Fréttablaðið - 05.12.2020, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 05.12.2020, Blaðsíða 84
hann að hjálpa við að bera kassa og raka burtu fótsporin úr snjónum og hjálpa til, hann stoppaði aldrei,“ segir hún. „Mads tók þessu hlut- verki alvarlega og þegar hann rakaði sig eftir tökur þá stórsá á honum, hafði grennst svo mikið.“ Það falla þó ekki allir í sama flokk. „Ég hef unnið með minna gefandi fólki. Það var einn leikstjóri sem ferðaðist út um allt með einkaþjálf- arann sinn og hlaupabrettið sitt. Við vorum í tökum upp á Vatnajökli og hann tók sér pásur frá tökum og allir þurftu að bíða uppi á miðjum jökli á meðan hann var á hlaupabrettinu. Það var mjög sérstakt.“ Spennandi verkefni á dagskrá Eins og alltaf er Lilja með nokkur járn í eldinum í dag. Oftast er tals- verð leynd yfir verkefnum, sérstak- lega þeim erlendu, lítið má ræða um þau fyrr en eftir á. „Núna erum við að ganga frá stóru erlendu verkefni sem við vorum heppin að fá í far- aldrinum. Sem betur fer kláruðum við tökur rétt áður en reglurnar voru hertar. Nú erum við í frágangi sem tekur alltaf smá tíma,“ segir hún. „Við erum líka í miðjum tökum á íslenskri bíómynd. Þetta er svona Lethal Weapon, Die Hard, grín- löggu-hasar, sem gerist á Íslandi. Verkefni sem er algjörlega út fyrir boxið fyrir mig.“ Það er augljóst að Lilja er mjög spennt fyrir verkefninu. „Við erum hálfnuð í tökum, eigum eftir inni- tökurnar. Hannes Þór Halldórsson landsliðsmarkmaður leikstýrir, hann er mjög hæfileikaríkur á öllum sviðum.“ Ef allt gengur eftir áætlun þá kemur myndin út í apríl eða maí á næsta ári, sem er mjög stutt ferli miðað við önnur verkefni. Meðal verkefna sem hún hefur unnið að eru vinsælu þættirnir um Krúnuleikana, eða Game of Thr ones. Þar var Ísland í hlutverki nyrsta hluta Westeros. „Við fengum þau til okkar sjö ár í röð. Fyrstu tvö árin voru þau bara að vetri til. Það var mjög mismunandi hvað þau þurftu, allt frá því að vera 200 manna starfslið niður í fámennt teymi til að taka upp bakgrunn,“ segir hún. Samstarfið gekk mjög vel, sér- staklega þegar allar mismunandi þarf ir voru komnar á hreint. „Stundum vilja leikarar fá sér rútu eða sér aðstöðu í svona verkefnum, það var ekkert þannig með Game of Thrones, þau sátu bara í matarrút- unni og borðuðu með starfsfólkinu. Engin stjörnumeðferð.“ Krúnuleika- ævintýrinu lauk svo með lokahófi þegar síðasti þátturinn var sýndur í maí í fyrra. COVID-19 faraldurinn hefur sett strik í reikninginn eins og á öllum öðrum sviðum þjóðfélagsins. Lilja segir erfitt að spá fyrir um hvort það verði skortur á framboði á efni. „Það er búið að setja allar stórar bíómynd- ir á bið, eins og James Bond og Top Gun 2. Það er gríðarleg eftirspurn eftir sjónvarpsefni núna. Við höfum verið að vinna við gerð þáttanna Succession, sem sýndir eru á HBO, þeir eru ekki byrjaðir í tökum fyrir næstu þáttaröð sem þýðir að það verður langt hlé á milli þátta,“ segir Lilja. „Það var fínt að gera hér á landi í sumar. Ísland var fljótt að opna eftir fyrstu bylgjuna á meðan var lokað fyrir tökur í öðrum löndum. Um leið og COVID-tölurnar hækkuðu aftur þá dró strax úr eftirspurninni og þegar opnar aftur fyrir tökur í öðrum löndum mun samkeppnin harðna til muna aftur.“ Mikilvæg atvinnugrein Lilja var nýverið kjörin formaður Sambands íslenskra kvikmynda- framleiðenda, SÍK, fyrst kvenna síðan SÍK sameinaðist Framleið- endafélaginu árið 2000 og varð til í þeirri mynd sem það starfar í dag. Starfið felur meðal annars í sér að gæta hagsmuna og réttar sjálfstæðra kvikmyndaframleiðenda. Félagið kemur fram fyrir hönd aðildarfélaga gagnvart stjórnvöldum, menningar- stofnunum og öðrum félagasam- tökum. Stærsti þátturinn snýr að hags- munabaráttu, segja má að Lilja sé nú komin út í pólitík. „Það er endalaus vindmyllubarátta. Síðan kemur ný ríkisstjórn og ballið byrjar upp á nýtt,“ segir hún og hlær. „Það er ekki alltaf barátta við pólitíkina, til dæmis var ég mjög ánægð með nýja kvikmyndastefnu til ársins 2030. Það er nýtt upphaf fyrir okkur. Þar eru hlutir sem eru gríðarlega mikil- vægir fyrir okkur.