Harmonikublaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 15
Einar á Isafirði 1937 Einar á ísafirði 1937. Þá leyflu menn sér ekki að
spila í gallabuxum
styrkt hann frekar í trúnni, að meðleikarinn var sjö árum eldri. Héldu
þeir marga tónleika og gerðu mikla lukku og fóru í kjölfarið
hljómleikaferðir um landið. I grein sem lesandi sendi Morgunblaðinu
eftir tónleikana í Nýja bíó, kemur fram framkvæmdastjóri hússins hafi
pantað harmonikurnar sérstaklega fyrir þá félaga frá Þýskalandi (Royal
Standard) og væru ekki aðrar eins harmonikur til á landinu. Trúlega
hefur verið nóg að gera hjá pípurum bæjarins við að tengja hitakerfi
bæjarbúa, vinna var hafin við hitaveituna og ýmislegt fleira á döfinni
í Reykjavík og því verið borð fyrir báru til hljóðfærakaupa. Það hefur
komið sér vel í kreppunni að geta unnið sér inn nokkrar aukakrónur
í viðbót. Þeir félagar urðu geysivinsælir og komu fram á skemmtunum
og dansleikjum víða. Ennfremur léku þeir í útvarpi, sem varð til að
auka enn frekar vinsældir þeirra. Ekki spillti fyrir að Einar eignaðist
bíl á þessum árum sem nýttist til hljómleikaferða. Myndirnar sem
urðu til þess að þessi grein var tekin saman voru teknar á
hljómleikaferðalagi á Isafirði.
Haustið 1937 hleypti Einar heimdraganum og hélt til Kaupmannahafnar
til náms í harmonikuviðgerðum. Aðdragandann má rekja til þess hann
hafði hug á að ljúka sveinsprófi í pípulögnum. Eitthvað stóð í
meistaranum, föður hans, að samþykkja þetta, sem leiddi til þess að
Einar kvaðst farinn úr vistinni og Kaupmannahöfn varð fyrir valinu,
eins og flestra Islendinga sem fóru erlendis á þeim tíma. I borginni
við sundin beið hans velgengi og árangursríkt líf í tónlist. Ekki tókst
honum að komast í nám við komuna, en hóf að leika á veitingahúsum.
Síðar komst hann í nám í hljóðfæraviðgerðum og lauk því með
sveinsprófi, sem fólst í því að smíða harmoniku. Hann stundaði
harmonikuleikinn af meiri krafti en áður og strax árið 1940 tók hann
þátt í keppni um besta harmonikuleikara í Danmörku og vann fyrstu
verðlaun. Þetta endurtók hann árið eftir. Einar fékk næga vinnu við
harmonikuleik, m.a. á Restaurant Ris þar sem hann starfaði með eigin
hljómsveit auk þess að leika í Tívolí. En það voru blikur á lofti.
Danmörk var hernumin og ekki hlaupið að því að komast heim.
Fljótlega eftir hernámið 1940 var hafinn undirbúningur að því að
koma íslendingum á Norðurlöndunum heim til Islands. Ur þessu varð
hin fræga Petsamo för, en þá komu 258 íslendingar með Esjunni frá
bænum Petsamo í norður Finnlandi, með samþykki þýskra
hernaðaryfirvalda sem stjórnuðu mest allri umferð á Norður
Atlantshafinu. Einar var mjög áfram um að komast heim með Edith
eiginkonu sína, sem hann hafði kvænst 1939 og soninn Björn Einar,
sem þá var á öðru ári, en hún var því andvíg og þau
fóru hvergi. Þetta átti eftir að reynast afdrifaríkt í meira
lagi. Einar hélt áfram að lifa af tónlist og fleiru, sem
til féll. Skuggi féll þó á þegar hjónabandið leystist upp,
en þá var yngri sonurinn Lennard fæddur. Einar komst
á þessum tíma í kynni við Þjóðverja, sem virtust hafa
áhuga á að aðstoða hann við að komast heim.
