Fréttablaðið - 12.12.2020, Síða 36

Fréttablaðið - 12.12.2020, Síða 36
heilinn þinn ekki eins og hann á að virka og þú getur ekki hugsað skýrt,“ út skýrir Sól ey. Matur kalli fram ótta við brögð og það verði f lókið að borða. „Vanda málið er ekki endi lega maturinn heldur það sem varð til þess að þú leiddist út á braut átröskunar.“ Ekki sé hægt að vinna í þeim vanda málum fyrr en ein stak lingurinn komist í rétt næringar á stand. „Fyrst þarf að ná upp þyngd ef manneskjan er í undir þyngd og hætta upp köstum ef það hefur verið vanda mál,“ segir Sól ey. „Að því loknu er hægt að vinna í vand­ anum, hvort sem það er þung lyndi, á falla streita eða eitt hvað annað.“ Enga hjálp að fá Til stóð að opna sér gang á Kleppi fyrir átröskunar sjúk linga og búið var að vinna alla undir búnings­ vinnu fyrir það verk efni áður en teymið f lutti í bráðabrigðarhús­ næði í ágúst 2019. Þegar á hólminn var komið var þó ljóst að ekk­ ert fjár magn væri til fyrir fram­ kvæmdum á ganginum. „Það finnst aldrei fjár magn fyrir þennan hóp. Það þarf enginn að segja mér að það hafi ekki verið hægt að út vega ein hvers konar hús næði með eld húsi og við tals her­ bergi á þessum tíma,“ segir Sól ey. Viljinn hafi ein fald lega ekki verið fyrir hendi. Vorið 2019 fékk Sóley slæmt bak­ slag og var á verri stað líkamlega og andlega en áður. „Mér leið ekki eins og ég væri tilbúin að fá hjálp.“ Aðstandendur hennar höfðu þó töluverðar áhyggjur. „Þegar fólkið mitt var farið að hringja í mig grát­ andi til að biðja mig um að leita eftir aðstoð lét ég undan.“ „Ég hafði því aftur samband við átröskunarteymið í lok sumars­ ins 2019 en þá var enga hjálp að fá.“ Boðið var upp á við töl en Sól­ ey kveðst hafa verið komin á svo slæman stað að þau hafi ekki dugað til. „Sem betur fer fékk ég að taka þátt í til rauna með ferð þar sem ég var með mál tíðar stuðning nokkr­ um sinnum í viku.“ Sú hjálp á samt því að hafa verið á dag deildinni fyrr á árinu varð til þess að hún náði bata á ný. „Ég hafði mikið í verk færa töskunni til að hjálpa mér sem aðrir kannski hafa ekki.“ Milli steins og sleggju Margir sjúklingar eru of veikir fyrir úr ræðin sem eru til staðar á Land­ spítalanum en ekki nógu veikir til að vera lagðir inn á bráða geð deild. „Það er ekkert sem grípur þau áður en þau eru lögð inn þannig að þeim versnar bara og versnar þar til þau verða nógu veik fyrir innlögn,“ segir Sóley. Nauð syn legt sé að koma upp sólar hringsúr ræði líkt og er í boði á hinum Norðurlönd­ unum. „Af einhverjum ástæðum hefur það aldrei verið í boði hér þrátt fyrir að boðið sé upp á inn­ lagnir fyrir f lestar aðrar geðrask­ anir.“ Átröskunarteymið veitir að sögn Maríu teymisstjóra faglega og góða meðferð en þau bíði enn eftir betri úrræðum. „Okkur dreymir um meiri mannskap og betra húsnæði.“ Vonir séu bundnar við endurskipu­ lagningu á geðþjónustunni en þar stendur til að bjóða upp á einstakl­ ingsmiðaða þjónustu með aðgangi að dagdeild. Gamalt og úrelt húsnæði Samkvæmt yfirstjórn spítalans er enn beðið eftir svörum frá Alþingi um hvort f jármagn fáist til að útbúa húsnæði sem átröskunar­ teymið gæti nýtt, ásamt öðrum geðteymum. „Húsnæðið sem við höfum yfir að ráða fyrir geðþjón­ ustuna er gamalt, þarfnast mikils viðhalds og hentar starfseminni okkar verulega illa,“ segir Nanna Briem, forstöðumaður Geðþjón­ ustu Landspítalans. Í febrúar þessa árs kvaðst Nanna vonast til að húsnæðisvandamál geðþjónustunnar myndi leysast innan nokkurra vikna, eins og þá var haft eftir henni í kvöldfréttum RÚV. Hún segist ekki fá um það ráðið hvort eða hvenær lausnin verði að veruleika. „En ég er bjart­ sýn á að við munum geta bætt aðstöðuna þótt aðstaðan geti aldrei orðið eins og hún ætti að vera í því húsnæði sem við erum í núna.“ Biðtími eykst Meðalbatatími átröskunarsjúklinga er um sex ár að sögn Sóleyjar. Það stafi meðal annars af því hversu langan tíma það tekur fólk að þora að leita sér aðstoðar. „Staðal í mynd átröskunar kemur í veg fyrir að fólk biðji um hjálp.“ Það eigi sérstaklega við um stráka, eldra fólk og fólk sem er ekki í undir þyngd. „Þau eru enn lengur að gera sér grein fyrir því að þau séu veik.