Harmonikublaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 19

Harmonikublaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 19
Alltafer hann góSur kaffisopinn. Þetta heitir trúlega kaffi d fæti á Italíu tækifæri til að láta ljós sitt skína. Var sérstaklega gaman að hlusta á yngri keppendurna og hve miklum árangri má ná með þeim. Lofar þetta góðu um viðvarandi áhuga á harmonikuleik til framtíðar. Að lokinni keppninni var okkur boðið að slást í för með hópi Geirs Draugsvoll og var förinni heitið í heimsókn til Pigini harmonikuverksmiðjunnar. Þar var opinberað hve mikið galdraverk ein harmonika raunverulega er og hve gífurlegan fjölda handtaka þarf til að koma einu slíku hljóðfæri saman. Má eiginlega líkja harmonikusmíði við úrsmíði og kom sérstaklega á óvart að eitt hljóðfæri skuli vera sett saman úr mörg þúsund einstökum hlutum. Að þessari heimsókn lokinni fóru menn hver til síns heima, við fjórmenningarnir héldum til baka til Mílanó með viðkomu í hinni merkilegu mósaíkborg Ravenna og flugum síðan yfir Alpana í norðurátt með ótal góðar minningar um einstaklega skemmtilega viku og ánægjuleg kynni. Bjarni Gunnarsson Vetrarstarf Félags harmonikuunnenda í Reykjavík hófst á því um miðjan október að hljómsveit félagsins byrjaði æfingar undir stjórn þeirra Reynis Jónassonar og Sigurðar Alfonssonar. Æfingar hafa gengið vel og hugur í mönnum varðandi komandi landsmót næsta sumar. Fyrsti dansleikur vetrarins var í Breið- firðingabúð laugardaginn 22. október. Eins komið til að gera eitthvað annað en að horfa á. Ekki skemmdi fyrir að góður hópur úrvals Þingeyinga sá ástæðu til að sletta úr klaufunum í höfuðstaðnum eina kvöldstund. Næsti dansleikur fór síðan fram 26. nóvember. Nú brá svo við að fólk hópaðist að og um níu var kominn dágóður hópur í húsið. Þá skipti um og eftir klukkan tíu komu sárafáir til viðbótar og aðsókn svipuð og á októberballinu. lauk síðan ballinu og má segja að gólfið hafi verið vel mannað frá upphafi til enda, en í hópnum eru margir ágætis dansarar. Talsvert bar á nýjum andlitum að þessu sinni og gefur það vonir um betri tíð með blóm í haga. Félagið fagnar nýju ári með dansleik 7. janúar og í kjölfar þess verður haldið þorrablót í samvinnu við Þjóðdansafélagið 4. febrúar. Friðjón Hallgrímsson, Ijósmyndir Siggi Harðar HljómsveitÞórleifiFinnsonar, fv. Ediuin, LáraBjörg, Þórleifur, Papajazz, Palli, Hreinn PoLki með tilbrigðum og oft áður hóf Ingvar Hólmgeirsson leikinn klukkan hálf níu og lék til tíu. Þeir félagar Þórleifur Finnsson og Páll Elíasson leystu hann af hólmi og léku til hálf tólf, þegar Sigurður Alfonsson tók síðustu törnina. Oft hefur aðsókn verið betri og var fólk að reitast inn fram eftir öllu kvöldi, en vonir standa til að það lagist þegar líður á veturinn. Meðleikarar á þessum fyrsta dansleik voru þau Edwin Kaaber á gítar, Hreinn Vilhjálmsson sá um bassann eins og undanfarin ár. Guðmundur Steingrímsson lék á trommur og Lára Björg Jónsdóttir söng með Palla og Þórleifi. Mjög vel var tekið undir í dansinum og fólk almennt Harmonikuvinkonurnar vinsælu Hildur Petra og Vigdís hófu leikinn ásamt Hreini Vilhjálms, Edwin Kaaber og Guðmundi Steingríms. Um tíu leytið tók Sveinn Sigurjónsson við ásamt Hreini Vilhjálmssyni, sem hvíldi sig á bassanum, Jónas Bjarnason var á bassa, Jón Guðmundsson á gítar og Guðmundur á trommunum. Lára Björg tók nokkur lög með þeim til bragðbætis. Skipstjórinn frá Ólafsvík, Erlingur Helgason, Skemmtilegur skottís 19

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.