Harmonikublaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 11

Harmonikublaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 11
Samband íslenskra harmonikunnenda gaf út geisladisk í september sl. Diskurinn inniheldur upptöku frá fjáröflunartónleikum SIHU sem haldnir voru í Salnum í Kópavogi 5. mars sl. Þeir sem leika á diskinum eru Flemming Viðar Valmundsson, Einar Friðgeir Björnsson, Einar Guð- mundsson, Sigurður Alfonsson, Agnes Löve, Guðmundur Samúelsson, Grétar Geirsson, Reynir Jónasson og Bragi Hlíðberg. Aðildarfélög SIHU sjá um dreifingu disksins sem kostar aðeins kr. 2500.-. Þetta eru að sjálfsögðu kjarakjör fyrir disk með fallegri tónlist fluttri af okkar bestu harmonikuleikurum við bestu aðstæður. Omissandi diskur í stofuna, hjólhýsið, húsbílinn, frúarbílinn, fellihýsið og sumarbústaðinn. Þá eru ennþá til nokkur eintök af leikskóladiskinum sem Baldur Geirmundsson lék inn fyrir nokkrum árum og slegið hefur heldur betur í gegn. SIHU Þekkirðu þennan? Það liggja víða gamlar Ijósmyndir með harmonikuleikurum, sem fáir vita deili á. Það er aldrei að vita nema glöggir lesendur kannist við einhverja á þessum myndum. Lesendum Harmonikublaðsins býðst að senda myndir í leit að viðkomandi harmonikuleikara. Þessi mynd barst frá dyggum lesanda. Kannast einhver við þessa galvösku pilta? Sérstaklega harmonikuleikarann. Svar óskast sent til ffidjonoggudny@internet.is. Sími 696 46422. C^Rætm Fyrsti og vonandi ekki síðasti diskur Einars Guðmundssonar, sem glatt hefur íslenska harmonikuunnendur um árabil. Eins og nafn disksins gefur til kynna leikur hann tónlist ættaða úr heimahögunum. Hér má heyra lög eftir nokkra þekkta Norður Þingeyinga, Árna Björnsson, Jóhann Jósepsson, Jón Gunnþórsson, Snæbjörn Einarsson, Gunnlaug Ólafsson auk laga eftir Einar sjálfan. Með Einar leika þeir Kristján Edelstein á gítar, Árni Ketill og Halli Gulla á trommur og Pétur og Stefán Ingólfssynir á bassa. Diskurinn kostar aðeins kr. 2500.-. Hann er til dreifingar hjá EG tónum á Akureyri og í Reykjavík, símar 660 1648 / 824 7610 og 894 2322. Landsmót SÍHU 2011 og 2014 5 DVD diskasett frá hvoru móti ennþá til. Tilboð til harmonikuunnenda 10.000 kr. hvort sett. Dráttarvélar á Islandi Fjórir titlar komnir út. TILBOÐ - 13.000 kr. allir saman. Fást í síma 471 3898 og hjá tokataekni@gmail.com H! TÓmTÆKf KVIKMYNDAGERÐ 11

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.