Fréttablaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 80
Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Fyrir marga er það árleg hefð að fylgjast með jólalestinni en sögu hennar má rekja til árs- ins 1995. Fyrsta jólalestin var ekki alvöru lest heldur var hún hluti af vel heppnaðri auglýsingaherferð Coca-Cola undir nafninu Holidays are Coming, eða hátíðirnar nálg- ast. Í auglýsingunni sem gerð var af amerísku auglýsingastofunni W. B. Doner var tæknibrellum beitt til að láta þrjá risatrukka líta út eins og langa lest af ljósum skreyttum trukkum, á hverjum trukk voru yfir 30.000 ljósaperur. Í aug- lýsingunni sést trukkalestin keyra yfir hæðir og dali og í gegnum snæviþakta skóga í gegnum bæ þar sem fólk flykkist að til að berja dýrðina augum. Auglýsingin endar þegar sést aftan á einn trukkinn þar sem er mynd af jólasveininum haldandi á kókflösku. Hann tekur sopa og blikkar feðga sem horfa hugfangnir á dýrðina. Fyrirtækið sem sá um tækni- brellurnar í auglýsingunni er sama fyrirtæki og hefur búið til tækni- brellur í Stjörnustríðsmyndunum svo það er ekki að undra að þær hafi komið vel út. Það er greinilegt að ekkert var til sparað við gerð auglýsingarinnar. Í framhaldi af þessari aug- lýsingu voru gerðar fleiri aug- lýsingar næstu jól um ferðalag jólalestarinnar en auglýsingarnar voru sýndar í yfir 100 löndum og milljónir manna fylgdust með. Það var svo sex árum seinna, árið 2001, sem auglýsingin svo að segja lifnaði við, en þá fór fyrsta ljósum prýdda raunverulega trukkalestin á ferðalag um Banda- ríkin og heimsótti þar borgir og bæi, í kjölfarið fylgdi fjöldi ann- arra landa. Að fylgjast með jólalest Coca-Cola er nú orðið að árlegri hefð hjá fólki víða um heim. Rauði búningurinn Coca-Cola fyrirtækið hefur reyndar haft meiri áhrif á jólasiði og venjur fólks en marga grunar. Í ár fagnar fyrirtækið því að 100 ár eru liðin frá því að fyrsta jólaaug- lýsingin frá því var birt. Því er oft haldið fram að Coca-Cola beri ábyrgð á rauðum lit jólasveina- búningsins, en hið rétta er að myndir af jólasveini í rauðum búningi með hvítt skegg birtist fyrst í blaðinu Harper‘s Bazaar árið 1881, 40 árum áður en Had- don Sundblom teiknaði hann í rauðum fötum í jólaauglýsingu Coca-Cola. En það er þó Coca- Cola auglýsingunni að þakka að rauði búningurinn festist í sessi í Bandaríkjunum, þaðan sem hann hefur svo smitast yfir til jóla- sveina annars staðar í heiminum. En fram að þeim tíma sem Coca- Cola frumsýndi sinn rauðklædda, glaðlega, skeggjaða jólasvein var allur gangur á því í hvernig litum fötum og formi hann var teikn- aður. Jólalest Coca-Cola keyrir sinn árlega hring um höfuðborgar- svæðið í dag og leggur af stað klukkan 17.00. Jólalestin verður þó með breyttu sniði í ár. Vegna samkomutakmarkana mun Jóla- lestin ekki stoppa á auglýstum stöðum eins og hún hefur gert fyrri ár en það er gert til að tak- marka fjölda fólks sem kemur saman. Á jólalestin.is er hægt að fylgjast með lestinni og sjá hve- nær hún verður á hverjum stað. Svart gos kemur með jólin Coca-Cola á stóran þátt í jólahefðum fólks um allan heim hvort sem því líkar betur eða verr. 100 ár eru liðin frá því fyrsta kók-jólaauglýsingin birtist og 25 ár frá því að jólalestin ók fyrst af stað. Að fylgjast með jólalestinni er orðin árleg hefð hjá fólki víða um heiminn. Jólasveinn í rauðum búningi er ekki upphaf- lega hugmynd Coca-Cola eins og svo margir halda. MYNDIR/ AÐSENDAR Fyrirtækið sem sá um tæknibrellurnar í auglýsingunni er sama fyrirtæki og hefur búið til tæknibrellur í Stjörnustríðsmynd- unum svo það er ekki að undra að þær hafi komið vel út. 14 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.