Harmonikublaðið - 01.12.2016, Page 10
aldslögin
hans Villa
Þann 5. nóv. sl. voru haldnir tónleikar í Edinborgarhúsinu
á Isafirði ril heiðurs Vilberg Valdal Vilbergssyni (Villa Valla)
harmonikuleikara, rakara og altmuligmand á ísafirði.
Vilberg fæddist á Flateyri við Onundarfjörð 26. maí árið
1930. Hann fluttist til Isafjarðar árið 1950 og hefur búið
og starfað þar síðan, ásamt eiginkonu sinni Guðnýju
Magnúsdóttur. Börnin þeirra fjögur eru öll mjög listfeng
og bera foreldrum sínum fagurt vitni. Tónleikarnir voru
haldnir að frumkvæði Matthíasar Hemstock trommuleikara
og Jóns Sigurpálssonar safnvarðar. Yfirskrift tónleikanna
var „Uppáhaldslögin hans Villa“. Með Villa þetta kvöld
léku úrvals hljóðfæraleikarar. Það voru þeir Eyþór
Gunnarsson á píanó, Eðvarð Lárusson á gítar, Andri
Ólafsson á bassa og Matthías Hemstock á trommur.
Tónleikarnir voru myndaðir og hljóðritaðir og verða
væntanlega sýndir í sjónvarpi ásamt viðtölum við
Villi Valli og hinir jammararnir
listamanninn og einhverja fleiri af vinum hans og ættingjum.
Fljótlega varð ljóst að mikill áhugi var fyrir þessum
tónleikum í bænum enda fullt út úr dyrum og komust
færri að en vildu. I viðtali við Villa fyrir tónleikana tók
hann það fram að þetta væru nú ekki öll hans uppáhaldslög
eins og gefur að skilja en mörg af þeim. Þá yrðu nokkur
lög eftir hann sjálfan og eitt eftir Baldur Geirmundsson.
Tónleikagestir mættu eiga von á skemmtilegu kvöldi og
þyrftu ekki að mæta með bómull í eyrunum. Enda kom
á daginn að tónlistin lét vel í eyrum og gott jafnvægi var
á milli hljóðfæra. Villi kynnti sjálfur lögin af sinni alkunnu
hógværð og glettni, salurinn tók vel við sér og stemmingin
eins og best getur orðið. Það var ekki laust við að færi kliður
um salinn þegar fyrstu tónarnir hljómuðu frá harmonikunni
eins og spurning og félagarnir svöruðu í laginu Don 't get
around much anymore og svo fylgdu lögin hvert af öðru. /
can ‘t give you anything but love var fylgt eftir af Sweets to
the sweet eftir Hugo Rasmussen. September samba eftir
meistarann sjálfan var næst og síðan gullkorn Jeromy Kern
10
Meistarinnn snarstejjar
Can 't help lovin that man. Auðvitað fékk Benny Goodman
sinn part með laginu, A smooth one, sem síðan fékk Tico
Tico í kjölfarið. Viki Vaki Jóns Múla var næsta perla og því
fýlgdi Tall krónunnar eftir Villa Valla. Gamli smellurinn
hennar Monicu Zetterlund, Trubbel eftir Olle Adolphson
fylgdi krónufallinu og þá var næst sá sígldi Jeepers Creepers
eftir Harry Warren. Haustlauf (Autumn Leaves) Josephs
Kosma voru næst á dagskránni og Iuppsveiflu eftir spilafélaga
Villa, Baldur Geirmundsson, tók við áður en I get it bad
eftir meistara Duke Ellington hljómaði. Nú var liðið á
veisluna, en næst var Flippin og í lokin komu tvö lög eftir
Villa Valla, Samba og Þakið er lekt.
Listamennirnir voru að sjálfsögðu klappaðir upp og léku
sem aukalög Búðarvísur Emils Thoroddsen og Take five
eftir Paul Desmond í einum pakka ( 2 fyrir einn) í
útsetningu Vilbergs.
Það var stórkostlegt að sjá og heyra Villa leika öll þessi
gömlu lög sem hafa fýlgt honum í gegn um tíðina í bland
við eigin lög og hvað þeir náðu vel saman þessir listamenn
sem voru á sviðinu þetta kvöld. Það sýndi sig enn og aftur
að í tónlistinni er ekkert kynslóðabil.
I lokin stóðu tónleikagestir á fætur og hylltu listamennina
og þökkuðu fyrir ógleymanlega kvöldstund.
Samúel Einarsson. Myndir Haraldur Ringsted