Fréttablaðið - 05.12.2020, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 05.12.2020, Blaðsíða 10
Snjóblásarar Við erum með eitt stærsta snjóblásara úrval landsins. Hjá okkur finnur þú rétta snjóblásarann handa þér. ÞÓR FH Akureyri: Baldursnes 8 603 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is FULLKOMIN BLANDA fyrir notalegasta tíma ársins Hafðu samband í síma 568 8000 eða pantaðu gjafakort á borgarleikhus.is Gefðu kæró drama um jólin ORKUMÁL „Ég beygi mig ekki fyrir ranglæti, yfirgangi og frekju,“ segir Jón Heiðar Guðjónsson eigandi Ferðaþjónustunnar Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi þar sem deilt er um nýtingarrétt á heitu vatni. Jón Heiðar hefur rekið Hótel Reykjanes eftir að hafa á árinu 2002 keypt af ríkinu byggingar Héraðsskólans í Reykjanesi sem hætti starfsemi 1991. Þar er mikill jarðhiti og hefur heita vatnið verið nýtt til að hita upp byggingarnar á staðnum og ríf lega fimmtíu metra langa sundlaug sem þar er. Jón Heiðar segir núverandi eigendur hafa varið hundruðum milljóna króna, bæði úr eigin vasa og svo allan ágóða af ferðaþjónustunni, í uppbyggingu á staðnum. Óleyst deila um nýtingarréttinn á heita vatninu setji framtíð rekstrarins hins vegar í algera óvissu. Staðan á Reykjanesi er býsna f lókin. Ferðaþjónustan á bygg- ingarnar en Ísafjarðarbær á landið undir þeim þótt það sé í lögsögu Súðavíkurhrepps. Ferðaþjónustan fékk nýtingarleyfi á jarðhitanum frá Orkustofnun en Ísafjarðarbær og Orkubú Vestfjarða, sem er í eigu ríkisins, fengu leyfisveiting- unni hnekkt fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála í ágúst í fyrra. Úrskurðarnefndin sagði uppi f lókinn ágreining sem hvorki nefndin né Orkustofnun væru bærar til að skera úr um. „Skorti Orkustofnun allar for- sendur til þess að líta svo á að umsækjandi nýtingarley f isins hefði með svo ótvíræðum hætti sýnt fram á rétt sinn til þess að nýta auðlind þá sem um ræðir að gefa skyldi leyfið út honum til handa,“ sagði úrskurðarnefndin og benti á að Ferðaþjónustan gæti leitað til dómstóla til að fá viðurkenningu á þeim rétti sem félagið teldi sig eiga. Jón Heiðar er ósáttur við að Orkubú Vestfjarða og Ísafjarðar- bær gefi ekki eftir enda telji hann sig eiga ótvíræðan nýtingarrétt á heita vatninu sem fylgt hafi með þegar eignin var keypt af ríkinu á sínum tíma auk þess sem slík rétt- indi hafi fylgt með er hann keypti eignir þrotabús Íslax þar á svæðinu á árinu 2007. Orkubúið telur sig hins vegar eiga nýtingarréttinn og vill selja Ferða- þjónustunni heitt vatn sem til þessa hefur verið ókeypis. „Það sem er svo biturt í þessu er að þegar við keyptum eignirnar og byrjuðum að reka hér heils- árshótel vorum við í augum allra taldir fávitar vegna þess að þetta væri ekki hægt,“ segir Jón. Annað hafi þó sannast. Með mikilli vinnu og fjárfestingu hafa tekist að ná upp ágætum rekstri. Hann myndi hins vegar ekki standa undir tugmilljóna króna reikningi frá Orkubúinu á hverju ári. Færi hótelið í þrot myndi rekstri náttúrusaltsverksmiðjunnar Saltverks sömuleiðis verða tef lt í tvísýnu. „Annars vegar grenja þeir yfir færri störfum og minni tekjum en hins vegar gefa þeir skít í þá starf- semi sem er fyrir hendi. Ef starfsem- in hjá mér leggst niður þá hyrfi Salt- verkið væntanlega frá Reykjanesi. Þetta er bara fullt af störfum og pen- ingum sem sveitarfélagið verður af,“ segir Jón Heiðar og bendir á að út frá öryggissjónarmiði sé ekki slæmt að vera með starfsemi í inndjúpinu þar sem langt sé í allt þéttbýli. „Það er eitthvað annarlegt á bak við þetta sem við bara vitum ekki hvað er.“ Sjónarmið Ferðaþjónustunnar Reykjanesi og staða málsins hefur verið kynnt fyrir bæði þingmönn- um og ráðherrum. „Þeir segja bara fáið ykkur lög- fræðing og farið í mál. En mér finnst ansi biturt að sitja með alla pappíra og þurfa að fara í mál við sveitar- félagið og ríkið sem seldi okkur þetta. Ég er náttúrlega bara lítill ein- staklingur sem hefur ekkert að segja gagnvart ríkinu og sveitarfélaginu sem geta valið sér bestu lögfræðing- ana og látið okkur skattgreiðendur borga,“ segir Jón Heiðar. Ferðaþjónustan nýtir í dag heitt vatn sem kemur upp við hlið hótels- ins og undan því. Vegna óvissunnar segir Jón Heiðar fjárfesta halda að sér höndum og útlitið svart. „Ef ég ég fæ ekki að starfa hérna í friði og óáreittur þá bara verður maður að gefast upp og rífa þetta. Það er ekkert annað sem maður getur gert en að rífa þetta til að losna undan fasteignagjöldum.“ gar@frettabladid.is Segist rífa hótel nema heitavatnsdeila leysist Eigandi Ferðaþjónustunnar Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi segir deilu um afnota- rétt að heitu vatni fæla fjárfesta frá. Hart sé að þurfa að höfða dómsmál gegn ríkinu sem selt hafi honum byggingarnar til að fá nýtingarréttinn staðfestan. Hundruð milljóna hafa farið í endurbætur á Hótel Reykjanesi. MYND/AÐSEND Sundlaugin á Reykjanesi, sem nú hefur verið lagfærð, er yfir fimmtíu metrar og þarf mikið heitt vatn. MYND/AÐSEND Mér finnst ansi biturt að sitja með alla pappíra og þurfa að fara í mál við sveitarfélagið og ríkið sem seldi okkur þetta. Jón Heiðar Guð­ jónsson, eigandi Ferðaþjónust­ unnar Reykjanesi 5 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.