“ Meðal þess er stöðug birting á hagtölum. „Auðveldara aðgengi að hagtölum á eftir að auðvelda okkur alla rökræðu því þá er auðséð hvað þessi iðnaður er að skila miklu og er mikilvægur fyrir hagkerfið, þessar tölur eru sumar hverjar til í dag en það er djúpt á þeim.“ Í tölunum frá 2016 segir að ríkið hafi lagt 5,9 milljarða til greinar- innar, en fengið til baka skatttekjur upp á 12 milljarða. „Það eru margar ástæður fyrir því af hverju ætti að fjárfesta í kvikmyndagerð. Ein af þeim eru skatttekjur til ríkisins, en þær eru tvöfalt hærri en framlag til greinarinnar samkvæmt tölum frá 2016 og er það hlutfall er enn hag- stæðara í dag.“ Þá hef u r k v ik my nda f ra m- leiðsla einnig haft mikil áhrif á ferðaþjónust una. „ Samk væmt nýjustu könnun þá segjast tæplega 40 prósent ferðamanna hafa komið hingað eftir að hafa séð íslenskt efni eða íslenskt landslag í kvikmynd eða í þáttaröð. Ef ætti að koma aug- lýsingu fyrir augu jafn margra þá myndi það kosta marga milljarða sem eyða þyrfti erlendis í birtinga- kostnað. Fjárfesting ríkisins í kvik- myndagerð er aðeins brot af því og fellur öll til hér á landi.“ Sama á við um íslenska tungu og menningu. „Börnin okkar eru farin að nota allt of mikið af ensku í orða- forðanum. Ég finn þetta hjá börn- unum mínum. Börn í kringum mig eru úti í garði í hlutverkaleik og tala ensku allan tímann. Það er augljóst að við þurfum meira efni á íslensku fyrir börnin okkar og þetta á að skipta okkur máli.“ Getum keppt í þungavigt Ofan á allt annað bætast við áhyggjur af að Ísland missi verkefni til annarra landa. Líkt og greint var frá í síðasta helgarblaði verður kvik- myndin The Northman, sem gerist á Íslandi, tekin upp á Írlandi þar sem hærri endurgreiðslur eru í boði. „Það er sorglegt. Við erum í grunn- inn vel samkeppnishæf, en stöndum höllum fæti eins og er þar sem við erum með lægri endurgreiðslu en samkeppnislönd okkar og verðum að hækka þær ef við eigum enn að eiga möguleika að taka þátt. Það hefur sýnt sig og sannað að endur- greiðslurnar eru að skila sér til baka, skatttekjurnar eru hærri en það framlag sem fer til kvikmynda- gerðar, starfamargfaldarinn er 2,9 svo iðnaðurinn er atvinnuskapandi, þetta skapar eftirspurn ferðamanna og svo mætti lengi telja. Við ættum að fagna því þegar skrifað er um í fjölmiðlum að endurgreiðslur hafi verið háar, það þýðir eingöngu hærri útf lutningstekjur, fjöldi fólks fær atvinnu, hærri skatttekjur til ríksins og viðskipti við ferðaþjónustuaðila. Svo eru það hliðarverkanirnar, það hefur áhrif þegar stórleikarar eru að tala um Ísland sem stórkost- legt land í viðtölum. Og þegar það birtast myndir af þeim í íslenskri hönnun. Þetta helst allt í hendur.“ Getur Ísland orðið þungavigtar- land í kvikmyndagerð? „Alveg tvímælalaust. Við erum með stóran hóp af hæfileikaríku fólki, sem eftirspurn er eftir að utan. Það þarf bara að taka ákvörðun. Eins og með alla nýsköpun þá tekur þetta sinn tíma en mér finnst eins og það sé að koma ágætis skilningur á mikilvægi greinarinnar,“ segir Lilja. Augljóst er að umræðuefnið er henni mikið hjartans mál. „Ég bind miklar vonir við það.