Fréttablaðið - 12.12.2020, Síða 22

Fréttablaðið - 12.12.2020, Síða 22
Þa u R ó b e r t A r o n Magnússon og Guð-rún Lárusdóttir standa að jólamarkaðinum í Hjartagarðinum ásamt Reykjavíkurborg og við heyrðum í Róberti um tilurð hans. „Í fyrra var ég með Jólabarinn við Hafnartorg sem ég hef reyndar fært hingað á Hjartatorgið í minni útgáfu,“ segir Róbert sem er maður- inn á bak við Götubitann Reykjavík Streetfood. „Götubitinn hefur undanfarin ár unnið náið með Reykjavíkurborg með svona útimarkaði sem snúa að mat. Í ár óskuðum við svo eftir að fá að sjá um jólamarkaðinn í sam- starfi við hana Guðrúnu sem var með sumarmarkaðinn hér síðast- liðið sumar. Úr varð svo að við sam- einuðumst þrjú, Reykjavíkurborg, Götubitinn og Guðrún, um að búa til skemmtilega jólamarkaðsstemn- ingu á Hjartatorgi og keyrðum það af stað um síðustu helgi,“ útskýrir Róbert og segir viðbrögðin fyrstu helgina hafa lofað góðu. Færri komust að en vildu Óskað var eftir umsóknum um sölubása í byrjun nóvember og segir Róbert að yfir 50 umsóknir hafi borist. „Það var dálítið púsl að vinna úr því en við höfum reynt að raða þessum skilmerkilega niður næstu helgar. Það er eins og alltaf, maður kemur aldrei öllum að enda básarnir bara tólf, en það er frábært að fá svona jákvæð viðbrögð og von- andi getum við stækkað svæðið og byggt þetta enn meira upp á næstu árum. Nú þurfum við aftur á móti að sníða okkur stakk eftir vexti vegna þeirra takmarkana sem eru í gildi,“ segir Róbert og telur upp sem dæmi möndlubás, dóminískan götubita, smávörusala og hönnuði. Róbert segir ákveðnar áskoranir jafnvel þó að markaðurinn sé utan- dyra þar sem ekki séu sömu reglur í gildi og innanhúss. „En við komum því vel til skila að fólk passi upp á tveggja metra regluna og hvaðeina. Það er rúmt um alla og við fylgjumst vel með þessu.“ Jólalegt og kósí Mikið var lagt upp úr því að gera svæðið jólalegt og kósí eins og Róbert orðar það og er ekki annað að sjá en vel hafi tekist til. „Við viljum að fólk komi hingað í jóla- fíling. Það er skemmtilegt svæði í kring og miðborgin iðar af lífi svo við getum aðeins gleymt okkur án þess að gleyma okkur alveg. Allt um kring eru frábær kaffihús og veitingastaðir og því um að gera að verja deginum í miðborginni og skoða hvað er í kring enda skemmti- legir hlutir að poppa upp.“ Róbert segir von á gestum á við Grýlu og Leppalúða og þeirra syni. „Það verða svo einhverjir „pop up“ viðburðir, tenórar, létt og lítil söngatriði og fleira en þetta verður ekki auglýst. Jólamarkaðurinn er opinn laug- ardag og sunnudag frá klukkan 13 til 18 en opið verður f leiri daga og eitthvað lengur þegar nær dregur jólum. „Við samstillum okkur þá með verslununum í kring,“ segir hann og bendir á að hægt sé að fylgjast með á Facebook. Jólakvosin við Ingólfstorg Á hádegi í dag, laugardag, verður Jólakvosin við Ingólfstorg opnuð en þar verður markaður við skauta- svell Nova. Markaðurinn verður með fjölbreytta bása með gómsæt- um kræsingum frá veitingastöðum í grenndinni, Grill- og Fismarkaðn- um og Skúla Craft Bar. Eins verður Sirkus Íslands með karnivalbás þar sem selt verður kandífloss og popp og sölubásar með fjölbreyttum og skemmtilegum vörum. Skautasvellið Novasvellið hefur verið sett upp á Ingólfstorgi í sjötta sinn og segir Magnús Árnason hjá Nova að sam- hugur hafi verið innan teymisins um að láta þennan mikilvæga þátt jólanna ekki vanta þrátt fyrir sam- komutakmarkanir. „Auðvelda ákvörðunin hefði verið að hætta við Novasvellið þar sem framkvæmdin er erfiðari, mun dýrari og færri munu komast inn á svellið en verið hefur. En við finnum að fólk er sérstaklega þakklátt fyrir þetta framtak í ljósi þess hversu lítið er um viðburði um þessar mundir og hversu mikið við þurfum öll á því að halda að halda gleðinni gangandi.“ Brýnt að bóka með fyrirvara Undanfarin ár hafa um 20 þúsund manns skautað á Novasvellinu á Ingólfstorgi og yfir 150 þúsund heimsóknir verið inn á svæðið. „Það er ljóst mál að mun færri munu eiga kost á því að nýta þetta tækifæri en brýnt er að fólk bóki sér tíma með fyrirvara til að nýt- ingin verði sem best og sem f lestir fái að njóta,“ útskýrir Magnús. Til að viðhalda sóttvörnum verða miðar á svellið eingöngu seldir í gegnum Nova-appið og vef- inn og þarf þar að velja sérstakan tíma. Svellinu er svo skipt upp í tvö sóttvarnahólf til að vanda stýringu og talningu inn á það. Eins gætir starfsfólk þess að spritta allan búnað og snertif leti eftir notkun. Halda gleðinni gangandi í miðbænum Jólin eru svo sannarlega mætt í miðbæinn enda um að gera að finna jólaandann undir beru lofti með því að rölta utandyra, laus við grímur og sprittbrúsa. Jólamarkaðir hafa sprottið upp í Hjarta- garði og við Ingólfstorg þar sem einnig má skella sér á skauta. Þau Róbert Aron Magnússon og Guðrún Lárusdóttir standa að jólamarkaðnum í Hjartagarðinum þar sem þau lögðu upp með jólalega og kósí stemningu á tólf fjölbreyttum og ólíkum básum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Í Hjartagarðinum eru 12 sölubásar opnir um helgar frá 13 til 18 en opnunartími mun rýmka þegar nær dregur jólum. MYND/AÐSEND Novasvellið á Ingólfstorgi hefur verið opnað sjötta árið í röð en því er skipt upp í tvö sótt- varnahólf og nauðsynlegt er að panta tíma til að skauta fyrir fram. MYND/AÐSEND Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is 1 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.