Harmonikublaðið - 01.12.2016, Page 8

Harmonikublaðið - 01.12.2016, Page 8
Rauði Krossinn á Isafirði hefur staðið fyrir dansleikjum á sunnudögum einu sinni í mánuði fyrir eldri borgara á norðursvæði Vestfjarða. Rauði krossinn hefur fengið félaga í Harmonikufélagi Vestfjarða til að spila frá kl: 14:00 - 16:00. Boðið er upp á kaffi, gos og meðlæti í danshléi. Laugardaginn 5. nóvember voru haldnir tónleikar í Edinborgarhúsinu undir yfirskriftinni Uppáhaldslögin hans Villa. Tónleikarnir voru haldnir að frumkvæði Matthíasar Hemstock trommuleikara og Jóns Eldri borgarar œfa sporin Sigurpálssonar safnvarðar. Með Villa léku þeir Eyþór Gunnarsson á píanó, Eðvarð Lárusson á gítar, Andri Olafsson á bassa og Matthías Hemstock á trommur. Húsfyllir var og komust færri að en vildu. Tónlistarmönnunum var vel fagnað í lokin og urðu þeir að leika aukalög áður en gestir yfirgáfu húsið hæstánægðir. Sunnudaginn 13. nóvember sl. var haldinn dansleikur í Edinborgarhúsinu, Þar spiluðu Baldur Geirmundsson og Magnús Reynir. Dansleikurinn var vel sóttur. Myndir og texti Kaja Páls. Magnús Reynir og Baldur Geirmunds í Ijúfum leik Isfirðingar í léttum valsi M Sigurður Eymundsson f. 5. febrúar 1943 - d. 27. júní 2016 Rétt um Jónsmessuna síðasta sumar, þegar sól var hæst á lofti kvöddum við harmonikuunnendur góðan og traustan félaga og vin. Fyrstu kynni mín af Sigurði voru þegar hann tók sæti í stjórn Sambands íslenskra harmonikuunnenda og tókst með okkur góð vinátta og gott samstarf. Hann var kjörinn gjaldkeri sambandsins og gegndi hann því starfi með nákvæmni og samviskusemi í nokkur ár. Sigurður var úrræðagóður og það var gott að geta leitað til hans með ýmis málefni er vörðuðu sambandið. Sigurður starfaði í mörg ár með Harmonikufélagi Héraðsbúa og sat í stjórn þess í mörg ár. Eftir að hann fluttist til Reykjavíkur gekk hann í raðir Félags harmonikuunnenda í Reykjavík og tók hann virkan þátt í starfi félagsins og var góður fengur fyrir hljómsveit félagsins. Hann var góður harmonikuleikari og einkar vandvirkur í sinni spilamennsku á hljóðfærið. Eg vil fyrir hönd Sambands íslenskra harmonikuunnenda þakka Sigurði fyrir góð kynni og samstarf og um leið senda eftirlifandi eiginkonu og fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðjur. F.h. S.f.H.U. Gunnar Kvaran, formaður

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.