Fréttablaðið - 05.12.2020, Blaðsíða 100

Fréttablaðið - 05.12.2020, Blaðsíða 100
Bubbi Morthens heldur má lverk a sý ning u í Kringlunni þar sem hann sýnir texta sína. Verkin eru til sölu á bubbi.is. „Kveikjan var sú að Hrafnhildur, mín fallega eiginkona, fann pappa- kassa uppi á háalofti. Hún sagði: Bubbi minn, hér eru stílabækur og dagbækur frá Staðarfelli þegar þú varst í meðferð og dagbækur sem ná til ársins 1974. Ég fór að gramsa í þessu og þá blöstu við mér frum- textar: Ísbjarnarblús fyrri hlutinn saminn 1974, dagbók frá Staðarfelli, Rómeó og Júlía og svo margt f leira. Ég sagði við Hrafnhildi: Sérðu hvað ég hef verið illa farinn og hvað skrif- blindan hefur verið rosaleg. Svo hugsaði ég með mér: Hvers vegna leyfi ég ekki fólki að sjá þessa frum- texta? Þetta er raunveruleikinn, svona skrifaði ég í fráhvörfum á Staðarfelli, svona skrifaði ég þegar ég var ástfanginn, svona skrifaði ég þegar ég var í ruglinu. Svo kom frábær fyrrverandi kaupahéðinn, og góður vinur, Finnur Árnason fyrrverandi for- stjóri Haga, í heimsókn og sagði: Þú verður að setja þetta allt í mynd- list. Þannig að ég lét þrykkja texta á sýrufrían bómullarpappír sem þolir sólarljós og er ótrúlega fallegt verk, næstum eins og málverk. Svo eru verkin númeruð og vottuð. Sýning- una kalla ég Vegg hinna skrifblindu. Um leið leyfi ég fólki að sjá hvernig þetta var áður en Silja Aðalsteins- dóttir, fósturmóðir mín, tók mig undir sinn verndarvæng. Hún hefur lesið yfir allt sem ég skrifa, leiðrétt og gert fallegt. Silja hefur svo mik- inn húmor að þegar hún frétti af sýningunni sendi hún mér póst og spurði: Er ég nú orðin atvinnulaus? Ég skrifaði til baka og sagði: Aldrei.“ Ótal skilaboð Bubbi segist hafa fengið gríðarlega sterk viðbrögð við sýningunni. „Ég hef fengið aragrúa skilaboða frá einstaklingum sem segja: Takk fyrir að gefa mér kjark, ég hef aldrei þorað að skrifa, ég er skrif blindur, ég er lesblindur, ég óttast að tala vitlaust. Það kemur í ljós að í þjóð- félagi okkar eru þúsundir haldnir málótta. Í staðinn fyrir að gera íslenskuna skemmtilega þannig að börn hlakki til að fara í íslensku- tíma þá er búið til regluverk og svo eru krakkar lamdir niður. Þegar ég spyr unga krakka í tónlistinni: Hvers vegna syngið þið ekki á íslensku krakkar? þá segja þau: Nei, ef maður gerir það er maður bara tekinn niður.“ Bubbi segir að líklega hefði ekk- ert orðið af sýningunni í eðlilegu ástandi, COVID hafi hrint henni af stað. „Það kom kom í ljós að neyðin kennir nöktum Bubba að spinna. Ég hefði aldrei gert þetta nema vegna þess að mér hefur verið bannað að stunda list mína í nær tíu mánuði.“ Vildi liggja í rúminu Spurður hvernig andleg líðan hans hafi verið á þessu tímabili segir Bubbi: „Ég skal fúslega viðurkenna að ég súnkaði niður í október, ég vildi bara liggja í rúminu. Blessun- arlega stóð þetta ástand stutt yfir en mér brá nokkuð. Ég reyndi að spila á gítarinn en var bæði stirður og klaufskur. Mín stóra ást er að vera á sviði. Sem barn og ungur maður fannst mér ég vera utangátta en ég var alltaf eins og heima uppi á sviði. Þar leið mér stórkostlega. Þegar það er svo tekið frá mér þá láta alls kyns tilfinningar á sér