi að spjallið færi fram við hringborð þar sem starfs- menn deildarinnar leggja á ráðin um næstu verkefni, umkringdir óvirkum sprengjum og sprengju- brotum héðan og þaðan. Bíða ekki við símann Fyrstu spurningu er beint að Sig- urði og opinberar strax vanþekk- ingu blaðamanns. Í hverju felst eiginlega starfið í stórum dráttum. Svarið er einfalt – eiginlega öllu! „Við bíðum svo sannarlega ekki eftir því að einhver hringi í okkur og tilkynni okkur að viðkomandi hafi fundið sprengju,“ segir Sig- urður. Hann nefnir sem dæmi um verkefni sem starfsmenn deildar- innar hafi sinnt að undanförnu fiskveiðieftirlit á litlum bátum nánast hringinn í kringum landið, að ná í skip af hafsbotni, stoppa olíuleka við erfiðar aðstæður í El Grillo, framkvæma jarðskjálfta á miklu dýpi í sjó fyrir Íslenskar orkurannsóknir og losa bora með sprengiefni uppi á heiði fyrir Jarð- boranir. Mikið púður fer í varnir gegn mögulegum hryðjuverkum, það er að segja sprengjuleit þar sem við á. „ Á r ið 2008 þá stóðum v ið frammi fyrir miklum niðurskurði hjá Gæslunni. Til að takast á við það þá fórum við að taka að okkur ýmis sérverkefni og það hefur síðan þróast út í að við erum í raun séraðgerðasvið, frekar en sprengju- deild. Það er hringt í okkur með verkefni sem eru nánast óleysanleg og við göngum í þau. Við segjum aldrei nei við verkefnum og trúum því alltaf að lausn sé til staðar á er f iðustu vandamálum,“ segir Sigurður. Að sögn Sigurðar eru f lestir starfsmenn með bakgrunn í björg- unarsveitum og ætlast er til að menn séu með kafararéttindi. „Ef þú spyrðir mig hvernig fólk ég vilji í deildina þá myndi ég segja að ég vilji fólk sem geti unnið með öðru en höndunum. Viðkomandi þarf að vera góður kafari og halda sönsum í aðstæðum þar sem hann er einn að störfum og það er stundum kalt, blautt og dimmt.“ Dagarnir geta verið langir í sprengjudeildinni og engir tveir eins. „Konan mín er löngu hætt að spyrja hvort að ég komi heim á kvöldin,“ segir Sigurður. Stíf fimm ára þjálfun Ásgeir tekur undir það. „Starfið er þannig að sumir dagar geta verið rólegir og þá notum við til æfinga og viðhalds búnaðar. Síðan koma kannski inn ellefu verkefni á einni viku og þá getur vel verið að maður sofi ekki heima hjá sér allan þann tíma.“ Hann segir það nánast lög- mál að erfið verkefni hrúgist inn á sama tíma og oft reyni starfið á. Við ákveðnar kringumstæður er óskað eftir aðkomu séraðgerðasveitar- innar vegna leitar- og björgunar- aðgerða á landi, í samstarfi við lög- reglu og björgunarsveitirnar. Sum þeirra útkalla endi með því að sá sem leitað er að finnst ekki á lífi. „Þetta þekkja allir þeir sem starfa í þessum geira. Þetta er aldrei auð- velt,“ segir Jónas. Þremenningarnir hafa starfað lengi saman og í spjallinu finnur maður glöggt að á milli þeirra ríkir vinátta og traust. „Sprengjudeildin sinnir allri valdbeitingarþjálfun fyrir þá starfsmenn Landhelgis- gæslunnar sem þurfa á henni að halda í störfum sínum, til dæmis starfsmenn varðskipa. Þannig er maður í þeirri forréttindastöðu að kynnast mörgum starfsmönnum Landhelgisgæslunnar og þann- ig hef ég getað sigtað þá út sem gætu átt erindi í deildina,“ segir Sigurður. Gríðarleg fjárfesting er í hverjum starfsmanni en til þess að öðlast réttindi sem hryðjuverkasprengju- sérfræðingur þarf viðkomandi að undirgangast um fimm ára nám, hér heima til að byrja með en síðan undir handleiðslu danska sjóhers- ins. Aðspurður hvort að algengt sé að menn klári slíka þjálfun og fari svo bara að vinna í banka þá hlær Sigurður og segir: „Nei, þá ertu bara sendur aðra leið til Ástralíu.“ „Kannski“ ekki í boði Á þessum tímapunkti slökkva þre- menningarnir endanlega drauma blaðamanns um epískar sögur af lífshættulegum aðstæðum þar sem valið stendur milli þess að klippa á græna eða rauða vírinn. „Við gerum yfirleitt hlutina í öruggri fjarlægð og tökum aldrei neinar áhættur. Orðin „kannski“ eða „veit ekki“ eru ekki til í okkar orðaforða þegar við erum að sinna sprengju- útkalli,“ segir Ásgeir. Jónas tekur undir það. „Starfið okkar snýst í raun um stöðugt áhættumat. Hvað sé best að gera, hvaða af leiðingar það hefur og hvernig við getum komið í veg fyrir, eða lágmarkað, skaðann.“ Áhættusæknir lukkuriddarar eru því ekki eitthvað sem sprengju- sveitin er að leita eftir. Mun frekar ábyrgt og lausnamiðað fólk sem getur starfað undir pressu. Sigurður nefnir sem dæmi að starfsmenn sprengjudeildarinnar hafi verið kallaðir út í óveðrinu sem geisaði í desember í fyrra sem leiddi til þess að rafmagnslaust varð víða á Norðurlandi. „Við máttum engan tíma missa að kom- ast norður. Landhelgisgæslan hafði upplýsingar um að dönsk Herkú- les-f lutningavél var stödd hérlend- is og nokkrum símtölum síðar var Hiluxinn okkar og gríðarlegt magn af búnaði og björgunarsveitar- mönnum komnir í 20 þúsund feta hæð. Það skipti svo sköpum í að ná að koma rafmagni f ljótt á. Í þessu felst starfið, að finna lausnir við öllum mögulegum vandamálum,“ segir Sigurður. Af og til birtast í f jölmiðlum fréttir af útköllum sprengjudeild- arinnar út af sprengjum frá tíma seinni heimsstyrjaldarinnar. Fæst útköllin rata þó í fréttirnar en á meðal ári eru um 50-60 slík útköll. Flest duflin týnd Áður fyrr snerist stór hluti útkalla um tundurduf l, í sjó eða á landi, en þeim útköllum hefur farið fækk- andi undanfarin ár. Þó er óljóst hvar stór hluti tundurduf la, sem sett voru í sjóinn í kringum Ísland, eru niðurkomin. „Það voru um 100 þúsund duf l sett í sjóinn í kringum Ísland. Eitt- hvað f laut í burtu, eitthvað sökk og einhverju var eytt en enginn veit hvað mikið. Einhver þeirra liggja grafin á söndunum og önnur eru á hafsbotni,“ segir Ásgeir. Sigurður segir að eftir stríð hafi Landhelgisgæslan sökkt tundur- duf lum í hafi með öf lugum riff li í öruggri fjarlægð. „Síðan voru menn þjálfaðir í að fara um fjörur og land að eyða duf lum sem voru hérna. Ég giska á að það sé búið að eyða um fimm til sex þúsund duf lum,“ segir Sigurður. Lengi vel var óvissa um duf l sem Þjóðverjar höfðu sleppt við strend- ur Íslands. Þá lagðist Sigurður í sagnfræðigrúsk og fann upplýs- ingar í skjalasafni danska sjóhers- ins um hvar Þjóðverjar hefðu lagt duf l sín út í sérútbúnum kaf bátum sínum. Í framhaldinu var hægt að kortleggja þau svæði betur. Síðasta útkall sprengjudeildar- innar vegna tundurduf la var í hitteðfyrra. „Þá kom útkall vegna tundurduf ls 2. janúar og viku seinna annað útkall vegna tveggja dufla á svipuðum stað. Þau eiga það til að finnast nokkur saman þegar búið er að vera mikið hafrót,“ segir Jónas. Þremenningarnir tala af innlifun og þekkingu um síðari heimsstyrj- öldina og því er réttast að spyrja hvort að starfsmenn deildarinnar verði óhjákvæmilega áhugamenn um þetta tímabil mannkynssög- unnar. „Að einhverju leyti. Það er að minnsta kosti afar mikilvægt að þekkja söguna. Þegar við erum Klippa ekki í óvissu á neina víra Öryggið er í fyrirrúmi hjá Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar og hvert skref úthugsað. Í gegnum árin hafa fjöl- mörg viðsjárverð tilvik komið upp varðandi sprengjur úr seinni heimsstyrjöldinni og meðhöndlun dínamíts. Sprengjusérfræðingarnir Sigurður Ásgrímsson, Ásgeir Jónsson og Jónas Þorvaldsson. FRÉTTABLAÐIÐ / SIGTRYGGUR ARI ÞAÐ VAR ENGIN VIRÐING BORIN FYRIR DÍNAMÍTI OG OFT HEFUR MÁTT LITLU MUNA AÐ ILLA FÆRI. Sigurður Ásgrímsson ÞÁ VAR ÓHÆTT AÐ FLYTJA DÝNAMÍTIÐ YFIR Á VÖRU- BÍLINN EN SVO ÞURFTI AÐ BRUNA MEÐ ÞAÐ Í GEGNUM BÆINN UNDIR TÍMA- PRESSU Sigurður Ásgrímsson 5 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.