Fréttablaðið - 12.12.2020, Qupperneq 53
Umsóknarfrestur er til og með 12. janúar 2021.
Umsóknum skal skila rafrænt á netfangið postur@anr.is.
Upplýsingar um starfið veitir Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytis-
stjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu (postur@anr.is).
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun hefur
verið tekin.
— MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR
• Háskólapróf, að lágmarki á meistarastigi, sem nýtist í starfi
• Reynsla af stjórnun
• Þekking og reynsla á sviði orkumála
• Áhugi og þekking á nýsköpun
• Þekking og reynsla af stefnumótun
• Fagmennska, frumkvæði, drifkraftur og jákvæðni
• Góð hæfni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku
• Þekking og reynsla af alþjóðasamstarfi er kostur
• Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, rekstri
og áætlanagerð er kostur
Orkustofnun er stjórnsýslustofnun sem heyrir undir yfirstjórn ráð-
herra. Stofnunin skiptist annars vegar í raforkueftirlit Orkustofnunar,
sem er sjálfstætt í ákvörðunum sínum, og hins vegar aðra starfsemi
samkvæmt lögum nr. 87/2003, um Orkustofnun, og sérlögum. Hjá
stofnuninni starfa 35 manns.
Lögbundin hlutverk Orkustofnunar lúta m.a. að ráðgjöf til stjórnvalda,
rannsóknum á orkubúskap og orkulindum þjóðarinnar, gagnasöfnun
og áætlanagerð um orkulindir og aðrar jarðrænar auðlindir, leyfisveit-
ingum og umsýslu Orkusjóðs.
Orkustofnun fer með stjórnsýslu orkumála jafnt á sviði raforku,
hitaveitu og eldsneytis. Stofnunin er leiðandi á sviði orkuskipta og
gegnir lykilhlutverki í að fylgja eftir Orkustefnu landsins og samþætta
hana við aðrar stefnur stjórnvalda og þarfir heimila og atvinnulífs.
Orkumál varða grundvallarhagsmuni Íslands í efnahagslegu, um-
hverfislegu, samfélagslegu og alþjóðlegu tilliti. Mikil gerjun er í orku-
málum um þessar mundir, m.a. hvað varðar nýja orkugjafa, bætta
orkunýtingu, innviðauppbyggingu, viðskiptaumhverfi, neytendavernd
og nýsköpun. Þess er vænst að orkumálastjóri sé leiðandi í greiningu
áskorana og tækifæra Íslands á þessum sviðum.
Orkumálastjóri ber faglega, fjárhagslega og stjórnunarlega ábyrgð
á rekstri Orkustofnunar í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli.
Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf á íslensku
þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hvernig viðkomandi
uppfyllir hæfniskröfur fyrir starfið. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að
sækja um embættið.
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra mun skipa þriggja manna
hæfnisnefnd sem metur hæfni umsækjenda og skilar greinargerð til
ráðherra.
Embætti forstöðumanns Orkustofnunar, orkumálastjóra,
er laust til umsóknar en ráðherra ferðamála, iðnaðar og
nýsköpunar skipar í það til fimm ára frá 1. maí 2021.
Orkumálastjóri þarf að hafa góða leiðtogahæfileika, vera framsýnn
og skapandi í hugsun, með ríka hæfni í samskiptum og samvinnu og
hafa metnað til að leiða Ísland í átt að sjálfbærri orkuframtíð í sam-
ræmi við Orkustefnu landsins.
Ert þú næsti
orkumálastjóri?