“ Því lengur sem fólk bíði með að fá hjálp því veikara verði það. María tekur undir það og segir sjúklingum yfirleitt versna á meðan beðið er eftir meðferð. „Það þýðir að fólk er að koma inn veikara en það myndi vera ella og þurfi þá meiri meðferð.“ Eftir því sem meðferðatíminn leng­ ist eykst biðtíminn. „Þarna mynd­ ast einhvers konar f löskuháls hjá okkur.“ Sjúk lingar blygðast sín „Þrátt fyrir augljósa galla í kerfinu er enginn að þrýsta á um breytingar vegna þess að átröskunar sjúk lingar skammast sín fyrir veikindi sín,“ segir Sól ey hrærð. Sjálf ætlaði hún aldrei að trúa nokkrum manni fyrir því að hún þjáðist af átröskun. „Ég var hrædd um að ég yrði dæmd sem manneskja með út lits dýrkun og skammaðist mín gríðar lega.“ Aðrir sjúk lingar hafi svipaða sögu að segja og því vilji fáir stíga fram. „Skömmin hindrar að breytingar verði á á­ standinu.“ Aðspurð hvaðan skömmin komi kveðst Sóley viss um að hún komi frá samfélaginu.  ,,Vegna þess að margir halda að þau sem þjást af átröskun séu rosa lega upp tekin af út litinu og hugsi ekki um neitt annað,“ segir Sól ey. Sjúk lingar blygðist sín einnig fyrir upp köst og aðra hegðun sem fylgir sjúk­ dómnum. Umræða um átröskun virðist hafa fallið milli stafns og bryggju í vit­ undarvakningu um geðsjúkdóma síðustu ár. Sól ey hefur reynt að leggja sitt af mörkum í þeim efnum og vill útrýma tabúinu. Hún sendi heilbrigðisráðherra opið bréf síðast­ liðinn febrúar eftir að í átröskunar­ teyminu fækkaði um enn einn með­ lim. „Þá fékk ég loks nóg. Bið listinn var orðinn ár og ljóst að hann myndi lengjast með fækkun sál fræðinga.“ Bréfið vakti töluverða athygli en þrátt fyrir boð um breytingar hefur ekkert verið aðhafst. „Svo er náttúr lega COVID og það er verið að minnka þjónustu Land spítalans og maður er hræddur um að ekkert muni gerast.“ Sjúklingar beri ábyrgðina Sóley segist hafa fengið þau skila­ boð að það væri á ábyrgð notenda að berjast fyrir breytingum. „Þegar ég hef spurt hvort það eigi ekki að fara að gera eitthvað hef ég ætíð fengið þau svör að ég eigi að hafa hátt um þetta.“ Þannig sé athygli vakin á málinu. „Það er náttúrulega hræðilegt að sá sem sé veikur þurfi að opinbera veikindi sín og berjast fyrir því að fá hjálp þar sem þessi sjúkdómur er ekki tekinn alvar­ lega.“ Það ýti undir þá trú að ekki sé um raunverulegan sjúkdóm að ræða. „Þegar þú færð þau svör að þú getir ekki fengið hjálp þá líður þér eins og þú eigir að geta læknað sjúkdóminn þinn sjálf.“ Meinið sé greinilega ekki nógu alvarlegt til að hlúð sé að því. „Manni líður ekki alltaf eins og maður sé fárveikur og þess vegna er hætta á því að sjúklingar trúi þessum skilaboðum.“ Yngri kynslóðin í hættu Sóley telur börn sem alast upp með samfélagsmiðla vera í sérstökum áhættuhópi þegar kemur að átrösk­ un. „Geðsjúkdómar hafa aukist töluvert síðastliðin ár og átröskun er þar engin undantekning.“ Sam­ félagsmiðlar ýti undir óraunhæfa fegurðarstaðla þar sem auðvelt sé að eiga við myndir og breyta útliti fólks. „Þess vegna er svo mikilvægt að gera eitthvað í þessu núna svo það verði komin almennileg með­ ferð sem hægt er að nálgast hér á landi fyrir komandi kynslóðir.“ Það skipti einnig gríðarmiklu máli að fólk viti að hægt sé að ná bata. „Ég hef náð mun meiri bata en ég þorði að vona. Síðasta haust sá ég ekki fram á að ná mér nokkurn tímann eftir þessa lífsreynslu.“ Í haust byrjaði Sóley í skóla og hóf nýtt starf. „Ég segi ekki að ég sé búin að ná mér hundrað prósent bara, maður er svolítið með þennan sjúkdóm út lífið,“ viðurkennir hún. „Hugsanirnar sem fylgja þessum sjúkdómi eru enn til staðar, en ég er orðin nógu andlega sterk til að standa í hárinu á þeim og vera sterk­ ari en átröskunin.“ Sóley gagnrýnir harðlega að ekki hafi fundist fjármagn til að útbúa nauðsynlegt húsnæði fyrir átröskunarteymið. „Það finnst aldrei fjármagn fyrir þennan hóp.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR DAUÐSFALL ER AUÐVITAÐ MÖGULEIKI ÞAR SEM ÞETTA ER LÍFSHÆTTU- LEGUR SJÚKDÓMUR OG EF ÞETTA HELDUR SVONA ÁFRAM MUN ÞAÐ GERAST. 1 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R36 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.