kræla. Ég hef setið og bölvað þríeykinu en svo hugsaði ég: Það er bara tvennt í stöðunni, að detta í sama pytt og Sigríður Andersen og Brynjar Níelsson eða viðurkenna að við erum öll í þessu saman. Það er auðvelt að gagnrýna og þetta er erfið staða vegna þess að auðvitað langar mig til að spila. Ég er búinn að vera tekjulaus í níu mánuði. Ég er svo heppinn að vera á heiðurslaunum og þótt þau séu ekki himinhrópandi há þá hafa þau þó bjargað því að ég er ekki á leið undir sleggju og hamar.“ Hann veit þó dæmi um tón- listarmenn sem eiga í miklum erfiðleikum vegna samkomubanns. „Við erum að tala um alvarleg vand- ræði, ekki bara fjárhagsleg heldur líka andleg. Ég er einn af stóru köll- unum og bý svo vel að eiga 800 lög á lager. Ég er betur settur en flestir með heiðurslaunin mín sem ég er óendanlega þakklátur fyrir. Ég sé ungt barnafólk, nýbúið að kaupa sér húsnæði sem getur ekki stundað tónlistina sem er atvinna þess og fær athugasemdir eins og: Hvers vegna reynið þið ekki að fá ykkur vinnu?“ Þrátt fyrir slæmt ástand er engin uppgjöf í Bubba: „Manneskjan hefur alltaf vonina og án vonar er engin ást. Ég vona og vil trúa því að í apríl verði ég byrjaður að spila með fólk í salnum og leikhúsin verði komin í gang og vorið á blússandi uppsiglingu.“ Þetta er raunveruleikinn, svona skrifaði ég Bubbi Morthens sýnir texta sína á málverkasýningu í Kringlunni. COVID-ástandið hrinti sýningunni af stað. Segir ástandið hafa um tíma haft áhrif á andlega líðan sína. Vitanlega heldur hann þó í bjartsýnina. Manneskjan hefur alltaf vonina og án vonar er engin ást, segir Bubbi Morthens. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Veggur hinna skrifblindu í Kringl- unni. FRÉTTABLAÐIÐ ANTON BRINK Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÉG HEF FENGIÐ ARAGRÚA SKILABOÐA FRÁ EINSTAKLINGUM SEM SEGJA: TAKK FYRIR AÐ GEFA MÉR KJARK. Einar Kárason hefur ástæðu til að gleðjast. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Skáldsagan Stormfuglar eftir Ei na r K á r a son hef u r að undanförnu notið frábærrar velgengni erlendis. Hún var á dög- unum valin bók ársins (í þýddum skáldverkum) af gagnrýnanda Sunday Times og var skömmu fyrr tilnefnd sem ein af sex bókum í sama f lokki í Finacial Times. Hún fékk síðan virt verðlaun sem besta þýdda bókin sem kom út 2019 í Sví- þjóð.  Frábær velgengni Í sal Félagsins íslensk grafík í Hafn-arhúsinu er opin sýning þar sem Anne Thorseth sýnir málverk sem eru unnin með eggtemperu á bómull- arpappír og Þóra Sigurðardóttir sýnir teikningar og eitt þrívítt verk úr leir. Teikningarnar eru unnar með kolum/ eggtemperu og grafíti á hörstriga. Anne og Þóra hafa meðal ann- ars unnið saman að verkefninu MY PLACE / YOUR PLACE og sýnt á sýningarstöðum í Danmörku og á Íslandi.  Anne og Þóra í Hafnarhúsinu Verk eftir Þóru á sýningunni í Hafnarhúsinu. MYND/AÐSEND HAMINGJUÓSKIR Hið íslenska bókmenntafélag óskar Pétri H. Ármannssyni til hamingju með tilnefninguna til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðirita fyrir Guðjón Samúelsson húsameistari 5 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R58 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.