Fréttablaðið - 12.12.2020, Side 12
ORKURANNSóKNASJóÐUR
Ert þú að grúska fyrir
grænan heim?
Eitt stærsta verkefni okkar er að skila jörðinni til komandi
kynslóða í jafn góðu eða betra ástandi en við tókum við henni.
Nútíminn kallar á grænar lausnir til að ná þessu takmarki,
og ein stærsta græna lausnin er orkuvinnsla úr auðlindum sem
endurnýja sig og valda lítilli losun á gróðurhúsalofttegundum.
Rannsóknaverkefni sem tengjast orku- og umhverfismálum
geta skipt sköpum í leitinni að þessum grænu lausnum og
Orkurannsóknasjóður styður við slík verkefni á vegum háskóla,
stofnana, fyrirtækja og einstaklinga.
Við auglýsum nú eftir umsóknum um styrki frá sjóðnum.
Nánari upplýsingar, auk umsóknareyðublaðs,
er að finna á vef Landsvirkjunar
landsvirkjun.is
Umsóknum er skilað á netfangið
orkurannsoknasjodur@landsvirkjun.is
Umsóknarfrestur er til og með
11. janúar 2021
Ekki skipað í réttinn á næstunni
Mikil kynslóðaskipti hafa orðið í
Hæstarétti að undanförnu. Miklir
reynsluboltar hafa horfið á braut og
nýir dómarar verið skipaðir í þeirra
stað. Þrjár konur og fjórir karlar
gegna nú embættum hæstaréttar-
dómara. Fjórir af sjö dómurum
réttarins voru skipaðir á síðustu
tólf mánuðum. En nú má ætla að ró
færist yfir réttinn varðandi manna-
breytingar. Elsti dómarinn í réttin-
um er Ingveldur Einarsdóttir sem er
61 árs. Dómarar við Hæstarétt geta
farið á eftirlaun við 65 ára aldur og
að óbreyttu má því búast við að ekki
verði breytingar í réttinum næstu
fjögur ár í það minnsta.
Fræði- og dómarastörf í bland
Aðeins fjórir af dómurunum hafa
framhaldsmenntun í lögfræði, Björg
lauk meistaranámi við Edinborgar-
háskóla árið 1993 og Ólafur Börkur
lauk meistaraprófi í Evrópurétti
við Háskólann í Lundi árið áður en
hann var skipaður í Hæstarétt. Ing-
veldur Einarsdóttir sótti sér fram-
haldsmenntun í þrígang meðan
hún gegndi stöðu héraðsdómara.
Hún nam umhverfisrétt við Upp-
salaháskóla, mannréttindi í Oslóar-
háskóla árið 2011 og nám í Evrópu-
rétti, EES-rétti og starfsmannarétti
við Háskóla Íslands árið 2012.
Enginn dómaranna hefur dokt-
orspróf, þótt Björg hafi reyndar
leiðbeint nokkrum doktorsnemum.
Reynsla af fræðimennsku er orðin
töluverð í réttinum. Björg hefur
mesta reynslu úr háskólastarfinu en
hún hefur verið prófessor frá árinu
2002. Ása hefur verið í fullu starfi
við lagadeild HÍ frá árinu 2008: fyrst
sem lektor, svo dósent og loks pró-
fessor árið 2018.
Sigurður Tómas Magnússon
gegndi stöðu atvinnulífsprófessors
við Háskólann í Reykjavík áður en
hann var skipaður í Landsrétt og
þá hefur Benedikt Bogason sinnt
kennslu við Háskóla Íslands allt
frá árinu 1993. Hann hlaut fram-
gang í stöðu prófessors árið 2016.
Karl Axelsson hefur einnig sinnt
kennslu í lögfræði í tæpa þrjá ára-
tugi, en hann gegnir stöðu dósents
við Háskóla Íslands og kennir bæði
eignarétt og fjölmiðlarétt.
