Fréttablaðið - 05.12.2020, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 05.12.2020, Blaðsíða 48
Skákáhugi hefur aukist hér á landi sem annars staðar enda hafa skáksnillingar hrósað þáttunum, sérstaklega fyrir trúverðugar staðreyndir um skákíþróttina. „Við finnum almennt séð fyrir auknum áhuga á skák hjá yngri kynslóðinni, jafnt hjá drengjum og stúlkum,“ segir Ríkharður Sveinsson, formaður Taflfélags Reykjavíkur. „Töluvert er haft samband við okkur til að kanna hvenær skáknámskeið hefjast hjá börnum og einnig til að kanna hvar hægt sé að kaupa taflsett og klukkur. Það er erfitt að greina hvort þetta séu áhrif af The Queen’s Gambit eða COVID-áhrif en námskeiðahald lá tímabundið niðri í haust vegna veirunnar. Æfingar hafa hafist að nýju en fara nú í jólafrí. Þær hefjast síðan að nýju eftir áramót. Skákmenn eru almennt mjög skákþyrstir eins og sýndi sig þegar hægt var að tefla aftur í raunheimum eftir fyrstu bylgju faraldursins. Gera má ráð fyrir að margir séu skákþyrstir og muni mæta á skákmót félagsins þegar það verður hægt að nýju,“ segir Ríkharður. Sönn saga að hluta Leikkonan Anya Taylor-Joy er sögð sérstaklega sannfærandi þegar hún sest við skákborðið og teflir fram hverjum taflmanninum af öðrum. Þættirnir eru byggðir á samnefndri skáldsögu frá árinu 1983, skrifaðri af Walter Tevis. Aðalleikararnir, Anya Taylor-Joy, Harry Melling og Thomas Brodie-Sangster, hafa áður leikið í vinsælum bíómyndum og þáttum. Anya leikur meðal annars í nýrri kvikmynd, Emma, sem gerð er eftir bók Jane Austin. Anya sem er uppalin í Miami, fædd 1996, segist hafa lært ensku eins og Eng- lendingar tala hana með því að lesa Harry Potter-bækurnar en hún bjó í London í nokkur ár. Hún féll strax fyrir hlutverki Beth í The Queen’s Gambit eftir að hún las handritið. Thomas Brodie-Sangster sem er fæddur árið 1990 er vel þekktur úr kvikmyndinni Love Actually þar sem hann fór með hlutverk Sam. Hann hefur einnig leikið í Game of Thrones ásamt fleirum myndum og þáttum. Harry Melling, fæddur 1989, er líklegast þekktastur úr Harry Potter-kvikmyndunum. Höfundur sögunnar The Queen’s Gambit, Walter Tevis, fæddist í San Francisco árið 1928, hann lést árið 1984. Sagt er að margt í sögunni hafi í raun gerst í lífi Walters. Hann lærði að tefla sjö ára gamall og varð síðar atvinnumaður í skákinni. Þegar hann var barn að aldri var hann sendur á einhvers konar heilsustofnun vegna veikinda en þar var honum gefið lyfið fenó- barbítali þrisvar á dag sem hann sagði hafa verið undanfara þess að hann þróaði með sér áfengissýki. Foreldrar hans yfirgáfu hann þegar hann fór á stofnunina en margar hliðstæður úr lífi hans má finna í þáttunum The Queen’s Gambit. Gerðar hafa verið fleiri myndir eftir sögum Walters en þær fjalla þó ekki um skák, má þar nefna kvikmyndina The Color of Money sem fjallar um snóker en Walter var mjög hrifinn af þeirri íþrótt áður en hann byrjaði að tefla. Paul Newman fór með aðalhlutverk í þeirri mynd. Kasparov var leiðbeinandi Kannski vita ekki allir að höfundar þáttanna höfðu samráð við skák- sérfræðinga við gerð þeirra, þar á meðal fyrrverandi heimsmeistara í skák og stórmeistarann Garry Kasparov. Auk þess veitti hann einnig ómetanlega innsýn í sovéska skákmenningu sem jók enn frekar á raunsæi þáttanna. Samstarfið gekk svo langt að Kasparov var boðið hlutverk Vasily Borgov sem hann þáði ekki, sagðist ekki hafa tíma fyrir upptökur í tvo til þrjá mánuði. Kasparov lagði mikla áherslu á að skákin væri raunveruleg því margir skákmenn ættu eftir að horfa á þættina. Einnig upplýsti hann að sovéskir skákmeistarar á sjöunda áratugnum færu ekki úr landi nema í fylgd með KGB-mönnum. Kasparov segir að lokaleikur þátt- anna hafi verið flókið viðfangsefni. Hann fór yfir margar skákir og fann loks viðureign Patrick Wolff gegn Vassily Ivanchuk, Biel Interzonal árið 1993 sem hann valdi. Wolff hafði samband