Fréttablaðið - 05.12.2020, Page 32

Fréttablaðið - 05.12.2020, Page 32
Farvi.is Að baki prentverkstæðis Farva standa hjónin Tobba sem er grafískur hönnuður og Sæþór sem er meðal annars silkiprentari. Saman hanna þau og prenta ýmiss konar prentverk til notkunar og skrauts. Sifbenedicta.com Það er hönnuðurinn Halldóra Sif sem er á bak við tösku- og fylgihlutamerkið Sif Bene- dicta. Litagleðin, nostalgían og smáatriðin eru aðalsmerki ein- stakrar hönnunarinnar. Fischersund.com Í verslun Fischer, sem rekin er af systkinunum Lilju, Jónsa og Ingu Birgis ásamt mökum þeirra Sindra, Kjartani og Alex, má finna tónlist, ilmvötn, ljósmyndir, videóverk, list, grafíska hönnun og margt fleira eftir eigendurna. Hildurhafstein.com Hildur Hafstein er eigandi og yfirhönnuður skartgripamerkis- ins sem er innblásið af sígauna- og hippamenningu auk áhrifa frá Mið-Austurlöndum en litríkir steinar eru aðalsmerki fallegrar hönnunarinnar. Íslendingar hafa sannarlega tekið við sér í netverslun og fjölmargar nýjar verslanir sprottið upp á meðan þær sem fyrir voru hafa styrkt sig enn frekar. Örstuttur leiðangur um veraldar-vefinn leiddi okkur á slóðir þessara fallegu vefverslana með íslenskri hönnun sem færi vel í jólapakkann. Af nægu er að taka hvort sem á að kaupa sér eitthvað fallegt eða velja gjöf fyrir ástvin, og erfitt að velja aðeins nokkrar úr. Við hvetjum því lesendur til að fara á stúfana og skoða hvað veraldarvefurinn hefur upp á að bjóða - og heilmikið af því er íslenskt. bjork@frettabladis.is. Verslum heima Það hefur aldrei verið fýsilegra að versla á netinu. COVID og kuldakast gera það að verkum að hugmyndin um að sitja við borðstofuborðið og versla jólagjafirnar er mikið betri en búðaráp. Á vefsíðunni Takkhome.com má finna fallega, einfalda hönnun; handklæði, þvottastykki, teppi og töskur. Á Folkreykjavik.is fást hillur, vasar, lampar, borð og kerta­ stjakar, allt hannað með sjálfbærni að leiðarljósi. Á Fischersund.com má kaupa handunnin íslensk ilmvötn, tónlist og ýmis listaverk. Meðal annars jólailminn 2020. Á vefsíðu kronkron.com færðu fatnað, fylgihluti og skó frá Kron­ kron og hönnuðum t.d. Vivienne Westwood og Comme des Garcons. Á meidur.is fást einstök handunnin skurðarbretti, kökukefli, mortél, skálar og fleira úr íslenskum viði. Á Ihanna.net má finna hið fræga Krumma herðatré, viska­ stykki, púða, rúmteppi, sængurföt og margt fleira. Á vefsíðunni Hildurhafstein.com má finna hálsmen, eyrnalokka, armbönd, ermahnappa og fleira. Á Sifbenedicta.com fást töskur, klútar, hálsmen og hárskraut. Á farvi.is má finna plaköt, boli, poka, kort, jólapappír og margt fleira handverk frá prentverkstæði Farva. Takkhome.com Þær Olla og Dröfn stofnuðu fyrirtækið TAKK Home með það að leiðarljósi að skapa gæðavörur fyrir heimilið með megináherslu á einfaldleika, fegurð og notagildi, ásamt virðingu fyrir umhverfinu. Folkreykjavik.is Markmið hönnunarmerkisins Fólk er að ýta undir hönnun og framleiðslu sem styður sjálfbærni og hringrás hráefna. Sam- starfshönnuðir FÓLK Reykjavík eru Jón Helgi Hólmgeirsson, Ólína Rögnudóttir og Theódóra Alfreðsdóttir. Kronkron.com Þau Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson eru hönnuðirnir á bak við fata- og skómerkið Kron- kron. Hönnun þeirra hefur fyrir löngu skapað sér sess á meðal fagurkera enda lifandi og litrík, fersk og fögur. Meidur.is Trésmiðjan Meiður er rekin af hjónunum Herði Harðarsyni, smiði og Guðrúnu Hrund Sigurðar- dóttur hönnuði. Þau hanna og framleiða vörur úr hnotu, eik og fleiri viðartegundum með um- hverfisvernd að leiðarljósi. Ihanna.net IHANNA HOME var stofnað af Ingibjörgu Hönnu Bjarna- dóttur með tilkomu hins fræga Krumma herðatrés hennar. Hönnunarvörur hennar sameina einfaldleika, gæði og notagildi. Fjöldatakmarkanir í verslunum og yfirstandandi kuldakast gera heimaverslunina vinsæla. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 5 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.