Harmonikublaðið - 01.12.2016, Side 3
Ritstjóraspjall
Harmonikublaðið
ISSN 1670-200X
Ábyrgðarmaður:
Fridjón Hallgrímsson
Espigeröi 2
108 Reykjavik
Sími 696 6422, fridjonoggudny@internet.is
Prentvinnsla: flw///
Héraðsprent, Egilsstöðum, mmv. heradsprent. is
Forsíða: Forsíðu mjndin vartekin af aðalfundarfulltrúum
SIHU í Keflavik 24. september si Mjnd: Steinþóra
Agústsdóttir.
Meðal efnis:
- Af Þingeyingum
- Aðalfundur SÍHU 2016
- Að vestan
- Minning Sigurður Eymundsson
- Uppáhaldslögin hans Villa
- Jónsmessuhátíðin á Steinsstöðum
-1 ferðastuði með Vitatorgsbandinu
- Týndi harmonikusnillingurinn
- Harmonikuhátíðin í Árbæ 2016
- Af Eyfirðingum
- Ferð til Castelfidardo
- Fréttabréf frá Reykvíkingum
- Minningjóhann Haukur
- Minning Stefán Þórisson
- Lag blaðsins
- Fréttir af Héraði
Auglýsingaverð:
Baksíða 1/1 síða kr. 25.500
1/2 síða kr. 16.500
Innsíður 1/1 síða kr. 20.500
1/2 síða kr. 12.500
1/4 síða kr. 7.500
1/8 síða kr. 5.000
Smáaugiýsingar kr. 3.000
Skálafrestur efnis fyrir næsta blað er
25. apríl 2017.
v________________________________________________j
Stjórn S.Í.H.U. nöfn, netföng,
heimilisföng og símanúmer:
Formaður: Gunnar Kvaran
alf7@mi.is
Álfalandi 7, 108 Reykjavík.
S: 568-3670 / 824-7610
Varaformaður:
Jónas Þór Jóhannsson
Brávöllum 9, 700 Egilsstaðir
S: 471 1465 / 893 1001
Netfang: jonas.thor@simnet.is
Ritari: Sigrún B. Halldórsdóttir
sigrunogvilIi@gmail.com
Breiðabólstað, 371 Búðardalur.
S: 434-1207/861-5998
Gjaldkeri: Melkorka Benediktsdóttir
melb.ss@simnet.is
Vígholtsstöðum, 371 Búðardalur
S: 434 1223 / 869 9265
Meðstjórnandi: Filippía Sigurjónsdóttir
8208834@internet.is
Hólatúni 16, 600 Akureyri
S: 462 5534 / 820 8834
Varamaður: Pétur Bjarnason
peturbjarna@internet.is
Geitlandi 8, 108 Reykjavík
S: 456 4684 / 892-0855
Varamaður: Haraldur Konráðsson
budarholl@simnet.is
Búðarhóli, 861 Hvolsvöllur
S: 487 8578 / 893 4578
Kt. SÍHU: 611103-4170
Eitt af aðalhlutverkum harmonikufélaganna
í gegn um tíðina hefur verið að halda
dansleiki, efna til tónleika og í seinni tíð
halda harmonikuútilegur. Allir þessir þættir
eru til þess gerðir að efla áhuga fólks á
hljóðfærinu. I lögum félaganna er yfirleitt
minnst á kynningu og almenna útbreiðslu
hljóðfærisins. Ekki er hægt að neita að í
mörgum tilfellum hefur vel tekist til.
Harmonikuleikurum hefur fjölgað og má að
einhverju leyti þakka það starfi félaganna.
Þau hafa, mörg hver í það minnsta, reynt
með ráðum og dug að styðja við nemendur,
sem aukið hafa við kunnáttu sína í
tónlistarskólum. Félögin hafa gefið hljóðfæri
til tónlistarskóla í nokkrum mæli. Þau hafa
efnt til tónleika þar sem allir hafa verið
velkomnir ungir sem aldnir. Samt er eins og
eitthvað vanti, í það minnsta fjölgar ekki í
félögunum, það fækkar. Þau félög sem hvað
duglegust hafa verið að halda dansleiki, sjá
nú fram á breytta tíma. Fækkun á sér stað
og allt utanumhald verður erfiðara. Hvar eru
dansararnir? Jú það reytist ennþá inn á
stærstu stöðunum, en ekki oft á ári. Við í
Reykjavík höfum giskað á að um 300 manna
hópur stundi dansleiki, en aldrei nema lítill
hluti í hvert sinn. Aldrei hefur danskunnátta
þjóðarinnar verið meiri. Allir dansskólar eru
Almenn vaxandi ánægja er meðal íslenskra
harmonikuunnenda með þátt Gunnars
Kvaran sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni
INN. Þarna hafa komið fram flestir af
kunnustu harmonikuleikurum þjóðarinnar
og leyft okkur að njóta skemmtilegs spjalls
og notalegrar tónlistar. Ekki má gleyma þætti
stjórnandans, sem með tímanum hefur
slípast og viðtölin orðið áhugaverðari og
léttari. Þá má ekki gleyma, að með þáttunum
er haldið saman miklum sögulegum fróðleik
til framtíðareignar.
vel sóttir og hvað svo.
Ekki kemur það fólk á
harmonikuböll. Við
erum að sjá gjörbreytt
mynstur. Við eigum
ekki að berja hausnum
við steininn lengur.
Fólk er hætt að fara „út
að dansa“. Það þýðir
ekki að kvarta undan
því að ekki fáist ungt
fólk á dansleiki. Ungt fólk fer ekki á dansleiki
lengur. Eftir 20 ár mun það ekki skilja
hugtakið, nema þeir sem stunda nám í
sagnfræði. Harmonikufélögin þurfa að finna
nýja leið til að efla starfið. Ekki liggur í
augum uppi hver hún er eða hvert hún
liggur, en við þurfum að finna hana. Þarf að
breyta félögunum í einskonar tónlistarfélög
með styrktarfélögum, sem eru tilbúnir að
styðja starfsemina á annan hátt en að „fara
út að dansa“? Geta félögin starfað án
tekjustofna og sjálfboðaliðastarfs? Eigi
félögin að starfa með svipuðu sniði, þarf að
leggja höfuðið í bleyti og „fatta upp á
einhverju nýju“. Harmonikufélögin í
landinu geta samt sem áður litið stolt um
öxl, en breytinga er þörf.
Skagfirðingar hafa um árabil staðið að
harmonikuhátíðum, fyrst í Húnaveri í
Langadal í samvinnu við Húnvetninga og
síðar á Steinsstöðum í Skagafirði. Nú hefur
verið ákveðið að íyrirhugað mót næsta
sumar, fellur niður. Vonandi er þetta
tímabundin ákvörðun, í tengslum við
landsmótið í Isafirði, sem fer fram helgina
eftir Jónsmessuna. Harmonikumótin í
Húnaveri voru á sínum tíma mjög vinsæl,
ekki síst vegna staðsetningarinnar, en þangað
sóttu harmonikuunnendur úr öllum
landshlutum. Þá má ekki gleyma því að alltaf
var sól og blíða í Húnaveri.
f " \
Heiðursfélagar SÍHU
Aðalsteinn Isfjörð, Baldur
Geirmundsson, Bragi Hlíðberg og
Reynir Jónasson.
í fréttum var þetta helst
3