Harmonikublaðið - 01.12.2016, Page 23
Morávek
Nóturnar í blaðinu að þessu sinni eru ættaðar
frá Austurríki. Jan Morávek var fæddur í Vín
2. maí 1912 og lést í Reykjavík 22. maí 1970.
Hann var af tékkneskum ættum og það kom
í ljós á barnsaldri að hann hafði óvenjumikla
tónlistarhæfileika og af tónlistarfólki kominn.
Ungur að árum lék hann með
óperuhljómsveitinni í Vín og síðar með
Fílharmoníuhljómsveitinni. Ennfremur mun
hann hafa leikið á farþegaskipum í ferðum
til austurlanda. Jan kom til Islands árið 1949
ásamt fyrri konu sinni Svanhvíti Egilsdóttur.
Hann varð á stuttum tíma ómissandi í
tónlistarlífi Islendinga, enda ótrúlegur
vinnuþjarkur að hverju sem hann gekk. Hann
var tónlistarmaður af lífi og sál. Hann var
einn af stofnendum Sinfóníuhljómsveitar
Islands. Auk þess stjórnaði hann og útsetti
fyrir kóra, lúðrasveitir og hljómsveitir. Hann
stjórnaði og sviðsetti söngleiki, raddsetti
minni og stærri tónverk í tugatali. Sagt var
að hann gæti leikið á öll hljóðfæri. Það mun
ekki fjarri lagi, í það minnsta er vitað um að
hann náði jafnvel lagi á stígvéli og sög, en
upphaflega lærði hann á klarinett.
Þegar danslagakeppni SKT hófst árið 1950
vantaði menn eins og Jan Morávek. Hann
var hamhleypa við að skrifa niður og útsetja
lög keppendanna og þá sögu hefur
undirritaður heyrt að stundum hafi menn
hringt í Morávek og raulað lög í símann. Eftir
á, hafi að minnsta kosti verið umdeilanlegt,
hvor væri höfundurinn Morávek eða hinn.
Morávek lék um árabil í Nausttríóinu og þar
var ekki gefið neitt moð á garðann. Þaðan
er sagan af því þegar gesturinn bað um
óskalagið. Meðleikararnir voru ekki með lagið
á hreinu. Þá útsetti meistarinn á tvær
servíettur þeirra parta. Það dugði. Hann varð
hálfgerð þjóðsagnapersóna í lifanda lífi.
Meðal þeirra sem léku í tríóinu má nefna
Jósef Felzman og Carl Billich. Ekki má
gleyma að Morávek var óvenju hjálpsamur
og bóngóður. Þá lék Morávek ásamt
hljómsveit sinni inn á fjölda hljómplatna.
Morávek var ágætis tónskáld og fjölmörg lög
hafa lifað með þjóðinni undanfarna áratugi
og munu enn.
Síðari kona Moráveks var Sólveig
Jóhannsdótdr og eignuðust þau þrjú börn,
Onnu Ragnheiði, Jóhann sem er
tónlistarkennari og Nínu Maríu. FH
éttir af Héraði
Laugardagskvöldið 27. ágúst hélt HFH sitt
árlega harmonikuball í Valaskjálf. Þetta var
hið þrítugasta og annað í röðinni og hefur
það aldrei fallið niður frá stofnun félagsins
1984.
Aðsókn var góð, m.a. kom rúta frá
Þingeyingum eins og svo oft áður.
Strákabandið tók þátt í spilamennskunni og
Grímur Vilhjálmsson á Rauðá spilaði á bassa
og harmoniku og Pálmi á gítar. Spilarar frá
HFH voru sem hér segir: Á trommur lék
Arngrímur Viðar Ásgeirsson, á gítar Andrés
Einarsson, á bassa Gylfi Björnsson, á
harmonikur Hreinn Halldórsson, Gylfi
Björnsson og Jón Sigfússon. Undirleikari á
rafmagnsharmoniku var Jónas Þór, söngvari
með Hreini var Elvar Sigurðsson bakari. Allt
fór vel fram og Harmonikufélag Héraðsbúa
þakkar öllum sem lögðu hönd á plóginn.
Jón Sigfusson
23