Harmonikublaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 6

Harmonikublaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 6
SIHU 2016 Aðalfundur SÍHU 2016 var haldinn á Radisson Park Inn hótelinu í Keflavík laugardaginn 24. september sl. Fundurinn að þessu sinni var sá sautjándi í röð aðalfunda, eftir breytingu sem gerð var haustið 1999. Fram að því höfðu aðalfundir verið haldnir á landsmótum og svokallaðir haustfundir til frekari ráðagerða. Eftir það urðu haustfundir að aðalfundum sambandsins, en fundarhald á landsmótum var aflagt. Samkvæmt venju mættu flestir fundargesta daginn áður og gerðu sér glaðan dag. Urðu fagnaðarfundir hjá mörgum fundargesta, sem voru í mörgum tilfellum að hittast í fyrsta skipti síðan á Hellu, þar sem síðasti fundur var haldinn. Suðurnesjamenn höfðu undirbúið helgina af natni og um kvöldið bauð FHUS upp á ákaflega ljúffengan saltfisk að hætti Spánverja. Urðu margir langleitir, sem vanari eru soðnum saltfiski með hamsatólg eða mörfloti. Fljótlega, eftir að hafa satt hungrið, hófu gestir að tína fram hljóðfærin og stilla saman strengi. Allt var þetta hið ánægjulegasta og dvöldu margir fram eftir við spjall og spil. Klukkan tíu næsta morgun hófst fundurinn. Hann sátu fulltrúar frá þrettán af fjórtán félögum sambandsins. Telst það ágætis mæting. Meðan á fundinum stóð fóru makar í óvissuferð undir leiðsögn um umhverfi staðarins. Við upphaf fundarins minntist formaðurinn fallinna félaga, þeirra Karls Jónatanssonar heiðursfélaga sambandsins og Sigurðar Eymundssonar gjaldkera sambandsins til margra ára. Ymislegt áhugavert kom fram á fundinum. I skýrslu Gunnars Kvaran formanns kom ma. fram að sambandið hafi staðið fyrir fjáröflunartónleikum í Salnum þann 5. mars í vor ásamt dansleik sama kvöld í Stangarhyl 4. Þessir tveir viðburðir skiluðu sambandinu ríflega kr. 350.000 í ágóða. I framhaldinu var ákveðið að gefa tónlistina á tónleikunum út á hljómdiski. Því starfi lauk síðastliðið sumar og var diskurinn afhentur aðildarfélögunum til sölu í lok fundarins. Ástæða er til að ætla að diskasalan skili verulegum hagnaði í kassa sambandsins, en gerðir voru 300 diskar. Þá minntist formaðurinn á harmonikuþætti í hans umsjón á sjónvarpsstöðinni INN. Melkorka Benediktsdóttir starfandi gjaldkeri lagði fram reikninga sambandsins, en í þeim kom fram hagnaður ársins upp á kr. 540.000. Má það teljast ágætis niðurstaða, ekki síst í ljósi þess að ekki var um landsmótsgróða að ræða. Pétur Bjarnason kynnti tillögur að breytingum á lögum sambandsins en hann hafði ásamt Birni Olafi Hallgrímssyni og Sigurði Eymundssyni setið í nefnd til endurskoðunar 6 á lögum sambandsins frá síðasta aðalfundi. Ekki voru breytingar nefndarinnar miklar en hnykkt var á ákveðnum atriðum. Stór áfangi var þó tekinn í breytingum á ágóðaskiptingu varðandi landsmót. Fram að þessu hefur skiptingin verið 1/3 í hlut mótshaldara á móti 2/3 hluta sambandsins. Eftir breytinguna eru hlutföllin 40% á móti 60%. Fannst mörgum tími kominn á þessa lagfæringu til aukinnar hvatningar til að halda landsmót, en því fylgir gríðarleg vinna hjá mótshöldurum. Þá var lagt til að tvo þriðju hluta atkvæða þurfi til á aðalfundi, til samþykktar lagabreytingum. Voru breytingartillögurnar samþykktar einum rómi enda tillögurnar vel ígrundaðar og rökstuddar hjá þeim félögum. Við stjórnarkjör var Melkorka Benediktsdóttir kjörin gjaldkeri til eins árs. Frosti Gunnarsson gaf ekki kost á sér í stjórn eftir langa setu í stjórn sambandsins, en í stað hans var Filippía Sigurjónsdóttir kjörin í stjórn. Varamaður var kosinn Haraldur Konráðsson frá Harmonikufélagi Rangæinga, en Iangt mun síðan þeir hafa átt fulltrúa í stjórn SlHU. Eftir nokkrar umræður í lok fundarins tók Gunnar Kvaran til máls. Þakkaði góðan fund, fráfarandi stjórn störfin og bauð nýja stjórn velkomna til starfa. Sleit Gunnar síðan fundinum laust upp úr klukkan eitt. Klukkan sjö var síðan sest að kvöldverðarboði í einum af glæsilegum sölum hótelsins. Var boðið upp á einkar ljúffenga lambasteik, sem veislugestir gerðu góð skil. Jón Berg, fýrrverandi formaður Harmonikufélags Reykjavíkur hafði með veislustjórn að gera og fórst honum það vel úr hendi eins og hans er vandi. Ekki leið á löngu áður en harmonikuleikarar hófu leik og gesti stigu

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.