Fréttablaðið - 05.12.2020, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 05.12.2020, Blaðsíða 40
Í vikunni var tilkynnt um að Daði Már Kristófersson hag-fræðiprófessor hefði tekið við starfi aðstoðarrektors Landbúnaðarháskóla Íslands út skólaárið.  Síðustu  mán- uðir hafa því verið tíðindamiklir því Daði Már var  kjörinn vara- formaður Viðreisnar í september. Hann  hyggst sækjast eftir efstu sætum f lokksins í komandi þing- kosningum. Hann er kvæntur Ástu Hlín Ólafsdóttur ljósmóður og eiga þau saman fjögur börn. Daði er fæddur í Reykjavík en f lutti ungur að aldri að Reykholti í Borgarfirði þar sem foreldrar hans, Kristófer Már Kristinsson og Margrét Gunnarsdóttir, störfuðu við kennslu. Hann er eitt fjögurra systkina. Ágústa er forstöðumaður Hafnarborgar, Gísli dósent við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri og Gunnar Tómas dokt- orsnemi í kvikmyndafræði. Góð pólitísk blanda „Ég ólst upp við mikla pólitík. Pabbi var varaþingmaður fyrir Bandalag jafnaðarmanna árin 1983-1986 en þræði Sjálfstæðisf lokksins mátti f inna í móðurfjölskyldunni og Samfylkingarinnar í föðurfjölskyld- unni,“ segir Daði. Hann segir að um ágætis pólitískan bræðing hafi verið að ræða en pólitík átti eftir að setja enn meiri svip á fjölskyldulífið. Foreldrar Daða skildu að skiptum og seinni kona Kristófers föður hans er Valgerður Bjarnadóttir, dóttir Bjarna Benediktssonar fyrrverandi forsætisráðherra, sem sat á þingi fyrir Samfylkinguna um langt skeið. „Ég kunni afar vel við mig í sveit- inni og hefði alveg getað hugsað mér að búa þar áfram,“ segir Daði sem flutti með fjölskyldunni til Reykja- víkur þrettán ára. Sveitin hafði sáð fræjum sínum í huga Daða. „Ég var harðákveðinn í því að verða dýralæknir og sótti um inn- göngu í danska dýralæknaskólann,“ segir Daði. Hann fékk þó ekki inn- göngu og örlögin höguðu því þannig að í stað þess að huga að heilsu dýra endaði hann í fræðasamfélaginu. Eftir að hafa verið synjað um inn- göngu í dýralæknanámið ákvað Daði að skrá sig í praktískt nám á meðan hann íhugaði næstu skref. Hann skellti sér því í Landbún- aðarháskóla Íslands og lauk námi í búvísindum. Hann segist hafa verið mjög óráðinn á þessum tíma og skipt nokkrum sinnum um skoðun um hvaða stefnu skyldi taka. „Ég tók síðan viðbótarkúrsa í hagfræði í Háskóla Íslands með fram náminu eftir hvatningu Bjarna Guðmunds- sonar prófessors og líkaði það vel.“ Norski Hægri flokkurinn Árið 1998 f lutti hann síðan út til Noregs og hóf nám við Norska líf- vísindaháskólann. „Þar sat ég kúrsa í auðlindahagfræði og kynntist hagfræðiprófessornum Kyrre Rick- ertsen. Þau kynni urðu til þess að ég ákvað að leggja hagfræðina alfarið fyrir mig. Ég fékk styrk frá norska útflutningsráði sjávarafurða til að fara í doktorsnám ytra og Rickert- sen var leiðbeinandi minn í náminu sem ég lauk 2005,“ segir Daði. Eftir námið starfaði hann úti í Noregi í eitt ár en kom síðan heim og fékk starf sem sérfræðingur hjá Bændasamtökunum. „Ég hafði kynnst Ragnari Árnasyni, pró- fessor í fiskhagfræði, þegar ég var á Hvanneyri og hann hafði samband við mig þegar vantaði kennara í hagrannsóknum. Í kjölfarið fékk hann mig til starfa hjá Hagfræði- stofnun,“ segir Daði. Í starfi sínu hjá Bændasamtök- unum hafði hann unnið með Ein- ari Sigurðssyni, forstjóra Mjólkur- samsölunnar á þeim tíma. Þannig kynntist hann eiginkonu Einars, Kristínu Ingólfsdóttur háskóla- rektor. Það kveikti áhuga hans á að sækja um stöðu sviðsforseta Félags- vísindasviðs hjá Háskólanum, sem hann fékk. „Það má því segja að þessi starfs- ferill minn hafi ekki verið fyrir fram mótuð stefna. Ég hef hins vegar verið svo farsæll að kynnast áhuga- verðum og öflugum einstaklingum sem hafa haft áhrif á mig og veitt mér innblástur og þannig fetaði ég þessa hagfræði- og háskólabraut,“ segir Daði. Þrátt fyrir pólitískt uppeldi var hann ekki virkur í neinu pólitísku starfi þar til að hann kom að stofn- un Viðreisnar árið 2016. „Pólitík á Íslandi hefur í raun þróast með öðrum hætti