Fréttablaðið - 05.12.2020, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 05.12.2020, Blaðsíða 38
Þetta er sjötta árið mitt þarna og fjölskyldan er alltaf með mér hluta af ári, börnin eru þá eina skólaönn þar og eina hér,“ segir Regína en hún og eiginmaður hennar, Henry Alex- ander Henrysson heimspekingur, eiga þrjú börn. Regína, sem er þróunarhag- fræðingur að mennt, var ráðin sem framkvæmdastjóri Auroru vel- gerðarsjóðs árið 2015 og hefur sinnt því starfi síðan. „Langstærsti hluti starfsemi okkar er í Síerra Leóne svo ég flakka mikið á milli landanna,“ segir Regína sem hér heima vinnur svo í fjarvinnu og hefur gert öll árin og hafði því ákveðið forskot þegar stór hluti heimsbyggðarinnar þurfti að læra að vinna heima. Henry, eiginmaður Regínu, ákvað nýverið að segja upp stöðu sinni við Háskóla Íslands og fara að starfa sjálfstætt svo fjölskyld- an gæti varið meiri tíma í Afríku. Börnin þrjú hafa gengið í alþjóð- legan skóla þar og líkað vel. „Þetta er lítill skóli og við erum heppin með hvernig skólayfirvöld bæði þar og hér hafa sýnt því skilning að þau séu bara hálft skólaárið,“ segir Reg- ína en flakkið hefur að hennar sögn ekki komið niður á námsárangri barnanna. Á síðasta ári urðu ákveðin kafla- skil þegar elsta dóttirin hóf mennta- skólagöngu en hún ákvað að taka fyrsta árið í fjarnámi til að geta verið með fjölskyldunni. „Hún var því með okkur, stundaði fjarnám við Verslunarskóla Íslands og vann með fram því sem sjálf boðaliði á sjúkrahúsi. Það var frábær reynsla fyrir hana sem dreymir um að verða læknir.“ Aurora velgerðarsjóður var stofn- aður af hjónunum Ólafi Ólafssyni og Ingibjörgu Kristjánsdóttur í tilefni af fimmtugsafmæli Ólafs árið 2007. „Um er að ræða sjálfseignarstofnun svo sjóðurinn á sig sjálfur, en þau hjón sitja í stjórn hans.“ Upphaflega voru helstu verkefni sjóðsins hér á landi þar sem hann studdi við skapandi greinar og segir Regína mesta púðrið hafa farið í hönnun og tónlistarfólk. „Sjóðurinn studdi þó við f leiri verkefni erlendis, meðal annars í Malaví, Nepal og Kenía. En þegar ég var ráðin var ákveðið að færa starf- semina mestmegnis út. Ég vildi að við værum á einum stað og varð Sierra Leone fyrir valinu. Eitt fátækasta ríki Afríku Síerra Leóne er eitt fátækasta ríki Afríku þar sem árið skiptist í tvö tímabil: Þurrkatímann og rign- ingartímann. Þar ríkti tíu ára stríð til ársins 2002 en af þeim Afríku- ríkjum sem ekki standa í stríði er ríkið á botninum fjárhagslega. Ebólufaraldurinn kom svo í beinu framhaldi af stríðinu svo það hefur mikið dunið á þessu landi sem er þó ríkt af náttúruauðlindum svo sem gulli, demöntum, kóbalti og járni. Þessar auðlindir eru þó allar í eigu kínverskra og ástralskra námu- fyrirtækja svo enginn heimamaður fær nokkurn gróða af þeirri vinnslu,“ útskýrir Regína sem segir landið byggt af ungu fólki þar sem lífslíkur fólks eru ekki nema um 50 ár. „Þetta er lítið land, þar er töluð enska og engin almennileg fram- leiðsla er í gangi. Við sáum því fyrir okkur að lítill sjóður eins og Aurora gæti haft sem mest áhrif þar.“ Regína segir að upphaflega hafið sjóðurinn tekið þátt í fiskveiðiverk- efnum eins og gjarnan sé með Íslend- inga en nú sé fókusinn á að styðja við skapandi greinar og frumkvöðla. „Fyrir tveimur árum leiddum við saman íslenska og síerra leónska tónlistarmenn sem endaði í útgáfu á frábærri plötu, Osusu.“ „Við erum að styðja við unga krakka sem eru að stofna fyrirtæki. Þar sem menntunarstigið er svo lágt Það er hægt að hafa mikil áhrif Regína Bjarnadóttir hefur undanfarin sex ár skipt tíma sínum á milli Íslands og Síerra Leóne og ætlar að halda því áfram eins lengi og fjölskylda hennar leyfir. Enda uppbyggingarstarfið sem hún vinnur þar fyrir Auroru velgerðarsjóð það skemmtilegasta sem hún hefur gert og heimamenn eru farnir að treysta því sem hún segir. Regína var á landinu á dögunum en hún skiptir tíma sínum og fjölskyldunnar á milli Reykjavíkur og Síerra Leóne, eins fátækasta ríkis Afríku. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI As We Grow er eitt hönnunar- fyrirtækjanna sem tekið hafa þátt í verk- efninu. SKÓLAGANGA HEIMA- MANNA ER SVO LÍTIL OG FLESTIR SEM ERU NÚ Á MILLI TVÍTUGS OG ÞRÍ- TUGS FÓRU EKKI Í BARNA- SKÓLA ÞVÍ ÖLL STARFSEMI LÁ NIÐRI Á STRÍÐS- ÁRUNUM. Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is 5 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R36 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.