Harmonikublaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 4

Harmonikublaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 4
Þann 27. ágúst sl. fór 35 manna hópur úr Harmonikufélagi Þingeyinga í hópferð til Egilsstaða. Ferðin var vel heppnuð og skemmtileg, þrátt fyrir rigningu. Lagt var af stað snemma morguns og stefnan tekin á Borgarfjörð eystri. Þar rigndi eldi og brennisteini og skýin lágu nánast á þjóðveginum og var skyggni og útsýni í samræmi við það. Við byrjuðum að sjálfsögðu á að stoppa í Alfakaffi og hressa okkur á súpu og kaffi auk töluverðar fræðslu um staðinn og umhverfið hjá staðarhaldaranum Kalla Sveins. Því næst var ekið yfir að höfninni og að lokum skoðuðum við kirkjuna. Þó að hér sé veður vont víst mun enginn klökkna. Það er víst aðþingeyskt mont þolir ögn að vökna....Fía. Þá var stefnan tekin á Egilsstaði þar sem Valaskjálf beið okkar með tilbúin herbergi og huggulegheit. Eftir góðan kvöldverð og almenna hressingu var svo farið yfir í danssalinn þar sem við tókum þátt í dansleik ásamt Harmonikufélagi Héraðsbúa. Var mjög góð mæting að vanda og gott ball. Okkar framlag var Strákabandið, Pálmi Björnsson og Grímur Vilhjálmsson. Heim var svo haldið daginn eftir í góðu veðri og tekinn krókur yfir í Fjallakaffi. Um bílstjórann ei stendur styr stýrir leiðir vega. PáLmi ekur eins ogjyr óaðfinnanlega..........Sigríður. Bílstjórinn var Pálmi Björnsson. Formanninn þið miettuð mœra mikið, jafnvel öll í kór. Hans er nœstum óspillt æra ögn þó drykki hann af bjór.........Fía Aðalfundur HFÞ var haldinn á Breiðamýri 9. október. Þar var skipt um tvo stjórnarmenn og nú eru í stjórn þau Sigurður Olafsson formaður, Ólína Arnkelsdóttir gjaldkeri, Karen Hannesdóttir ritari, Kjartan Sigurðsson varaformaður og Sigríður Ivarsdóttir meðstjórnandi. Þarna var ýmislegt rætt, t.d. þátttöku í landsmótinu sem Isfirðingar halda næsta sumar, einnig var samþykkt að styrkja kvikmyndatöku Gunnars Kvaran í sýslunni, þar sem hann tekur upp þrjá harmonikuspilara, þá Sigurð Friðriksson, Jón Arna Sigfússon og Jóel Friðbjarnarson, sem fékk félaga sína í Strákabandinu til liðs við sig. Verður þetta sýnt á sjónvarpsstöðinni INN í vetur. Þá héldum við árshátíð á Breiðamýri 5. nóvember og tókst hún vel, Sæmilegasta mæting var og mikið fjör. Friðrik Steingrímsson var veislustjóri. Katrín Sigurðardóttir og Rúnar Hannesson léku nokkur lög fyrir mat sem kom úr smiðju Kristjáns Guðmundssonar kokks á Laugum. Þá fluttu gamanmál þau Sigríður fvarsdóttir, Tryggvi Óskarsson og Davíð Herbertsson. Ásgeir Stefánsson spilaði fyrir fjöldasöng og líka dansi. Þá léku fyrir dansi Aðalsteinn Isfjörð, Strákabandið og Hildur Petra Friðriksdóttir ásamt undirleikurunum Eiríki Bóassyni bassaleikara, Hauki Pálmasyni trommara og Snorra Guðvarðarsyni gítarleikara. Spiluðu þau öli af krafti og fjöri og fóru allir hressari og kátari heim. Texti og myndir, Siggi á Sandi Á árshátíðinni frá vinstri: Hildur Petra Friðriksdóttir, Eiríkur Bóasson, Ásgeir Stefánsson, Haukur Pálmason og Snorri Guðvarðarson 4

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.