“ Öskruðu í svörtum ruslapokum Félag kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi á Íslandi, WIFT, hefur gagnrýnt kvikmyndastefnuna fyrir að taka ekki á kynjahalla í greininni. „Ég tel að það sé mikilvægt að hafa skýra stefnu hvað varðar kynjahlut- fall og hvernig við ætlum að tryggja að halli ekki á hvorugt kynið,“ segir Lilja. Huga þurfi að grunninum. „Ég hef hugsað mikið um af hverju þetta stafar og hvernig má bæta stöðuna. Hvort þetta stafi af uppeldislegum áhrifum. Hvort ungar stelpur séu ragari við að vaða út í óvissuna og velji frekar öruggari leiðir. Það er á hreinu að við verðum á öllum stigum að gæta að því að jafnvægis sé gætt,“ segir hún. „Maður lifandi hvað kvikmyndir væru einsleitar ef aðeins karlmenn kæmu að þeim.“ Sjálf var hún umkringd miklum kvenfyrirmyndum, allt frá Vigdísi Finnbogadóttur til kvikmynda- gerðarkvenna á borð við Kristínu Jóhannesdóttur. „Fyrsta verkefnið sem ég vann að þrettán ára var leik- stýrt af konu og enn yngri hlust- aði ég á Grýlurnar. Við systurnar klæddum okkur í svarta ruslapoka og fórum niður í Fossvogsdal til að öskra.“ Börnin öll í kvikmyndagerð Íslendingar fara mikið í bíó þegar miðað er við aðrar þjóðir. Aðsókn á íslenskar kvikmyndir er þó mjög misjöfn eins og á aðrar myndir. „Íslendingar eru mjög gagnrýnir á íslenskt efni. Strax og þetta er í útlöndum þá fyrirgefur þú miklu meira, hér þekkja allir til alls. Fólk sér strax þegar pólitíkin er ekki nákvæmlega eins og í raunveru- leikanum, sama á við um nánast allt annað. Bíddu nú við, hann var að keyra í Garðabæ, beygði og var kominn í Grafarvog. Eitthvað sem skiptir engu máli og enginn myndi taka eftir í erlendum þætti eða kvik- mynd,“ segir Lilja. „Ef við værum Lilja tók á móti Interfilm verð- launum fyrir kvikmyndina Bergmál í fyrra, myndin var í leikstjórn Rúnars Rúnars- sonar. Lilja á frumsýningu Arctic á Cannes-kvikmyndahátíðinni árið 2018 ásamt Mads Mikkelsen, Rögnu Fossberg og Margréti Einars. MYND/AÐSEND ÞAÐ ER AUGLJÓST AÐ VIÐ ÞURFUM MEIRA EFNI Á ÍSLENSKU FYRIR BÖRNIN OKKAR OG ÞETTA Á AÐ SKIPTA OKKUR MÁLI. ÍSLENDINGAR ERU MJÖG GAGNRÝNIR Á ÍSLENSKT EFNI. STRAX OG ÞETTA ER Í ÚTLÖNDUM ÞÁ FYRIR- GEFUR ÞÚ MIKLU MEIRA, HÉR ÞEKKJA ALLIR TIL ALLS. bara að gera eitthvað raunverulegt þá væri ekkert gaman að horfa á þetta. Kvikmyndir eru annar veru- leiki til að gleyma sér í.“ Sjálf horfir hún mikið á kvik- myndir. „Ég er alæta. Mér þykir sérstaklega gaman að horfa á mjög listrænar myndir.“ Henni verður litið á stórt plakat af Stjörnustríði sem prýðir vegginn á skrifstofunni hennar. „Eins og ég sagði þá er ég alæta,“ segir hún og brosir. „Það eru kannski síst amerískar blóðslettu hryllingsmyndir.“ Sýn hennar er mögulega dálítið önnur en venjulegra áhorfenda. „Þegar ég horfi á mjög gott efni þá fer ég að spá í persónusköpuninni og handritinu. Ég hef samt oftast slökkt á framleiðandanum í mér og nýt þess sem ég er að horfa á.“ Sjálf er hún að prófa sig áfram í golfi, en lítill tími gefst til þess. „Ég hef verið í hálfgerðum stelpuvill- inga-golfklúbbi í tíu ár en einhvern veginn virðist þessi forgjöf ekki taka miklum breytingum.“ Þótt hún horfi mikið á kvikmynd- ir þá er Lilja ekki með kvikmyndasal heima hjá sér. „Í mörg ár átti ég ekki sjónvarp,“ segir hún og hlær. „Ég lagði áherslu á að við töluðum saman inni á heimilinu í stað þess að horfa á sjónvarpið.“ Lilja á þrjú börn með eiginmanni sínum, Erlendi Blöndahl Cassata, sem starfar einnig sem framleiðandi. Þau eru 17, 11 og 9 ára. Ekki er úti- lokað að þriðja kynslóð kvikmynda- gerðarmanna sé á leiðinni. „Þau eru öll kvikmyndagerðarmenn. Þau gera endalaust af myndböndum í hinum ýmsu forritum og eru að tjá sjálf sig, yngri kynslóðin er miklu f linkari en við í því. Þau eru nánast daglega að gera litlar örsögur. Ég held að almennt sé Ísland að ala upp mikla snillinga.“ 5 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R42 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.