Fréttablaðið - 05.12.2020, Blaðsíða 99

Fréttablaðið - 05.12.2020, Blaðsíða 99
BÆKUR Yfir bænum heima Kristín Steinsdóttir Útgefandi: Vaka-Helgafell Fjöldi síðna: 317 Kr i s t í n Steins-d ó t t i r er a f k a st a- mik ill höf- u n d u r . Á r ú m u m þremur ára- tugum hefur hún gefið út ótal skáld- verk, mörg hver ætluð börnum, en í seinni tíð einnig skáldsögur fyrir full- orðna. Í nýjustu skáldsögu sinni, Yfir bænum heima, snýr Kristín skáld- skapnum til heimahaganna og tekst á við verkefni sem stendur henni nærri. Það er: Stríðsárin í heimabæ hennar Seyðisfirði. Í inngangi verks- ins kveðst Kristín sjálf vera fædd ári eftir að síðari heimsstyrjöldinni lauk en stríðið hafi alltaf staðið henni nærri. Hún tekur sér því leyfi skálds- ins og spinnur skáldsögu úr sögum viðmælenda sem upplifðu stríðið. Persónurnar í Yfir bænum heima eru þannig tilbúnar en eru sóttar úr slíkum sögum. Úr verður falleg frá- sögn af stórfjölskyldu á Seyðisfirði og lífi hennar á stríðstímum. Í forgrunni sögunnar eru hjónin Rúna og Snjólfur og fjögur af fimm börnum þeirra. Á heimilinu býr einnig Jara, eldri systir Snjólfs, sem veit og skynjar meira en það sem augað sér. Fjölskyldan berst í bökkum fyrir stríð vegna atvinnu- leysis og kreppu sem ríkir í landinu öllu en koma breskra hermanna í bæinn boðar breytta tíma og ný tækifæri. Heimamenn taka þó mis- jafnlega á móti þessum skrautlegu hermönnum og eru sumir ánægðari með komu þeirra en aðrir. Dóttir hjónanna, hin fimmtán ára Ásta, kynnist til að mynda ungum bresk- um pilti og fara þau að draga sig saman í óþökk einhverra bæjarbúa. Ástandið er þó ekki beint í forgrunni sögunnar eins og svo oft í umræðu um hernámsárin hér í landi sem er kannski ágætis ferskur andblær. Frásögnin í Yfir bænum heima rennur mjúklega áfram og Kristín málar skýra mynd af bæjarlífinu og persónunum. Arf leifð barnabóka Kristínar er einnig greinileg í verk- inu þar sem krakkarnir í bænum fá sitt rými í sögulínunni. Þannig að það má eiginlega segja að þessi nýjasta skáldsaga Kristínar liggi á gatnamótum hennar fyrri verka – og myndi lesturinn henta bæði börnum og fullorðnum. Sagan býr yfir bæði einlægni og sakleysi barnabóka en undir niðri mara erfiðleikar stríðs- áranna, kreppa, ástarsorg og missir. Engir stórir harmleikir taka beint yf ir söguþráðinn af hversdags- legu lífi fólks sem heldur áfram að lifa þrátt fyrir hernám og breytta tíma. Það eru kannski helst litlu smáatriðin sem skera sig úr í skáld- sögunni, litlir brauðmolar úr daglegu lífi fólks á þessum tímum sem sitja eftir. Brauðmolar sem eflaust komu úr viðtölum Kristínar og sitja eftir í lesanda um kaffidrykkju og löngu breytt bernskubrögð. Á umrótaárinu 2020 er kannski kærkomið og gott að lesa um annan og eldri öldugang í heiminum. Umrótatíma sem litu kannski út fyrir að þeim ætlaði aldrei að ljúka en lauk eins og öllu fyrir rest. Bryndís Silja Pálmadóttir NIÐURSTAÐA: Fallegar sögur um góðverk á stríðstímum og hvernig heimsumrótið hafði áhrif á daglegt líf Íslendinga í litlum smábæ. Heiðarleg frásögn af stríðstímum Leikhúsbókabúð hefur verið opnuð í Þjóðleikhús-inu. Þar eru á boðstólum leikhúsbækur af öllu tagi: leik- rit og leikritasöfn, bækur um leikhús og leikhúsfólk, fræði- rit um fagið og skáldverk sem tengjast leiksýningum Þjóð- leikhússins. Þar er einnig boðið upp á eigin útgáfu leikhússins á völdum, nýjum leikritum og þýðingum. Einnig er á boð- stólum ýmiss konar varningur sem tengist sýningum hússins, geisladiskar og mynddiskar. Leikhúsbókabúð opnuð Leikhúsbókabúðin í Þjóðleikhúsinu. Úlfur Karlsson opnar sýn-inguna NÚNA NÚNA OG NÚNA í Kaktus, Listagilinu á Akureyri í dag, laugardaginn 5.des- ember. Sýningin verður einungis opin þessa einu helgi. Úlfur Karlsson er menntaður við Myndlistarskóla Akureyrar, Kv ik my nd a skóla Ísla nd s og útskrifaðist vorið 2012 frá Lista- háskólanum í Gautaborg, Valand. Úlfur hefur sýnt í Galerie Ernst Hil- ger í Vín, D-Salnum í Hafnarhúsinu, Listasafni ASÍ og Listasafni Reykja- nesbæjar. Verk Úlfs hafa oftar en ekki beitta ádeilu á málefni líðandi stundar og lýsa oft sýn listamanns- ins á veröldina. Áhrif frá kvik- myndagerð eru sterk í verkum Úlfs, þar sem karakterar í verkunum lifna í óreiðunni, minna á hreyfimyndir, stundum nánast martraðarkenndar í bland við draumkenndar verur úr gömlum ævintýrum. Núna bara í dag Myndlistarmaðurinn Úlfur. TILFINNINGARÍK OG LJÓÐRÆN „Það er svo gaman að sjá hana stíga inn í form sem hún hefur fullkomið vald á.“ ÞORGEIR TRYGGVASON / KILJAN Í Aprílsólarkulda fjallar Elísabet Jökulsdóttir af miklu næmi um föðurmissi, ást, sorg og geðveiki „Það koma ljóðleiftur inn í textann sem eru alveg dásamleg.“ SUNNA DÍS MÁSDÓTTIR / KILJAN Innbundin Rafbók Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið 10–19 alla daga til jóla | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 57L A U G A R D A G U R 5 . D E S E M B E R 2 0 2 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.