Harmonikublaðið - 01.12.2016, Side 14

Harmonikublaðið - 01.12.2016, Side 14
armonikusnillingurinn Gamall velunnari blaðsins, fyrrverandi formaður SIHU og safnvörður á Isafirði, Ásgeir Sigurðsson, læddi myndum að blaðinu og fræddi mig á því að annar maðurinn á myndunum væri fyrrverandi Danmerkurmeistari í harmonikuleik og stór virtuós á íslandi, Einar Björn Sigvaldason. Myndirnar voru teknar af M. Simson ljósmyndara á ísafirði og eru í eigu Ljósmyndasafns ísafjarðar. Ritstjórinn rak upp stór augu og eyru, enda aldrei heyrt mannsins getið. Þetta kallaði á rannsóknir og hugmynd að grein kviknaði. Þegar fyrri heimsstyrjöldin hafði staðið í tvö ár og íslendingar haft heimastjórn í tólf ár var tónlistarlíf á Islandi heldur fátæklegt, ekki síst ef borið er saman við okkar helstu nágrannalönd. Þá höfðu jafnvel verið starfræktar óperur og sinfóníuhljómsveitir um aldir víðsvegar í Evrópu. Sigfús Einarsson stundaði söngkennslu og kórastjórn auk þess að vera dómorganisti í bænum. Þórarinn Guðmundsson var við Lennard og Einar fiðlunám í Kaupmannahöfn og þótti tíðindum sæta. Sama má segja um Pál ísólfsson sem var við nám í orgelleik í Þýskalandi og Pétur Jónsson var að stíga sín fyrstu skref á óperusviðinu í Þýskalandi. Sigvaldi Kaldalóns var orðinn héraðslæknir í Djúpinu og bróðir hans Eggert Stefánsson og Sigurður Skagfield voru að hefja sinn söngferil. Þetta voru sannir brautryðjendur, sem áttu eftir að marka sín djúpu spor í tónlistarlíf Islendinga næstu áratugina. Karlakór KFUM hafði starfað frá 1911 en lognast út af fjórum árum seinna vegna þess að enginn stjórnandi fannst. Hann var endurvakinn árið 1916 og starfar ennþá hundrað árum síðar, sem Karlakórinn Fóstbræður. Þetta var hið tónlistarlega umhverfi sem Einar Björn Sigvaldason fæddist inn í 10. ágúst 1916. Hann var sonur hjónanna Sigvalda Sveinbjörnssonar pípulagningameistara og Karítasar Jónsdóttur, sem bjuggu við Lindargötu 27 í Reykjavík. Einar var elstur fjögurra bræðra sem þarna ólust upp í Skuggahverfinu á fyrri hluta aldarinnar. Þrír þeirra urðu pípulagningamenn þar á meðal Einar. Að þeirra tíma hætti mun Einar hafi byrjað að vinna ungur og lauk námi í pípulögnum. Hann fór ungur að blása í munnhörpu og þótti býsna góður á því sviði, en fljótlega tók harmonikan yfir. Þar náði hann undraverðum árangri á stuttum tíma. Á þessum tíma var harmonikan að vinna sér sess sem vinsælasta danshljóðfærið. Ekki hefur mér tekist að finna hvar Einar lærði á hljóðfærið, en vitað er að hann fór í píanótíma að áeggjan móður sinnar tólf ára gamall. Sigurður Birkis sagði mörgum til á þessum árum. Upp úr fermingu var Einar orðinn mjög fær á hljóðfærið og farinn að leika við hin ýmsu tækifæri. Á sama tíma voru nokkrir fleiri ungir menn í Reykjavík farnir að leika á hljóðfærið, þar á meðal Eiríkur frá Bóli, Hafsteinn Olafsson og Bragi Hlíðberg. Jóhann Jósefsson frá Ormarslóni lék inn á fyrstu íslensku harmonikuplötuna á þessum árum. Hann var þeirra elstur. Þá var þess ekki langt að bíða að þeir 14 Einar Sigvaldason á efri árum ásamtfimm börnum sínum. F.v. Ólafur, Einar, Sigvaldi, Lennard, ÓlöfogEinar Eiríkur Bjarnason fiá Bóli og Einar Sigvaldason á ísafirði 1937 Jóhann og Þorsteinn Jósefssynir frá Ormarslóni færu sínar tónleikaferðir um landið. Vorið 1930 komu hingað til lands einhverjir frægustu harmonikuleikarar Evrópu á þeim tíma. Þetta voru Svíinn Herman Gellin ásamt Dananum Ernst Borgström og héldu þeir marga hljómleika víða um land. Þetta varð kveikjan að því að þeir Einar og Eiríkur Bjarnason frá Bóli, hófu að æfa saman harmonikuleik og tóku þá sér til fyrirmyndar. I ársbyrjun 1933 höfðu þeir náð þeirri leikni, að þeir auglýstu hljómleika í Nýja Bíói og kölluðu sig Harmoniknleikarana Eirík ogEinar. I Morgunblaðinu föstudaginn 6. janúar 1933 mátti lesa eftirfarandi. Harmonikiconsert haldaþeir Eiríkur og Einar i Nýja Bíó sunnudaginn 8. janúar n.k. kl. 3 síðdegis. Aðgöngumiðar kosta: kr. 1.00, 1.50, 2.00, og verða seldir hjá Sigf. Eymundssyni ogKatrínu Viðar, áfóstudag og laugardag. Sömuleiðis í Nýja Bíó á sunnudag eftir kl. 1. Það var óvenjulegt en ekki alveg óþekkt að Einar, þá sextán ára unglingur auglýsti eigin tónleika á þessum árum. Það hefur trúlega

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.