við Kasparov eftir að hafa horft á þáttinn og sagðist hafa þekkt leikinn. Í viðtali við tímaritið Slade líkti Kasparov söguhetju þáttanna, Beth, við „kvenkyns útgáfu“ af skákmeistaranum Bobby Fischer. Þegar Fischer lést árið 2008 lýsti The New York Times honum sem sveiflukenndum, dramatískum, erfiðum og ljómandi. Fleiri skák- snillingar gáfu góð ráð við gerð þáttanna, þar á meðal hinn þekkti skákkennari Bruce Pandolfini. Þótt skákráðgjafar hafi búið til hvern leik í þáttunum þurftu leikararnir að læra þá og spiluðu þá alla, jafnvel hraðaskákirnar. Leikararnir vissu nákvæmlega hvernig leikurinn ætti að spilast. Ekki kvennaíþrótt Þótt The Queen’s Gambit eigi að gerast á sjöunda áratugnum tóku konur ekki þátt í alþjóðlegum skákmótum fyrr en 1980. Hin ungverska Judit Polgar varð yngsti stórmeistari í skák í sögunni árið 1991. Hún var aðeins 15 ára og harðneitaði að keppa á kvenna- mótum en barðist í staðinn við bestu karlkyns skákmenn þess tíma. Eldri systir hennar, Susan, barðist fyrir rétti kvenna til að komast á heimsmeistaramótið í skák árið 1986. Núverandi heims- meistari í skák er Norðmaðurinn Magnus Carlsen sem varð stór- meistari aðeins 13 ára. Hann var 22 ára þegar hann vann fyrsta heimsmeistaratitilinn og hefur varið hann þrisvar. Tökustaðir í Berlín Þótt þættirnir eigi að gerast í Ken- tucky í Bandaríkjunum voru þeir ekki teknir upp þar í landi. Heimili Beth var til dæmis í Ontario í Kanada. Einnig voru margar senur teknar upp í Berlín, þar á meðal er franska lúxushótelið sem er í raun The Haus Cumberland hótel. Mun- aðarleysingjaheimilið er í raun staðsett í Schloss Schulzendorf í Berlín. Í rauninni var brúin það eina sem tekið var upp í Bandaríkj- unum en hún er á háskólasvæði í Ohio. Búningar í skákstíl Búningahönnuðurinn, Gabriele Binder, lagði mikla áherslu á að nota köflótt efni í gegnum þættina sem áttu að vera eins konar sam- svörun við taflborðið. Hún endur- speglar tísku þess tíma sem þætt- irnir eiga að gerast á og horfir til þeirra tískuhönnuða sem þá voru hvað vinsælastir. Í lokaþættinum kemur Beth klædd hvítri kápu og hvítum buxum sem á að lýsa því að hún hafi fullkomna stjórn á því sem hún er að gera á taflborðinu. Hún á að vera hvíta drottningin á taflborðinu og skákborðið sjálft er heimurinn, er haft eftir hönnuð- inum í Vogue. Einvígi aldarinnar Þess má geta að auk þess sem skákáhugi hefur aukist mikið leitar fólk í stórum stíl á eBay og Amazon eftir skákborðum og taf l- mönnum eftir að þættirnir fóru í sýningu. Þá hafa þættirnir slegið met í leit á Google. Einnig hefur stóraukist leit að þekktum skák- mönnum á síðunni Chess.com. Einn vinsælasti skákþáttur allra tíma var skákeinvígi Fischer og Spassky sem fram fór í Reykja- vík árið 1972. Milljónir Banda- ríkjamanna fylgdust með beinni útsendingu frá Íslandi en þetta var fyrsta skáksjónvarpsefnið í beinni útsendingu. Einvígið kall- aði fram mjög mikinn skákáhuga um allan heim sem ríkti í mörg ár eftir þetta. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Áhugi á skák hefur stóraukist Þættirnir Queen’s Gambit sem Netflix sýnir hafa slegið áhorfsmet en yfir 62 milljónir heimila hafa fylgst með seríunni í 92 löndum. Þættirnir hafa stóraukið áhuga á skák um allan heim. Leikkonan Anya Taylor-Joy er sögð sérstaklega sannfærandi í hlutverki sínu sem Beth Harmon í þáttunum um skákdrottninguna. Hún féll strax fyrir hlutverkinu og skákinni eftir að hafa lesið handritið yfir. MYND/NETFLIX Thomas Brodie-Sangster var barnastjarna í kvikmyndinni Love Actually . Skákborð og -klukkur seljast nú eins og heitar lummur um allan heim. Hér er Anya Taylor-Joy í hlutverki Emmu í nýrri kvikmynd, Emma, eftir bók Jane Austin en Anya er á mikilli uppleið sem leikkona og vegnar vel. 4 KYNNINGARBLAÐ 5 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RSPILAJÓL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.