en á hinum Norðurlöndunum. Þar ytra eru stórir og öf lugir jafnaðar- mannaf lokkar en sem mótvægi við þá eru einnig öf lugir borgaralegir f lokkar. Sjálfstæðisf lokkurinn á Íslandi var einn um hituna á hægri- væng íslenskra stjórnmála lengi vel og þegar ég kom heim frá Nor- egi þá saknaði ég valkostar á borð við Hægri f lokkinn í Noregi,“ segir Daði Már. Brá að sjá keyrsluna hér á landi Hann segir að það hafi verið mikil viðbrigði að koma heim til Íslands árið 2006 eftir rúm sjö ár í Noregi. „Manni brá auðvitað að sjá keyrsl- una sem var í gangi hérlendis. En ekki síður hvað það var lítið rými fyrir efasemdir um að þessi upp- gangur væri sjálfbær,“ segir Daði. „Ég hef alltaf séð eftir því að hafa ekki lýst skoðun minni á meðan atburðirnir voru í gangi frekar en í baksýnisspeglinum. Að mínu mati hvílir á okkur sú skylda, sérstaklega þeim sem hafa getað farið í nám með aðstoð samfélagsins, að rýna í þjóð- félagið til gagns og segja okkar skoð- anir,“ segir Daði. Sú eftirsjá má segja að hafi gert það að verkum að Daði hóf þátt- töku í stjórnmálum í liði Við- reisnar. Hann tók þátt í starfi Já-Ísland-hreyf ingarinnar sem snerist um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu og kynntist þar Benedikt Jóhannessyni, fyrsta formanni Viðreisnar, og núverandi þingmanni flokksins Jóni Steindóri Valdimarssyni. „Það starf leiddi síðan til þess að ég tók þátt í stofnun Viðreisnar enda fannst mér þarna kominn fram flokkur sem væri á svipuðum slóðum og Hægri f lokkurinn í Nor- egi sem að hugnaðist mér vel. Ég hafði hins vegar lítinn áhuga á að leitast eftir þingsæti. Ég þekkti það vel að sá starfsvettvangur er krefj- andi og fannst það því ekki henta mér á þeim tíma. Ég tók sæti í stjórn flokksins og hafði bara metnað fyrir því að hjálpa til þess að ná góðum úrslitum í fyrstu kosningunum sem gekk eftir,“ segir Daði. Hann kynntist þó stjórnmála- starf inu enn frekar í gegnum Háskólann. „Eins og margir aðrir innan félagsvísindanna á háskóla- stigi þá hef ég komið að margs konar ráðgjöf fyrir stjórnvöld. Til að mynda vinnu við að skrifa skýrslur og lagafrumvörp eða gefa álit mitt í slíkum plöggum,“ segir Daði sem helst hefur komið að vinnu við auð- lindamál. Sátt mikilvæg í auðlindamálum „Það er fyrst og fremst vegna þess að ég hef mest vit á þeim mála- flokki vegna náms míns og reynslu. Ég held að Ísland hafi á margan hátt borið gæfu til að nýta auðlindirnar vel þó að ósætti sé um fyrirkomu- lagið. Sátt er afar mikilvæg um hvernig við nýtum og ráðstöfum þessum auðlindum.“ Hann segir að hans upplifun sé sú að íslenskir stjórnmálamenn í öllum flokkum séu í meginatriðum nokkuð sammála. „Nemandi minn sem var hálfur Bandaríkjamaður sagði mér að sér þætti íslensk stjórn- mál óbærilega leiðinleg því allir eru svo sammála,“ segir Daði og hlær. Hann segir að nýtt yfirvofandi hrun sökum kórónaveirunnar hafi gert það að verkum að hann gaf kost á sér til varaformennsku í Viðreisn og að það sé ekkert launungarmál að hann stefni á eitt af toppsætum flokksins í þingkosningum á næsta ári. „Óvissan er mikil og þessi staða gæti reynst okkur erfið. Þetta er öðruvísi krísa en sú sem kom í kjölfar hrunsins 2008 og ég tel afar mikilvægt að vel sé haldið á spöð- unum. Ég er sannfærður að mín reynsla geti nýst vel í því verkefni,“ segir Daði. Stefnir ótrauður á sæti á Alþingi Daði Már Kristófersson var ákveðinn í að verða dýralæknir langt fram á fullorðinsár. Örlögin höguðu því þó svo að hann endaði sem prófessor í hagfræði. Hann stefnir á að setjast á Alþingi rétt eins og faðir hans og stjúpmóðir. Daði Már segir reynslu sína geta nýst vel á þeim óvissutímum sem fram undan eru. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI NEMANDI MINN SEM VAR HÁLFUR BANDARÍKJA- MAÐUR SAGÐI MÉR AÐ SÉR ÞÆTTI ÍSLENSK STJÓRN- MÁL ÓBÆRILEGA LEIÐIN- LEG ÞVÍ ALLIR ERU SVO SAMMÁLA. Björn Þorfinnson bjornth@frettabladid.is 5 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R38 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.