Fréttablaðið - 05.12.2020, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 05.12.2020, Blaðsíða 34
Kristín og fjölskylda hafa unnið að því að gera upp íbúðina og tók það aðeins lengri tíma en áætlað var eins og oft vill verða. Íbúðin er ein þriggja í húsinu og hafa þær allar verið í eigu fjölskyld- unnar í tæpa öld. „Saga hússins hefst árið 1929 en þá f luttu langafi og -amma í föðurætt í húsið ásamt þremur dætrum sínum. Þær ólust allar upp í húsinu og ein býr enn á 2. hæð, 89 ára ömmusystir mín, og hyggst ekki f lytja úr þessu,“ segir Kristín aðspurð um þessa merkilegu sögu. „Á þessu 91 ári hefur fjöldinn allur af frændfólki búið hér í á ein- hverju tímabili í lífi sínu. Pabbi bjó til dæmis hér meðan hann var ungur maður í námi og síðan mamma eftir að þau kynntust. Ég kem undir stuttu seinna og var íbúðin á fyrstu hæð hússins því fyrsta heimili mitt.“ Fjölskyldan bjó á 1. og 3. hæð Stuttu síðar f lutti fjölskyldan til Danmerkur þar sem þau voru í fimm ár á meðan foreldrar Kristín- ar voru í námi. „Þegar við komum aftur heim f luttum við heim á Njálsgötuna og þá bættust yngri bræður mínir f ljótlega í hópinn.“ Fjölskyldan sprengdi af sér fyrstu hæðina og var þá farið í framkvæmdir á risinu sem hafði verið notað sem þurrkloft og geymsla ásamt tveimur herbergj- um. „Þau létu koma fyrir litlu bað- herbergi, lögðu parket og panela á veggina og varð risið því að svefn- herbergjum okkar fjölskyldunnar í fimm ár. Við bjuggum því á 1. og 3. hæð í þau ár, og Edda frænka í sinni íbúð á miðhæðinni.“ Fjölskyldan flutti svo árið 2005 í Hafnarfjörðinn en íbúðin var áfram í eigu fjölskyldunnar og leigð út. „Ég sneri aftur á Njálsgötuna, þá í ris- íbúðina, árið 2012 þegar ég hóf nám í Listaháskólanum og bjó þar í fimm ár. Nú býr Starkaður bróðir þar en hann er einnig í námi í leiklist í LHÍ. Nú snemma í ár var ég í íbúða- leit og kom þá upp þessi hugmynd að kannski væri tími til kominn að segja upp leigjandanum og gera þessa fallegu íbúð almennilega upp, sem úr varð.“ Færði eldhúsið í aðra stofuna Kristín segir innréttingar hafa verið komnar nokkuð til ára sinna og að nauðsynlegt hafi verið að rífa allt út úr eldhúsi og baðherbergi. „Mig vantaði einnig barnaher- bergi fyrir strákinn minn, og þar sem íbúðin var með þessu klassíska gamla skipulagi, þar sem eldhús er lítið og tvær stórar stofur stúkaðar niður, færðum við eldhúsið inn í aðra stofuna.“ Ákveðið var að opna hurðaopin á milli stofanna og fram á gang til að skapa meira flæði og opna rýmið. Gólfefni voru öll endurnýjuð og mikil múr- og spartlvinna var nauð- synleg. Upphaflega ætlunin var að klára framkvæmdirnar síðasta sumar en þær drógust á langinn og flutti Kristín inn ásamt syni sínum í síð- asta mánuði. Kristín segist vera alveg í skýj- unum með útkomuna. „Eitt stærsta áhugamál mitt er innanhússhönnun og hafði ég því sérstaklega gaman af því að rissa upp alls konar útfærslur af rýmum og lausnum á blað og í hausnum á mér. Ákvarðanirnar voru endalausar, allt frá parketi og litum á veggjunum niður í hvers konar perur ég vildi hafa í kösturunum.“ Andlega álagið kom á óvart Aðspurð hvort eitthvað hafi komið henni á óvart svarar Kristín: „Það kom kannski helst á óvart hvað þetta tók mikið á andlega, ég er mjög hvatvís og vil helst að hlutirn- ir gerist í gær, það var því erfitt að þurfa að bíða í nokkra mánuði með að geta loksins f lutt inn í drauma- íbúðina.“ Kristín segir áhugann á innan- hússhönnun hafa komið snemma. „Mamma mín er arkitekt og þau pabbi hafa mikinn áhuga á klass- ískri hönnun og fékk ég því áhuga snemma á að gera herbergið mitt fallegt og umkringja mig falleg- um munum. Einnig verð ég fyrir miklum innblæstri á Pinterest og Instagram en þar get ég skrollað tímum saman og sett saman eigin „moodboards“.“ Þó miklu hafi verið skipt út sökum aldurs þótti Kristínu skipta miklu að bera virðingu fyrir þeim tíma sem húsið er byggt á og var reynt að halda í sem mest. „Glugg- arnir, hurðar og pottofnarnir fengu upplyftingu og búa til mikinn kar- akter á móti því nýja.“ Dauðaleit að rétta parketinu Mött málning og jarðlitir setja skemmtilegan heildarsvip á heim- ilið og segist Kristín ánægð með hann. „Eins er parketið í miklu uppáhaldi en ég gerði dauðaleit að þessum klassísku hvíttuðu grönnu furuplönkum eins og eru tíðir í gömlum dönskum íbúðum, en þetta eikarparket frá Birgisson komst mjög nálægt því.“ Kristín er ánægð með nýja eld- húsið, bæði rýmislega og útlitslega. „Grindin frá Former kom miklu betur út en ég þorði að vona, en ég var fyrsti viðskiptavinurinn til að setja hana yfir eldhúsinnrétt- ingu en ekki eyju. Mér finnst hún mjög grand og setja punktinn yfir i-ið og gefa þessu léttan hótelbar- fíling. Kvarssteinninn frá Granít- smiðjunni kom líka sérstaklega vel út en ákvörðunin um að hafa veggplötuna svona háa gerir mikið fyrir svona lítið rými og leyfir því að njóta sín.“ Flutti í þriðja sinn inn í sömu íbúðina Kristín Pétursdóttir hefur undanfarið hálft ár unnið að því að gera upp íbúð á Njálsgötunni, íbúð sem hún hefur áður búið í, tvisvar. Útkoman var biðarinnar virði enda einkar björt og falleg. Kristín er sérlega ánægð með heildarsvip heimilisins en eldhúsið var fært inn í aðra stofuna. Eldhúsinnréttingin er úr IKEA en grindin frá Former setur mikinn svip á rýmið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is Arnar Gauti Sverrisson arnargauti@sirarnargauti.is Stofan er björt og stílhrein, sófann fékk Kristín í IKEA og voldugan lampann í Snúrunni. Vegginn prýða svo falleg málverk eftir föður hennar, list- málarann Pétur Gaut. 5 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R32 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.