Harmonikublaðið - 01.12.2016, Page 24
Að þessu sinni kíkjum við í 3. tbl. 6. árgangs 1991-1992.
Þeir Hilmar og Þorsteinn voru oft ótrúlega naskir að finna
forvitnilega hluti, sem aldrei úreldast. Hér er merkileg
grein um Jóhann Pétursson, Svarfdælinginn stóra.
H A F I Ð
Ugglaust geta margir flokkað það
sem hér fer á eftir undir grobb, en
skrambakomið látum það flakka.
Sjötta árgangi blaðsins Harmoníkan
lýkur með þessu blaði. Þegar við
flettum til baka sjáum við ansi margt
sem aldrei hefði verið skráð, eða
nokkur maður látið sér til hugar
koma að draga úr pússi sínu, því
enginn sérstakur hefur sýnt áhuga á
að safna á ömggan stað merkilegu
harmoníkuefni. Með tilkomu blaðs-
ins Harmoníkan hefur þetta breyst.
Innan um öll skrifin má finna ein-
staka gullmola sem gleða okkur við
þessa sífelldu leit til efnisöflunar í
blaðið, og sem betur fer standa æ
oftar til okkar hagstæðir vindar.
Á dögunum datt ofan úr skýjunum
einstakt plagg sem Bragi Hlíðberg
fann hjá sér, og færði blaðinu og
emm við honum afar þakklátir.
Um er að ræða bréf ásamt mynd
sem Jóhann Pétursson (Jóhann
Svarfdælingur) sendir harmoníku-
verksmiðju Hagström í Danmörku
og þakkar fyrir það frábæra verk sem
hann telur verksmiðjuna hafa unnið
fyrir sig. Hér birtist bréfið þýtt ásamt
myndinni sem fylgdi og danska tex-
tanum.
Þetta er góð viðbót við það efni
sem birtist fyrir nokkrum árum í
blaðinu um Jóhann. Eftir því sem
gerst er vitað, eru ekki til margar
myndir af Jóhanni risa með hann-
oníkuna, ef þá nokkur nema þessi?
H.H.
A/S A. Hagström
Kaupmannahöfn
Kaupmannahöfn, 15. janúar 1937.
Þegar ég pantaði píanóharmoník-
una hjá yður fyrír nokkru viðurkenni
ég, að ég var eftns um að yður tœkist
að smíða hljóðfœri sem myndi henta
jafnstórum manni og mér. Það kom
mér því gleðilega á óvart, þegar
harmoníkan kom, að hún var langt-
um hetri en ég hafði getað hugsað
mér. Þráttfyrir stœrðina er hún „el-
egant“ og hefur léttan áslátt. Auk
þess er hún hljómmikil og hefur
mjúkan tón.
Bœði hljómborðið og bassaborðið
eru alveg frábœr á þessu risastóra
hljóðfœri. Það er augljóst að þetta
hefur verið afar erfitt verk og hafið
þvíþökk og heiðurfyrir að hafa leyst
verkið á svona frábœran hátt.
Yðar einlœgur
Jóhann Pétursson.
Ps. Á myndinni sjáið þið mig mynd-
aðan við hliðina á manni af venju-
legri stœrð, með harmoníku í al-
gengum stœrðarflokki.
22
AUGUN o p i n
A/s A. HAGSTR0M Kobenhavn, den 15. Januar 1937.
K0BENHAVN.
Da jeg for nogen Tid siden bestilte en Piano-Harmonika hos Dem,
tilstaar jeg ganske aabent, at jeg var i stor Tvivl om, hvorvidt det vilde
lykkes Dem at bygge et Instrument svarende til de Dimensioner, der
maatte til for at passe en Mand af min Storrelse.
Jeg blev derfor baade behagelig og glcedelig overrasket, da Instru-
mentet ankom og viste sig langt at overtrœffe, hvad jeg havde tænkt mig.
Instrumentet er, trods sin Starrelse, meget elegant og letspilleligt,
har en pragtfuld stor og paa samme Tid blod Tone, og maa jeg give
Dem min bedste Kompliment for den Lethed og Sikkerhed, hvormed baade
Diskant- og Basklaviaturet virker paa delte Kœmpe-Instrument. Enhver maa
forstaa hvilke Vanskeligheder De har haft at overvinde, og desto storre
er Æren, naar det er lykkedes Dem paa en saa udmærket Maade.
P. S. Paa Billedet vil De se mig Deres forbundne
fotograferet sammen med en Mand af JOHANN PETURSSON
normal Hojde, med en Piano-Harmonika
af almindelig Storrelse.
D. S.
24