Harmonikublaðið - 01.12.2016, Page 13

Harmonikublaðið - 01.12.2016, Page 13
Við viljum þakka gestum hátíðarinnar fyrir skemmtilega daga á Steinsstöðum, þá sérstaklega Rangæingum og Selfyssingum. Maður er manns gaman og harmonikutónlistin kætir og bætir. Félag harmonikuunnenda í Skagafirði mun ekki standa fyrir Jónsmessuhátíð á sumri komanda vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Ffvað verður í framtíðinni er óráðið. Vonandi eigum við eftir að hitta einhver ykkar aftur á góðri stund. Með kærri kveðju úr Skagafirðinum og þökkum fyrir skemmtilegar samverustundir. Stjórn Félags harmonikuunnenda í SkagafirSi Myndir Siggi Harðar A dansgólfinu er djöfuls harka, og dugar ekkert vœl. Skokkað innan skekkjumarka, í skottís eða rœl. Harla lítið heillar mig, heldur veldur trega. I hringdans þegar hrista sig, hrútar allavega. Vitatorgsbandið er sex manna hópur harmonikuleikara ásamt gítar sem öll eru úr Harmonikufélagi Reykjavíkur auk trommarans landsþekkta Þóris Magnússonar. Bandið spilar nánast alla miðvikudaga allt árið um kring í félagsmiðstöðinni Vitatorgi. Þar er fastur kjarni dansara sem þarna mæta til að dansa og fylgja okkur eftir hvar sem við spilum og ferðina. Haldið var sem leið lá austur fyrir íjall því ferðinni var heitið austur í Arnessýslu og Rangárþing. Emil Hjartarson hafði tekið að sér að vera sá fræðandi sem og skemmtilegi leiðsögumaður sem hann svo sannarlega var, vel máli farinn með frásagnargáfu upp á það besta. Ekki þótti þörf á að vera með miklar staðarlýsingar þar sem allir eru svo kunnugir bjó á þessu svæði og var gerður góður rómur að því. Nokkrir kvöddu sér hljóðs og höíðu uppi gamanmál, en áhersla var lögð á sönginn sem allir tóku þátt í. Næsti áfangi var Hvolsvöllur þar sem við skoðuðum Njálusafnið og sögu Kaupfélags Rangæinga og er þarna einkar fróðlegr og skemmtilegt safn. Á safninu er hægt að kaupa sér hressingu og gerði fólk Vitatorgsbandið hefúr myndast mikil og góð vinátta milli okkar sem spilum og þeirra. A haustdögum kom fyrirspurn frá dönsurum hvort við ættum ekki að fara í ferðalag saman og gera eitthvað virkilega skemmtilegt. Jú, ég var nú heldur betur til í það. Ferðanefnd var sett upp í einum grænum og í henni voru auk mín Ester, Guðni og Emil mikið sómafólk. Allt var nú sett á fullt skipt með sér verkum og ferðatilhögun tilbúin um miðjan september. Kynntum við ferðina og það má segja að selst hafi upp á hálftíma, við reiknuðum með í mesta lagi 20- 30 en þurftum síðan að fá 50 manna rútu. Og hefst nú ferðasagan. Þann 5. október 2016 lagði hópurinn af stað frá félagsmiðstöðinni Vitatorgi kl. 12:30, eftir að flestir höfðu fengið sér hádegisverð á Vitatorgi og voru því vel mettir og tilbúnir í tuskið. Ekki er hægt að segja að veðrið hafi leikið við okkur suð-austan rok og rigning alla þessari leið til Selfoss og var því gripið til nikkunnar, en það var Guðni Kristjánsson sem sá um rútubílaspilið alla ferðina og stóð sig einstaklega vel. Stoppað var á hefðbundnum pulsustað á Selfossi síðan haldið austur í Flóa að bænum Forsæti en þar er staðsett tréskurðarsafn á heimsmælikvarða sem heitir Tré og List. Hvet ég alla þá sem eru að ferðast um Suðurland að láta þetta ekki fram hjá sér fara, stórkostleg list. Okkur var mjög vel tekið á safninu en það var sérstaklega opnað fyrir hópinn. Þegar fólk hafði skoðað safnið, settist Sigríður Norðkvist við flygilinn sem þarna var og sungin voru nokkur lög, en allsstaðar þar sem við stoppuðum var tekið lagið. Síðan var haldið af stað austur yfir Þjórsá en þá tekur við Rangárþing. Með í ferðinni var frændi minn Grétar Þorsteinsson, en við erum ættuð úr Rangárþingi. Tókum við okkur til og sögðum frá staðháttum og skondnu fólki sem Guðrún og Ester það. Þegar búið var að skoða safnið og fá sér næringu var fólkinu safnað saman og sungin nokkur lög. Síðasti áfangi ferðarinnar var Tryggvaskáli á Selfossi. Eins og allir vita á Tryggvaskáli sér merkilega sögu og á leiðinni á Selfoss sagði Emil okkur sögu skálans, bæði af merkum mönnum og draugum sem komu við sögu skálans. I Tryggvaskála borðuðum við frábæra villisveppasúpu og brauð og enduðum síðan ferðina með dansleik. Fólk var mjög ánægt með daginn og sögðust sumir aldrei hafa farið svo skemmtilega ferð. Ef við höfum gleðina og góðan hug með í ferð þá gengur allt mun betur. Guðrún Guðjónsdóttir VITA TORGSBANDINU 13

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.