Harmonikublaðið - 01.12.2016, Page 12
jonsMessuhátíðin á Steinsstöðum
Félag harmonikuunnenda Skagafirði hélt
árlega Jónsmessuhátíð á Steinsstöðum dagana
24. - 26. júní á liðnu sumri. Veður var
prýðisgott og þátttaka með ágætum. Aðstaða
á Steinsstöðum er öll hin besta, gott tjaldstæði,
hótel fyrir þá sem vilja þannig gistingu og
félagsheimilið Árgarður, allt á sama balanum
ef svo má segja. Lengi hafði staðið til að
endurgjalda Rangæingum höfðinglegt
heimboð nokkurra (margra) ára gamalt en
ekki orðið að veruleika fyrr en nú.
Kom góður hópur Rangæinga og Selfyssinga
á ýmsum aldri sunnan yfir heiðar á
föstudeginum. Tókum við á móti þeim með
gleði í sinni og sól í hjarta og veittum súpu af
skemmtunarinnar sem hefja átti kl 14:00.
Fengum við Gunnar Rögnvaldsson á
Löngumýri til að vera leiðsögumann og brást
honum ekki bogalistin fremur venju. Tókum
við léttan hring, fórum „ufrum“ frá Varmahlíð
þ.e. austur yfir Héraðsvötn og keyrðum út
Blönduhlíð. Kunni Gunnar margar sögur bæði
sannar og lognar en allar góðar af körlum og
konum í þeim hreppi. Afram var haldið,
Hegranesið þverað og gerður stans hjá
styttunni af Jóni Osmann ferjumanni, þar sem
hún stendur og vakir yfir umferðinni við
Vesturós Héraðsvatna eins og Jón gerði á
sínum tíma, traustur bjargvættur vegfarenda.
Áfram var haldið og nú komum við
um fjörðinn fagra og fara að huga að
dagskránni á Steinsstöðum.
Skemmtunin var með fjölbreyttu, fjörlegu
ívafi. Agnar Gunnarsson flutti gamanmál um
menn og málefni eins og honum einum er
lagið. Skagfirsk söngkona Guðrún Helga
Jónsdóttir steig á svið og söng nokkur lög við
góðar undirtektir. Við fengum einnig til okkar
fjóra unga og efnilega harmonikuleikara, þá
Finn Héðinn Eiríksson, Jón Hjálmar
Ingimarsson, Guðmund Guðmundsson og
Arnar Frey Guðmundsson sem skemmtu
okkur með leik sínum. Sunnlenskir gestir
okkar settu sinn svip á skemmtunina og léku
nokkur lög á harmonikur við góðar undirtektir.
Framtíðar barmonikuleikarar Skagfirðinga ásamt Gunnari formannni. Finnur Fléðinn
Eiríksson, Jón Fljálmar Ingimarsson, Guðmundur Guðmundsson ogAmar Freyr Guðmundsson
Hringdans með öllu
Grétar Geirs og Birgir Hartmanns íArgarði. Ekki daglegt brauð
Veðrið íék við mótsgestina
skagfirsku holdanauti sérvöldu. Var til þess
gert að efla atorku og úthald spilara og dansara.
Gaman var að hitta kunningja sem og að sjá
ný andlit. Dreif einnig að gesti úr öllum áttum
og var fjör í Árgarði um kvöldið, spilað, dansað
og spjallað. Heimamenn sáu um
spilamennskuna, Jón Gíslason og Elín
Jóhannsdóttir, Aðalsteinn Isfjörð á
harmonikur, Gunnar Ragnarsson á gítar og
Jóhann Friðriksson á trommur. Dansleik lauk
um miðnætti en ekki fer sögum af gleði
næturinnar.
Upp var risið á laugardagsmorgni og fórum
við með gesti okkar í smáferð um fjörðinn.
Var ekki langur tími til ráðstöfunar vegna
12
„handanað" á leið okkar í Krókinn en næst
skyldi áð í Gestastofu sútarans. Skoðuðum við
þar skinnaverkun og svo var að sjálfsögðu
verslað eitt og eitt roð eða skinn í þessari
einstöku búð. Af stað rann rútan og ekki var
lát á sögum og fróðleik hjá Gunnari. Lá nú
leiðin aftur fram fjörðinn en með smá útúrdúr,
ekið var fram Sæmundarhlíð. I Lindarbæ hefur
Sigmar Jóhannsson fyrrum bóndi í Sólheimum
byggt tvær stórar skemmur og stofnað
myndarlegt og áhugavert búvélasafn. Helga
Stefánsdóttir kona hans sinnir m.a. safnvörslu
og býður gestum upp á kaffi og kleinur. Þar
áðum við góða stund en tíminn týnist eins og
allir vita og því urðum við að ljúka ferð okkar
Þrjár ungar söngkonur sunnlenskar heilluðu
okkur með ljúfum söng við undirleik Grétars
Geirssonar. Hulda Guðbjörg Hannesdóttir,
Thelma Lind Árnadóttir og Guðný Salvör
Hannesdóttir. Kvenfélag Lýtingsstaðahrepps
sá um kaffiveitingar af rausnarskap. Dagurinn
leið við samveru og grill og fyrr en varði var
komið að dansleiknum sem var vel sóttur og
fjörugur og léku nokkrar „grúppur hússins"
fyrir dansi. Samanstóðu þær af fólki bæði
sunnan og norðanheiða. Mývetningurinn
Friðrik Steingrímsson kom danslistinni fyrir
í nokkrum línum: