Fréttablaðið - 12.12.2020, Side 12

Fréttablaðið - 12.12.2020, Side 12
ORKURANNSóKNASJóÐUR Ert þú að grúska fyrir grænan heim? Eitt stærsta verkefni okkar er að skila jörðinni til komandi kynslóða í jafn góðu eða betra ástandi en við tókum við henni. Nútíminn kallar á grænar lausnir til að ná þessu takmarki, og ein stærsta græna lausnin er orkuvinnsla úr auðlindum sem endurnýja sig og valda lítilli losun á gróðurhúsalofttegundum. Rannsóknaverkefni sem tengjast orku- og umhverfismálum geta skipt sköpum í leitinni að þessum grænu lausnum og Orkurannsóknasjóður styður við slík verkefni á vegum háskóla, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga. Við auglýsum nú eftir umsóknum um styrki frá sjóðnum. Nánari upplýsingar, auk umsóknareyðublaðs, er að finna á vef Landsvirkjunar landsvirkjun.is Umsóknum er skilað á netfangið orkurannsoknasjodur@landsvirkjun.is Umsóknarfrestur er til og með 11. janúar 2021 Ekki skipað í réttinn á næstunni Mikil kynslóðaskipti hafa orðið í Hæstarétti að undanförnu. Miklir reynsluboltar hafa horfið á braut og nýir dómarar verið skipaðir í þeirra stað. Þrjár konur og fjórir karlar gegna nú embættum hæstaréttar- dómara. Fjórir af sjö dómurum réttarins voru skipaðir á síðustu tólf mánuðum. En nú má ætla að ró færist yfir réttinn varðandi manna- breytingar. Elsti dómarinn í réttin- um er Ingveldur Einarsdóttir sem er 61 árs. Dómarar við Hæstarétt geta farið á eftirlaun við 65 ára aldur og að óbreyttu má því búast við að ekki verði breytingar í réttinum næstu fjögur ár í það minnsta. Fræði- og dómarastörf í bland Aðeins fjórir af dómurunum hafa framhaldsmenntun í lögfræði, Björg lauk meistaranámi við Edinborgar- háskóla árið 1993 og Ólafur Börkur lauk meistaraprófi í Evrópurétti við Háskólann í Lundi árið áður en hann var skipaður í Hæstarétt. Ing- veldur Einarsdóttir sótti sér fram- haldsmenntun í þrígang meðan hún gegndi stöðu héraðsdómara. Hún nam umhverfisrétt við Upp- salaháskóla, mannréttindi í Oslóar- háskóla árið 2011 og nám í Evrópu- rétti, EES-rétti og starfsmannarétti við Háskóla Íslands árið 2012. Enginn dómaranna hefur dokt- orspróf, þótt Björg hafi reyndar leiðbeint nokkrum doktorsnemum. Reynsla af fræðimennsku er orðin töluverð í réttinum. Björg hefur mesta reynslu úr háskólastarfinu en hún hefur verið prófessor frá árinu 2002. Ása hefur verið í fullu starfi við lagadeild HÍ frá árinu 2008: fyrst sem lektor, svo dósent og loks pró- fessor árið 2018. Sigurður Tómas Magnússon gegndi stöðu atvinnulífsprófessors við Háskólann í Reykjavík áður en hann var skipaður í Landsrétt og þá hefur Benedikt Bogason sinnt kennslu við Háskóla Íslands allt frá árinu 1993. Hann hlaut fram- gang í stöðu prófessors árið 2016. Karl Axelsson hefur einnig sinnt kennslu í lögfræði í tæpa þrjá ára- tugi, en hann gegnir stöðu dósents við Háskóla Íslands og kennir bæði eignarétt og fjölmiðlarétt. Fjölbreytt sérsvið dómara Vegna mikillar dómarareynslu og reynslu af lögmannsstörfum eru dómararnir sjö með mikla reynslu í réttarfari og hafa margir auk þess kennt réttarfar á háskólastigi. Nokkrir dómaranna hafa einnig setið í réttarfarsnefnd sem gerir til- lögur til ráðherra um breytingar á réttarfarslögum og er til ráðgjafar við stjórnvöld á sviðinu. Þorgeir Örlygsson, sem nýverið lét af störfum í réttinum, var einn fremsti fræðimaður landsins á sviði kröfuréttar en Benedikt hefur einn- ig kennt fagið um árabil í lagadeild HÍ og hefur gefið út fræðirit um almennan kröfurétt ásamt Þorgeiri. Þekking á sviði Evrópu- og þjóða- réttar er einnig ágæt í réttinum en Björg hefur kennt þjóðarétt við HÍ og sat í samninganefnd Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Þá hafa bæði Ingveldur og Ólafur Börkur menntun á sviði Evrópu- réttar og bæði Ása og Benedikt verið varadómarar við EFTA-dómstólinn. Bæði Ingveldur og Benedikt hafa setið í nefndum á sviðum barna- verndarmála og Ása í kærunefnd jafnréttismála. Þá hefur Ása gefið út fræðirit á sviðum samningaréttar, fjármunaréttar og neytendaréttar og Björg á sviði stjórnskipunarrétt- ar og mannréttinda. Nýtt fræðirit eftir hana á sviði persónuverndar- réttar kemur út á næstunni. Á sviði refsiréttar má nefna að Sigurður Tómas var settur ríkissak- sóknari í Baugsmálunum svoköll- uðu og hefur setið í refsiréttarnefnd. Ása Ólafsdóttir hefur einnig komið töluvert að kynferðisbrotamálum, bæði sem lögmaður á neyðarmót- töku og sem ráðgjafi stjórnvalda í ýmsum nefndum á því sviði. Þá er ótalin sérstök þekking Karls Axelssonar á sviði eignarréttar en hann hefur bæði lengi fengist við kennslu á því sviði auk ráðgjafar við stjórnvöld á sviði eignarréttar og viðamikils starfs í óbyggða- nefnd meðan þjóðlendumálin voru þar til afgreiðslu. Hann er meðhöf- undur nýs fræðirits um eignarrétt sem kom út á þessu ári og ráðgerir útgáfu annarrar bókar um eignar- nám á næsta ári. Hann kennir einn- ig fjölmiðlarétt í lagadeild HÍ. Reynsluboltar í helgan stein Meðal fræðimanna sem horfið hafa úr réttinum síðustu ár eru Viðar Már Matthíasson, sérfræðingur í skaðabótarétti, og Páll Hreinsson, einn fremsti sérfræðingur landsins á sviði stjórnsýsluréttar. Á sviði skaðabótaréttar má segja að Landsréttur sé betur skipaður en þar situr helsti fræðimaður lands- ins á þessu sviði, Eiríkur Jónsson, auk Jóhannesar Sigurðssonar, sem kenndi skaðabótarétt í áratugi. Þótt núverandi dómarar við Hæstarétt bæti ekki fyrir brott- hvarf Páls á sviði stjórnsýsluréttar, vinnur löng dómarareynsla það upp að einhverju leyti en auk þess hafa nokkrir dómaranna starfsreynslu á sviði stjórnsýsluréttar, hafa ýmist starfað hjá Umboðsmanni Alþingis eða gegnt stjórnendastöðum í ráðu- neytum. Mikil kynslóðaskipti hafa orðið við réttinn en fjórir af sjö dómurum voru skipaðir árið 2020. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Aðeins fjórir af dómur- unum hafa framhalds- menntun í lögfræði. 1 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.