Fjölbreytt sérsvið dómara
Vegna mikillar dómarareynslu og
reynslu af lögmannsstörfum eru
dómararnir sjö með mikla reynslu
í réttarfari og hafa margir auk
þess kennt réttarfar á háskólastigi.
Nokkrir dómaranna hafa einnig
setið í réttarfarsnefnd sem gerir til-
lögur til ráðherra um breytingar á
réttarfarslögum og er til ráðgjafar
við stjórnvöld á sviðinu.
Þorgeir Örlygsson, sem nýverið
lét af störfum í réttinum, var einn
fremsti fræðimaður landsins á sviði
kröfuréttar en Benedikt hefur einn-
ig kennt fagið um árabil í lagadeild
HÍ og hefur gefið út fræðirit um
almennan kröfurétt ásamt Þorgeiri.
Þekking á sviði Evrópu- og þjóða-
réttar er einnig ágæt í réttinum en
Björg hefur kennt þjóðarétt við
HÍ og sat í samninganefnd Íslands
um aðild að Evrópusambandinu.
Þá hafa bæði Ingveldur og Ólafur
Börkur menntun á sviði Evrópu-
réttar og bæði Ása og Benedikt verið
varadómarar við EFTA-dómstólinn.
Bæði Ingveldur og Benedikt hafa
setið í nefndum á sviðum barna-
verndarmála og Ása í kærunefnd
jafnréttismála. Þá hefur Ása gefið út
fræðirit á sviðum samningaréttar,
fjármunaréttar og neytendaréttar
og Björg á sviði stjórnskipunarrétt-
ar og mannréttinda. Nýtt fræðirit
eftir hana á sviði persónuverndar-
réttar kemur út á næstunni.
Á sviði refsiréttar má nefna að
Sigurður Tómas var settur ríkissak-
sóknari í Baugsmálunum svoköll-
uðu og hefur setið í refsiréttarnefnd.
Ása Ólafsdóttir hefur einnig komið
töluvert að kynferðisbrotamálum,
bæði sem lögmaður á neyðarmót-
töku og sem ráðgjafi stjórnvalda í
ýmsum nefndum á því sviði.
Þá er ótalin sérstök þekking Karls
Axelssonar á sviði eignarréttar en
hann hefur bæði lengi fengist við
kennslu á því sviði auk ráðgjafar
við stjórnvöld á sviði eignarréttar
og viðamikils starfs í óbyggða-
nefnd meðan þjóðlendumálin voru
þar til afgreiðslu. Hann er meðhöf-
undur nýs fræðirits um eignarrétt
sem kom út á þessu ári og ráðgerir
útgáfu annarrar bókar um eignar-
nám á næsta ári. Hann kennir einn-
ig fjölmiðlarétt í lagadeild HÍ.
Reynsluboltar í helgan stein
Meðal fræðimanna sem horfið hafa
úr réttinum síðustu ár eru Viðar
Már Matthíasson, sérfræðingur í
skaðabótarétti, og Páll Hreinsson,
einn fremsti sérfræðingur landsins
á sviði stjórnsýsluréttar.
Á sviði skaðabótaréttar má segja
að Landsréttur sé betur skipaður en
þar situr helsti fræðimaður lands-
ins á þessu sviði, Eiríkur Jónsson,
auk Jóhannesar Sigurðssonar, sem
kenndi skaðabótarétt í áratugi.
Þótt núverandi dómarar við
Hæstarétt bæti ekki fyrir brott-
hvarf Páls á sviði stjórnsýsluréttar,
vinnur löng dómarareynsla það upp
að einhverju leyti en auk þess hafa
nokkrir dómaranna starfsreynslu
á sviði stjórnsýsluréttar, hafa ýmist
starfað hjá Umboðsmanni Alþingis
eða gegnt stjórnendastöðum í ráðu-
neytum.
Mikil kynslóðaskipti hafa orðið við réttinn en fjórir af sjö dómurum voru skipaðir árið 2020. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Aðeins fjórir af dómur-
unum hafa framhalds-
menntun í lögfræði.
1 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð