Fréttablaðið - 12.12.2020, Side 38

Fréttablaðið - 12.12.2020, Side 38
ÉG FÉKK SVONA BLEKK- INGARHEILKENNI OG HUGSAÐI: HVAÐ ER ÉG AÐ GERA HÉR? AF HVERJU HALDA ÞAU AÐ ÉG GETI GERT ÞETTA? Þetta gerðist eiginlega óvart,“ segir hin 28 ára Salka Margrét Sigurðar-dóttir sem vinnur nú að stærstu loftslags-ráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna, COP26, sem Bretland heldur á næsta ári. Hún hefur starfað fyrir bresku ríkisstjórnina síðan hún útskrifaðist úr háskóla fyrir fimm árum síðan. Fyrst sem aðstoðar maður ráðherra netör- yggismála, síðan við skipulagningu útgöngu landsins úr Evrópusam- bandinu og nú við loftslagsmálin. Salka er af Skaganum, lærði við fjölbrautaskólann þar, síðan í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og loks heimspeki og opin- bera stefnumótun við London School of Economics. „Ég ætlaði að koma aftur heim en prófaði að sækja um starf hjá breska ríkinu og fékk,“ segir hún. Ef tir að Bretar samþyk ktu útgönguna úr Evrópusambandinu í júní árið 2016 var Salka ráðin inn í teymi til að skipuleggja hana. Í þrjú ár vann hún að því að komast að því hvað Bretland þyrfti að gera til að ganga út og byggja upp samnings- stöðu gagnvart sambandinu. Salka segir þetta hafa verið mjög gefandi og lærdómsríkan tíma og einstakt að fá að ferðast um og leggja fram stefnu Bretlands á samningafundum. Hún hefur nú unnið undir þremur forsætisráð- herrum, David Cameron, Theresu May og Boris Johnson, á einhverjum róstusömustu tímum í breskum stjórnmálum í áratugi. „Í hvert sinn sem það eru kosn- ingar eða uppstokkun ráðherra bíðum við og sjáum hvort við fáum nýja yfirmenn,“ segir Salka. „Hvort við þurfum að rífa í sundur þau stefnumál sem við erum búin að byggja upp. Það er okkar starf að framfylgja vilja ráðherranna en jafnframt að gefa þeim ráð.“ Blekkingarheilkennið Salka segir forsætisráðherrana halda sig að mestu leyti í Downing stræti 10 að vinna að stærstu mál- unum. En hinir ráðherrarnir hafi nokkuð mikið sjálfstæði í sínum málaflokkum. Hún sjálf vinni mest með þeim ráðherrum sem hafi með hennar málefni að gera. Til dæmis viðskipta- og orkumálaráðherrann Alok Sharma. Það tók hana tíma að venjast því að vera í þessari stöðu. „Það er furðuleg tilfinning að heyra ráðherra Bretlands f lytja ræður sem ég hef skrifað,“ segir Salka. „Ég fékk svona blekkingar- heilkenni og hugsaði: Hvað er ég að gera hér? Af hverju halda þau að ég geti gert þetta? Mér hefur verið hrósað en það er samt erfitt að hafa trú á sjálfum sér þegar maður er í svona stóru batteríi.“ Sem embættismaður í innsta hring hefur hún haft vitneskju um það sem í raun og veru gerist á bak við tjöldin. „Það er mjög gaman að fylgjast með hvernig fjölmiðlarnir reyna að túlka hvað er að gerast, til dæmis varðandi Brexit,“ segir hún. „Þeir hitta naglann ekki alltaf á höf- uðið.“ Þó nú sé krítískur tímapunktur varðandi útgönguna, aðlögunar- tímabilið að renna út og samninga- viðræður í skotgröfum segir Salka vindinn að miklu leyti farinn úr umræðunni meðal almennings. „Þetta er búið að taka svo langan tíma. Fólk vill að þessu ljúki,“ segir hún. „Fólk vonar vissulega að samningar náist og þar sem það eru aðeins örfá mál sem ágreiningurinn snýst um er ekki ólíklegt að það takist. En almenningur talar ekki mikið um Brexit lengur. COVID hefur tekið yfir umræðuna.“ Bjartsýni vegna bólusetningar Bretar riðu á vaðið að samþykkja bóluefni Pfizer og BioNTech og bólusetningar hófust í vikunni. Salka segir mikla spennu og bjart- sýni í kringum þetta en Bretland er meðal þeirra ríkja sem verst hafa orðið úti í faraldrinum. „Hér hefur í tvígang verið sett á hart útgöngubann og fólk ekki mátt gera mikið,“ segir hún. „Margir hafa unnið heiman frá síðan í febrúar og vinir ekki mátt hittast nema úti á götu. Ég er í alþjóðastarfi og á að vera að ferðast um allan heiminn en hef þurft að vinna heima. Það er mikil eftirvænting eftir því að lífið geti orðið venjulegt aftur.“ Salka segir undarlegt að ganga um nánast tóma miðborg Lundúna, Covent Garden og Soho sem áður voru full af lífi. Aðeins þann tíma sem veitingastaðirnir eru opnir er fólk á ferli. „Fólk skilur að það þarf að fylgja þessu og það hefur ekki verið mikil andstaða við aðgerðirnar,“ segir Salka. Frekar hafi stjórnin verið gagnrýnd fyrir að bregðast seint við og að reglurnar hafi ekki alltaf verið nægilega skýrar. „Það er erfitt að vita hvað eru góð viðbrögð eða slæm. Við erum öll að læra á þennan nýja veruleika.