Harmonikublaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 2
Ávarp formanns
Ágæti harmonikuunnandi
Síðasta starfsár stjórnar SIHU var með mjög
hefðbundnu sniði og margt sem kom á borð
stjórnar, en segja má að starfsárinu hafi lokið
með góðum aðalfundi sambandsins, sem
haldinn var í boði Félags harmonikuunnenda
á Suðurnesjum í lok september. Vil ég byrja
á því að þakka Suðurnesjamönnum fyrir
frábærar móttökur og verður að segja að
aðbúnaður allur hafi verið til fyrirmyndar.
Aðalfundurinn tókst vel í aila staði og ríkti
einhugur á þessum fundi og verður ekki
annað sagt en að fundurinn hafi verið mjög
málefnalegur, þó svo að ekki hafi legið mörg
mál fyrir, önnur en venjuleg aðalfundarstörf.
I upphafi fundar var minnst félaga er látist
hafa frá síðasta aðalfundi. Síðan hófst
fundurinn samkvæmt dagskrá sem getið er í
í lögum sambandsins. Formaður flutti skýrslu
stjórnar og síðan voru lagði fram
endurskoðaðir reikningar SIHU til
samþykktar. Einnig voru lagðir fram
reikningar Harmonikublaðsins til sam-
þykktar.
Við stjórnarkjör urðu eftirfarandi breytingar,
Melkorka Benediktsdóttir var kjörin gjaldkeri
til eins árs (vegna fráfalls Sigurðar
Eymundssonar) og síðan gaf meðstjórnandi
til margra ára Frosti Gunnarsson ekki kost á
Sæll Friðjón.
Ég var að lesa Harmonikublaðið og sá þar
pistilinn um Hreðavatnsvalsinn.
Mér finnst ég muna eftir að hafa heyrt
viðtal við Knút R. Magnússon í RÚV fyrir
einhverjum árum. Þar minnir mig hann
segja að valsinn hafi orðið til löngu áður
en núverandi texti. Lagið verið sungið við
eitthvað annað ljóð og gítarundirleik í
vinahópi, sem sótti mikið að Hreðavatni á
sér til endurkjörs og
var Filippía Sigur-
jónsdóttir kjörin í
hans stað, en hún
hafði áður verið í
varastjórn. Nýr
varamaður til eins
árs var kjörinn
Haraldur Kon-
ráðsson. Formaður
greindi frá geisla-
diski, er gefinn var út með lögum er flutt
voru á tónleikum sem sambandið gekkst fyrir
í Salnum í Kópavogi í maí. Allan veg og vanda
af þessum tónleikum hafði Friðjón
Hallgrímsson, sem einnig var kynnir á
tónleikunum. Allur ágóði af þessum geisla-
diski rennur til sambandsins, en einnig fá
aðildarfélög SÍHU þóknun fyrir sölu á
þessum diski. Oll aðildarfélögin tóku sinn
skammt af diskum til að selja og er það von
stjórnar að þú ágæti lesandi kaupir þennan
disk. Einnig kom fram á fundinum að áhugi
væri á að gefa út mynddiska með
harmonikuþáttunum sem sýndir hafa verið
á sjónvarpsstöðinni INN, en fundarmenn
voru á því að fjárhagsáætlun við gerð svona
mynddiska yrði að liggja fyrir áður en að
ráðist væri í þetta verkefni. Mun stjórn
sambandsins skoða þetta mál vandlega og
árunum eftir stríð og þar hafi lagið orðið
all þekkt.
Ekki man ég hvað hann sagði um núverandi
texta, en hann er eftir Atla S. Þormar sem
fæddur var 1924 á Skriðuklaustri í Fljótsdal.
Höfundarnafnið Reynir Geirs eru millinöfn
Knúts og föður hans.
Með bestu kveðju og þökkum fyrir gott og
nauðsynlegt blað.
Einar Eiríksson Urriðavatni
þegar að fjárhagsáætlun
liggur fyrir, verður
formönnum allra
aðildarfélaganna send
sú áætlun til sam-
þykktar eða synjunar.
Ymis önnur mál voru
rædd og má þar nefna
æfingabúðir fyrir ungmennin okkar, en
margir töldu að það verkefni væri orðið of
kostnaðarsamt fyrir þátttakendur og kennara,
þannig að mikil óvissa ríkir með þetta verkefni
í framtíðinni. Sama má segja um
Harmonikukeppnina, sem ekki hefur verið
hægt að halda vegna dræmrar þátttöku og er
orsökina að finna í háum kostnaði fyrir
þátttakendur af landsbyggðinni. Stjórn
sambandsins mun skoða þessi mál og fara
ofan í saumana á þessum verkefnum og gera
sitt til að reyna að halda þessum verkefnum
gangandi. Karítas Pálsdóttir gaf skýrslu um
undirbúning að landsmótinu sem haldið
verður á Isafirði, dagana 29. júní til 1. júlí
2017. Kom fram í máli Karítasar að
undirbúningur væri í fullum gangi og allt
ætti að vera tilbúið í tæka tíð til að taka á
móti öllum þeim fjölda sem ætlar sér að mæta
á mótið. Ég veit að þetta landsmót á eftir að
verða hið glæsilegasta, því Vestfirðingar eru
höfðingjar heim að sækja og kunna þá list að
skemmta fólki og láta því líða vel. Ég vil skora
á alla harmonikuunnendur að taka frá þessa
daga sem landsmótið stendur og gera
ráðstafanir með gistingu í tæka tíð, þeir sem
þess þurfa.
Nú styttist í að jólahátíðin gangi í garð og
síðan munum við fagna nýju ári. Ég vil þakka
öllum samstarfsmönnum mínum í stjórn
sambandsins, formönnum aðildarfélaganna,
svo og öllum harmonikuunnendum fyrir
frábært samstarf á árinu 2016 og er það von
mín að árið 2017 verði okkur öllum gjöfult,
gæfuríkt og gott harmonikuár.
Gleðilega jólahátíð,
Gunnar Kvaran, formaður
Margt er skrítið í kýrhausnum
Harmonikusafn
Ásgeirs S. Sigurðssonar
býður öldruðum harmonikum farsælt ævikvöld á
Byggðasafni Vestfjarða.
Sími: 456 3485 og 844 0172.
Netfang: assigu@intcrnet.is Veffang: www.nedsti.is
Bygvðisuaftt
2