Hann fór til Þýskalands og þar var hann þegar loftárásir
Bandamanna voru í algleymingi og spilaði þá m.a. á
Hótel Adlon í Berlín sem var mikið sótt af foringjum
Þriðja ríkisins. En það fylgdi böggull skammrifi. Til
þess að komast heim til Islands áttu hann og félagi
hans að senda m.a. veðurskeyti til Þýskalands. Félaginn
var Lárus Þorsteinsson sjómaður, sem síðar varð
skipherra hjá Landhelgisgæslunni. Hann hafði einnig
orðið innlyksa í Danmörku. Þeir félagar voru fluttir
til Noregs, þar sem þeir komust yfir 20 tonna bát.
Eftir tíu daga siglingu komu þeir að landi við Þórshöfn
á Langanesi en sneru frá og héldu til Raufarhafnar þar
sem þeir komu til hafnar 17. apríl 1944. Áður höfðu
þeir fleygt öllum loftskeytatækjum Þjóðverjanna í
sjóinn. A Raufarhöfn varð ís í höfninni til að hamla
för þeirra, en heimamenn björguðu þeim í land. Fengu þeir að taka
með sér það helsta sem þeim tilheyrði og síðan settur vörður um borð.
Ekki tókst betur til en svo að þremur dögum seinna rak bátinn upp á
sker, þar sem hann sökk og þar með harmonikan góða, kjörgripurinn,
sem Einar hafði smíðað tveimur árum áður. Strax eftir landtökuna
voru þeir félagar handteknir enda för þeirra talin grunsamleg í meira
lagi og þeir teknir til yfirheyrslu í fangelsi breska hersins við Kirkjusand
í Reykjavík, en fljótlega fluttir til Englands til frekari yfirheyrslu. Þar
máttu þeir sitja þar til í ágúst árið eftir að þeir voru fluttir heim. Báðum
varð þetta að sjálfsögðu mjög þungbær reynsla. Svona fór um sjóferð
þá, ungir menn sem þráðu það eitt að komast heim komust svo
sannarlega að því fullkeyptu, hverjar afleiðingar stríðs eru á lífvenjulegs
fólks. Fljótlega eftir heimkomuna hóf Einar störf hjá Vatnsveitu
Reykjavíkur þar sem hann starfaði um árabil. Einnig rak hann
innflutningsverslun um tíma og átti þá m.a. í ágætis viðskiptum við
Bretland en Þjóðverja lét hann alveg í friði. Hann hóf 1967 störf hjá
Verkfræðistofu Rögnvaldar Þorlákssonar við eftirlit með byggingu
háspennulína og var þá lögmönnum Landsvirkjunar oft til aðstoðar
við samninga um landréttindi fyrir háspennulínur. Síðan starfaði Einar
sem eftirlitsmaður hjá Landsvirkjun við virkjunarframkvæmdirnar við
Sigöldu og Hrauneyjarfoss uns hann lét af störfum 1983 fyrir aldurs
sakir. Ekki vildi Einar gera mikið úr þessum erfiða kafla í lífi sínu á
stríðsárunum og sló jafnvel á létta strengi þegar hann bar á góma.
Einar var reyndar góður sögumaður, sem átti auðvelt með að sjá
spaugilegar hliðar tilverunnar. Harmonikuleikinn lagði þessi snillingur
nánast á hilluna við heimkomuna. Hann lék í besta falli fyrir
fjölskylduna og örlítinn hóp bestu vina, en opinberum harmonikuleik
var lokið fyrir fullt og allt. Hann hélt þó alla tíð góðu sambandi við
sinn gamla spilafélaga Eirík Bjarnason frá Bóli, sem þá var farinn að
reka hótel í Hveragerði og rifjuðu þeir upp gamla takta þegar þannig
stóð á. Einar kvæntist ríflega 10 árum eftir heimkomuna, Sigríði
Olafsdóttur Pálssonar frá Sjálandi við Kleppsveg. Þau eignuðust tvær
dætur, Olöfu og Karítas, sem báðar eru látnar og þrjá drengi, Einar,
Sigvalda og Ólaf.
Friðjón Hallgrímsson
Heimildir: Einar Þ Einarsson, Sigríður Olafsdóttir, Páll Ólafsson, Ismus,
Glatkistan, Stríðsárin 1938-1945 eftir Páll Baldvin Baldvinsson,
Morgunblaðið, Alþýðublaðið, Manntal.
15