“ Hún segist ekki fagna of snemma þó að bólusetningar séu hafnar. Enn sé verið að bólusetja aldrað fólk og fólk í áhættuhópum og almenning- ur þurfi að vera undirbúinn undir takmarkanir í nokkra mánuði til viðbótar. Hversu f ljótt tekst að aflétta takmörkunum skiptir hana töluverðu máli því að loftslagsráð- stefnan er skipulögð í nóvember. Loftslagsbreytingar verri fyrir konur og jaðarhópa „Á ráðstefnunni verður haldið áfram að semja um ýmsar greinar Parísarsáttmálans og loftslags- samning Sameinuðu þjóðanna. Þetta er árleg ráðstefna og Bretar bera ábyrgð á henni á næsta ári,“ segir Salka. „Teymið sem ég leiði vinnur að því að byggja upp samn- ingsstöðu sem öll lönd Sameinuðu þjóðanna geta samþykkt og takast á við áhrif loftslagsbreytinga í ýmsum málaflokkum.“ Í þessari vinnu ber Salka meðal annars ábyrgð á að leiða viðræð- urnar um kynjajafnrétti og rétt frumbyggja. „Loftslagsbreytingar hafa verri áhrif á minnihluta og jaðarsetta hópa, til dæmis konur,“ segir hún. „Konur eru sjaldnar í valdastöðum og koma því sjaldnar að ákvarð- anatökunni. Þær vinna líka meira með þær auðlindir sem loftslags- breytingar hafa áhrif á, til dæmis að sækja vatn eða við hefðbundin landbúnaðarstörf. Við þurfum að finna f leiri leiðir til valdef lingu kvenna og jaðarhópa og koma þeim að við samningaborðið.“ Salka segir umræðuna um lofts- lagsmálin lifandi í Bretlandi, fólk hafi mikinn áhuga og stjórnmálin séu að bregðast við með markmið- um og aðgerðum. Takmark breskra stjórnvalda er að ná kolefnishlut- leysi árið 2050 og vera í leiðtoga- hlutverki á heimsvísu á þessu sviði. Aðspurð um kosningu Joes Biden sem Bandaríkjaforseta segir Salka hana jákvæða. En Donald Trump, núverandi forseti, hefur verið mjög efins um loftslagsbreytingar og dró Bandaríkin út úr Parísarsáttmál- anum. „Það er ekki hægt að neita því að þetta hefur mikil áhrif á okkar vinnu,“ segir Salka. „Biden hefur sagt að Bandaríkin komi aftur að Parísarsáttmálanum og réð John Kerry sem sérstakan loftslagserind- reka Bandaríkjanna.“ Salka ræddi við Kerry á síðasta ári og er bjart- sýn á að samstarfið við Bandaríkin gangi betur á þessu sviði. Banda- rísku samninganefndirnar muni hafa mun meira svigrúm til alþjóða- samstarfs á næsta ári. Þúsund kílómetrar á árinu Salka hefur ekki tekið neina ákvörð- un um hversu lengi hún hyggist starfa í Bretlandi. Hún horfi aðeins eitt ár fram í tímann. „Ég er ekki með neitt plan. Ef Ísland býður mér gott starf þá myndi ég skoða það. En utanríkisþjónusta Bretlands er svo miklu stærri en á Íslands og ég er ánægð með þau áhrif sem ég get haft hér eins og er,“ segir hún. Salka og Thomas Coe, kærasti hennar, keyptu sér nýlega hús í suðausturhluta borgarinnar. Hún segir það kannski merki um að hún sé ekkert endilega á leiðinni heim á næstunni, en afskrifar það þó ekki. „Við kynntumst bara á Tinder,“ segir Salka aðspurð um kærastann, sem starfar sem gagnavísinda- maður. Engin börn eru komin undir vænginn hjá þeim. „Ég er 28 ára, enn ung stelpa,“ segir hún. Þegar Salka er ekki að semja um loftslagsmál eða skrifa ræður fyrir ráðherra er hún yfirleitt hlaupandi um götur Lundúna. „Það er svo gott fyrir geðheilsuna að hlaupa. Ég er búin að hlaupa meira en þúsund kílómetra á þessu ári,“ segir hún. „Í útgöngubanninu hefur varla mátt gera neitt annað en að hreyfa sig.“ Félagslífið skiptir hana einnig miklu máli. Að hitta vini, spila og spjalla. Hún segist ekki vel tengd Íslendingasamfélaginu í Lundúnum en haldi enn góðu sambandi við vinina heima á Íslandi. „Þeir skipta mig afskaplega miklu máli.“ Loftslagsbreytingarnar hafa verri áhrif á konur Í fimm ár hefur hin 28 ára Salka Margrét Sigurðardóttir starfað fyrir bresku ríkisstjórn- ina. Hún segir það vera furðulega tilfinningu að heyra ráðherrana flytja ræður sem hún hefur skrifað og að það sé ekki auðvelt að hafa trú á sjálfum sér á svona stóru sviði. Salka útilokar ekki að flytja aftur til Íslands en keypti nýlega hús í suðausturhluta Lundúna með kærasta sínum. MYND/LUCY FITTER Kristinn Haukur Guðnason kristinnhaukur@frettabladid.is 1 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R38 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.