Fréttablaðið - 12.12.2020, Page 50
Jóhanna María
Einarsdóttir
johannamaria@frettabladid.is
Gnægtahorn (lat. cornu copiae, e. Cornucopia) er ein elsta gjafakarfan sem finna
má í þekktum sögnum, en um er
að ræða lúðurlaga form yfirfullt af
ferskmeti, blómum eða hnetum.
Gnægtahornið er þekkt tákn í
klassískri fornöld og var, eins og
nafnið gefur til kynna, merki um
ofgnótt og næringu.
Körfur eða klyfjatöskur af
þessari gerð voru notaðar til
forna í Vestur-Asíu og Evrópu til
þess að ferja nýtínda uppskeru og
matarafurðir. Formið var hentugt
að því leyti að hægt var að smeygja
körfunni utan um sig og voru
hendurnar því lausar til tínslu.
Allsnægtastrákur
Grikkir útskýrðu uppruna
gnægtahornsins með goðsögnum,
en eitt best þekkta dæmið um
slíkt finnst í sögunni um Seif
þegar hann var ungbarn. Hvít-
voðungnum hafði verið naumlega
forðað frá Krónosi föður sínum
rétt áður en hann lenti í gini hans
með systkinum sínum. Seifur var
falinn í helli á eyjunni Krít þar sem
vel var séð um hann. Geitin Amal-
thea gaf honum mjólk að sjúga af
spena. Þessi verðandi konungur
guðanna bjó yfir miklum styrk og
eitt sinn þegar hann lék við geitina
tókst honum að brjóta eitt hornið
af henni. Hornið var gætt þeim
töfrandi eiginleika að geta séð
fyrir óendanlegu magni af nær-
ingu, líkt og geitin fyrir guðinn.
Gnægtahornið varð að tákni
fyrir ýmis grísk og rómversk goð-
mögn sem tengdust uppskeru og
ríkidæmi sem og persónugervinga
jarðarinnar eins og Gaiu og Terru.
Goðmögn eins og Plútus, guð ríki-
dæmis; korngyðjan Demeter; dísin
Maia og Fortúna, lukkugyðjan
sjálf, gátu öll stuðlað að velmegun
og hafa oft verið sýnd með gnægta-
horn í fórum sér í listasögunni.
Sama á við um ýmsa aðra guði og
gyðjur.
Gnægtahornarmótífið var eins
og frægt er orðið, notað í bókunum
um Hungurleikana, en aðalsögu-
þráður bókanna snýst um raun-
veruleikaþátt þar sem keppendum
er komið fyrir í lokuðu umhverfi
og ráða hvern annan af dögum uns
einn stendur eftir sem sigurvegari.
Leikurinn hefst í sérstöku rými
fullu af vopnum og verkfærum.
Keppendum er komið þar fyrir og
byrjar leikurinn oftast þannig að
þátttakendur keppast við að næla
sér í vopn og drepa hver annan.
Rýmið nefnist því kaldhæðnis-
lega nafni „Gnægtahornið“ enda
frekar þversagnakennt að tengja
allsnægtir við eitthvað sem drepur
í stað þess að næra.
Frægasta gjafakarfa Evrópu
Í ævintýrinu um Rauðhettu
litlu kemur fram annars konar
gnægtahorn, í formi gjafakörfu.
Biður móðir Rauðhettu hana
um að skottast til ömmu sinnar
með körfu fulla af hollum mat.
Þekktasta útgáfan var rituð á
bók af Charles Perrault og síðar
bættu Grimmsbræður sögunni
við safnið sitt. Meðal krása í körfu
Rauðhettu mátti finna osta, brauð,
jarðarber úr garðinum, köku sem
móðir Rauðhettu bakaði og svo
var þar að sjálfsögðu vínflaska.
Þessar kræsingar munu hafa verið
ömmu Rauðhettu að skapi en þær
freistuðu ekki verunnar í rúminu
hennar ömmu. Rauðhetta undrar
sig á útlitsbreytingum ömmu
sinnar og spyr hana hvers vegna
röddin sé svo djúp, hví augun og
eyrun hefðu stækkað svo, af hverju
hendurnar séu svo hramma-
legar og hvernig standi á því að
munnurinn sé svo stór. Amman
hefur svör á reiðum höndum við
hverri spurningu, lýkur samtalinu
á því að gleypa Rauðhettu í heilu
lagi og hunsar gjafakörfuna með
víninu góða. Af þessu má væntan-
lega draga þann lærdóm að til þess
að hitta í mark með gjafakörfu
þá sé best að hugsa vel um hver
viðtakandi gjafakörfunnar er. Það
þýðir lítt að bjóða úlfi vín líkt og
það myndi seint hitta í mark að
lauma tvíreyktum hangikjötsbita
að veganista.
Jötunn og Rauðhetta
Þess má geta að hliðstæðu samtals
Rauðhettu og úlfsins áður en hún
verður sjálf ásamt ömmunni, að
eins konar gjafakörfu eða gnægta-
horni fyrir úlfinn, má finna í hinni
Norrænu Þrymskviðu. Jötuninn
Þrymur hafði rænt Þórshamri
og krefst þess að fá að kvænast
Freyju hinni fögru gegn því að
skila hamrinum. Guðirnir sættast
á þessi skipti en Freyja mótmælir
harkalega þessum skiptasamningi.
Því taka guðirnir upp á því að
klæða Þór upp sem gyðjuna Freyju
og senda hann á fund Þryms.
Þegar jötunninn lítur Þór augum í
dulargervi Freyju furðar hann sig
á því hvers vegna augu hennar séu
svo ókvenleg og hvernig standi á
því að hún éti svo mikið og drekki.
Þá svarar Loki því að Freyja hafi
hvorki sofið, étið eða drukkið
vegna þess hve spennt hún sé fyrir
brúðkaupinu.
Gnægtahorn og hungraðir úlfar
Gjafakörfur birtast víða í menningarsögunni, allt frá gnægtahorni Seifs í forngrískum goðsögum
til Ávaxtakörfunnar á leikhúsfjölum nútímans. Þá er ljóst að gjafakörfur fara seint úr tísku.
„En mikil ósköp ert þú með stóran munn amma mín.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY.
Ekki gefa bara eitthvað,
gefðu frekar hvað sem er.
Með gjafakorti Landsbankans er ekkert mál
að velja réttu jólagjöfina. Þú ákveður upp-
hæðina og sá sem þiggur velur gjöfina. Þú færð
gjafakortið á landsbankinn.is/gjafakort.
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
4 KYNNINGARBLAÐ 1 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RGJAFAKÖRFUR & GJAFAKORT