Fréttablaðið - 12.12.2020, Page 44

Fréttablaðið - 12.12.2020, Page 44
Í Kína eru sæbjúgu þekkt sem heilsubótarfæði og notuð til bóta við hinum ýmsu meinum. Kínverjar kalla sæbjúgu gjarnan „ginseng hafsins“ og til eru sagnir um notkun sæbjúgna þar fyrir meira en þúsund árum. Arctic Star sæbjúgnahylkin innihalda yfir fimmtíu tegundir af nær- ingarefnum sem geta haft jákvæð áhrif á lífeðlisfræðilega starfsemi mannslíkamans, til dæmis er mikið kollagen í þeim, en það er eitt helsta uppbyggingarprótein líkamans. Finnur mikinn mun á sér Á síðustu árum hefur Arctic Star sérhæft sig í þróun á fæðu- bótarefnum, svo sem framleiðslu, markaðssetningu og sölu á hágæða sæbjúgnahylkjum. Hylkin eru framleidd úr íslenskum, hágæða, villtum sæbjúgum sem eru veidd í Atlantshafinu. Magnús Friðbergsson hefur tekið sæbjúgnahylkin frá Arctic Star undanfarin ár. „Vinur minn kynnti mig fyrir sæbjúgnahylkj- unum og þar sem ég hafði lengi verið slæmur í hnjám, með liðverki og lítið getað beitt mér, ákvað ég að prófa. Tveimur til þremur vikum seinna fann ég mikinn mun. Nú hef ég tekið sæbjúgnahylkin í tvö ár og fer allra minna ferða án óþæginda. Það er algjör bylting frá því sem áður var. Nú get ég gert hluti eins og að fara í langar gönguferðir, sem ég gat varla gert áður. Að minnsta kosti gerði ég það ekki með bros á vör og það tók mig langan tíma að jafna mig eftir álag,“ útskýrir hann. Magnús, sem er 71 árs, hafði fengið að heyra frá lækni að mikið slit væri í hnjám hans og ekki væri von á að það gengi til baka. „Hann sagði mér að kíkja á fæðingardaginn minn og að ég gæti ekki búist við að fara aftur í tíma. Mér fannst vont að heyra þetta og var því tilbúinn að prófa ýmislegt sem gæti mögulega lagað þetta. Sæbjúgnahylkin frá Arctic Star virka mjög vel á mig og ég mæli með að fólk prófi þau.“ Framleiðandi sæbjúgna er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á arcticstar.is. Arctic Star sæbjúgnahylki fást í flestum apótekum, heilsubúðum, í Hagkaupum og í Fjarðarkaup. Sæbjúgnahylkin eru bylting Magnús Friðbergsson mælir með sæbjúgnahylkjum frá Arctic Star, en hann finnur mun á sér eftir að hann fór að nota þau. Sæbjúgu innihalda yfir fimmtíu tegundir af næringarefnum. Magnús er betri í hnjám og finnur minna fyrir liðverkjum eftir að hann fór að taka sæbjúgnahylkin. Hylkin eru nú komin í nýjar um- búðir eins og sjá má á myndinni. Afmælisbarn dagsins er eng-inn annar en Frank Sinatra (12. desember, 1915-14. maí, 1998) en um er að ræða vinsælasta tónlistarmann 20. aldarinnar. Þá hafa selst yfir 150 milljón platna með honum á heimsvísu sem gerir hann að einum mest selda tón- listarmanni allra tíma. Þriðja stúdíóplata Sinatra er líklega sú sem flestir tengja við söngvarann og leikarann, en það er platan Christmas Songs by Sinatra. Platan kom út árið 1948 og innihélt átta jólalög: Silent Night, Adeste Fideles, White Christ- mas, Jingle Bells, Little Town of Bethlehem, It Came Upon a Mid- night Clear, Have Yourself a Merry Little Christmas og Santa Claus is Comin' to Town. Nú má bóka að einhverjir lesendur séu þegar komnir með einhvern af þessum hátíðlegu söngvum á heilann og dragi jafnvel seiminn í röddinni, eins og honum einum var lagið, í huganum. Sinatra varð að eins konar fyrir- mynd fyrir hinn harðgerða ítalsk- bandaríska verkamann. Þrátt fyrir fjölskyldutengsl sín inn í ítölsku mafíuna þá neitaði hann því ávallt að hann væri viðriðinn skipulagða glæpastarfsemi, eða eins og hann orðar það: „Þær fregnir um að ég sé í bræðralagi með ribböldum eða fjárglæframönnum eru illkvittnar lygasögur.” Haft var þó eftir honum að ef ekki hefði verið fyrir áhuga hans á tónlist, þá hefði hann líklegast fetað glæpaveginn. Frank Sinatra átti skrautlegt ástarlíf og á árunum 1951-1957 var hann í stormasömu hjónabandi með Hollywoodstjörnunni Övu Gardner. Ári síðar sleit hann trú- lofun við Lauren Ball og 1962 við Juliet Powse. Í júlí 1966 kvæntist hann Miu Farrow og lauk því hjónabandi í Mexíkó í ágúst 1968. Árið 1976 kvæntist hann Barböru Marx og stóð það hjónaband uns Sinatra lést árið 1998. Engin eru jólin án Franks Frank Sinatra var rómaður fyrir heillandi bros sitt og fallegu bláu augun enda var hann oft kallaður “Ol’ blue eyes“. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY. Haft var þó eftir honum að ef ekki hefði verið fyrir áhuga hans á tónlist, þá hefði hann líklegast fetað glæpaveginn. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.